Nýttu skilaboðaflipann til fulls
Skilaboðaflipinn er innhólfið þitt á Airbnb. Hann kemur öllum skilaboðum þínum tengdum gestaumsjón, ferðum og þjónustuverinu fyrir á einum og sama staðnum. Eiginleikar í skilaboðaflipanum gera þér kleift að:
- Sía og leita í skilaboðum.
- Senda og tímasetja forskrifuð skilaboð sem kallast hraðsvör.
- Breyta og afturkalla nýleg skilaboð.
- Eiga í samskiptum við alla gesti í sömu bókun innan sama skilaboðaþráðarins.
- Sjá hvenær gestir lesa skilaboð frá þér með lestrarkvittunum.
- Deila ferðahandbókinni og mæla með nálægum upplifunum og þjónustu á Airbnb.
- Hengja myndir og myndskeið við skilaboð.
Notkun sía og leit að skilaboðum
Skilaboð eru flokkuð á skilaboðaflipanum. Aðalflokkarnir eru heimili, upplifanir, þjónusta, ferðalög, þjónustuver og einkaskilaboð.
„Allt“ er sjálfgefið yfirlit en þar eru aðeins sýndir flokkar sem eiga við um aðganginn þinn að Airbnb. Veldu flokk til að sía skilaboð eftir tegund.
Þessar aukasíur eru undir heimili:
- Ólesin birtir aðeins óopnuð skilaboð.
- Staða ferðar raðar skilaboðum eftir bókunarbeiðnum, bókunum á næstunni, yfirstandandi dvöl og eldri bókunum.
- Skráningar raða skilaboðum eftir skráningu ef þú ert með meira en eina eign á skrá.
- Miklvæg skilaboð fela aðeins í sér skilaboð sem þú hefur merkt sem mikilvæg.
Þessar aukasíur eru undir upplifunum og þjónustu:
- Ólesin birtir aðeins óopnuð skilaboð.
- Miklvæg skilaboð fela aðeins í sér skilaboð sem þú hefur merkt sem mikilvæg.
- Hópskilaboð sýna samtöl með fleiri en einum gesti flokkuð út frá bókun.
Ef þú ert með samgestgjafa eða ert fulltrúi ofurgestgjafa eru þessar síur einnig á skilaboðaflipanum:
- Samgestgjafi sýnir samtöl milli þín og annarra samgestgjafa fyrir tiltekna skráningu.
- Fulltrúi ofurgestgjafa birtir skilaboð milli þín og gestgjafa sem þú hefur tengst í gegnum fulltrúaþjónustuna.
Ferðasían sýnir skilaboðin sem þú sendir og færð sem gestur. Sían fyrir þjónustuver sýnir samtöl milli þín og þjónustuvers Airbnb.
Ertu að leita að tilteknu samtali? Þú getur leitað í skilaboðum eftir nöfnum, orðum eða orðasamböndum. Leitarniðurstöður taka mið af síum sem þú hefur notað og hjálpa þér að finna samtölin fyrr.
Að senda hraðsvör
Hraðsvör eru stutt og forskrifuð skilaboð vistuð sem sniðmát undir skilaboðastillingum.
Skilaboðin eru aðlöguð með breytum fyrir eiginnafn gests og önnur atriði úr skráningar- eða bókunarupplýsingum.
Þú getur svarað hratt og sparað tíma með hraðsvörum. Útbúðu eigin hraðsvör eða breyttu sniðmátum Airbnb til að senda þau strax eða tímasettu þau til að sendast á tilteknum tímapunkti.
Frekariupplýsingar um hraðsvör fyrir heimilis-, upplifunar- eða þjónustugestgjafa.
Hópsamskipti
Nýtt samtal hefst í skilaboðaflipanum með hverri bókun. Gesturinn sem gekk frá bókuninni getur boðið öðru samferðafólki að vera með í bókuninni. Gestum sem þiggja boðið er bætt við samtalið.
Ef þú býður upplifun bætast allir gestir sem bóka á sama tíma sjálfkrafa við sama hópsamtal. Þeir geta einnig boðið samferðafólki sínu að taka þátt.
Gestgjafar og samgestgjafar senda skilaboð til hópsins í heild. Gestir geta lesið öll skilaboð, jafnvel hafi þau verið skrifuð áður en viðkomandi slóst í hópinn, svo að þú þurfir ekki að endurtaka þig.
Pikkaðu á upplýsingahnappinn fyrir frekari upplýsingar um bókunina og samtalið, þar á meðal lista yfir alla þátttakendur. Veldu notandamynd gests til að opna notandalýsingu viðkomandi og fá nánari upplýsingar um hverjum þú ert að fara að taka á móti.
Notkun á öðrum eiginleikum fyrir skilaboð
Aðrir eiginleikar í skilaboðaflipanum auðvelda samskipti gestgjafa og samgestgjafa við gesti fyrir bókun, meðan á henni stendur og að henni lokinni, sem og þeirra á milli.
- Skilaboðaþræðir gera þér kleift að stofna nýjan þráð þegar þú svarar tiltekinni spurningu þannig að svarið kvíslist undir upphaflegu skilaboðunum.
- Breytingartól gera þér kleift að breyta skilaboðum innan 15 mínútna frá því að þú sendir þau og afturkalla skilaboð innan eins sólarhrings.
- Lestrarkvittanir sýna hvort gestir eða aðrir hafi séð skilaboðin þín nema viðtakandi hafi lokað fyrir þær undir aðgangsstillingum hjá sér.
- Með tilvísunum er auðvelt að deila ferðahandbók og stinga upp á nálægum upplifunum og þjónustu.
- Með mynd- og myndskeiðamiðlun getur þú sent skrár í viðhengi með skilaboðum til samgestgjafa og gesta eftir að bókun hefur verið staðfest.
Spurningum svarað varðandi skilaboðaflipann
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
