Hvernig framlínugisting hjálpaði 3 viðbragðsaðilum vegna COVID-19

Leyfðu þessum hjúkrunarfræðingum sem leituðu sér að gistingu á Airbnb að veita þér innblástur.
Airbnb skrifaði þann 7. júl. 2020
4 mín. myndskeið
Síðast uppfært 24. ágú. 2023

Aðalatriði

  • Í framlínugistingu býðst viðbragðsaðilum vegna COVID-19, sem ættu annars mögulega erfitt um vik að finna sér gistiaðstöðu, húsnæði

  • Hjúkrunarfræðingur á Ítalíu segir að húsið sem hún fann hafi verið henni sem „örugg höfn“ til að hlaða batteríin

  • Aðkominn hjúkrunarfræðingur frá Mississippi þakkaði fyrir að geta tengst gestgjafanum sínum meðan hún vann í Michigan

Opin heimili eru nú Airbnb.org

Þjónusta opinna heimila á Airbnb og framlínugistingar hefur þróast og er orðin að Airbnb.org, glænýrri góðgerðastofnun (501(c)(3) (stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni). Þakka þér fyrir þinn þátt í stofnun samfélags opinna heimila með okkur. Það gleður okkur að þú sért hluti af þessum nýja kafla.

Í þjónustu okkar fyrir framlínugistingu bjóða margir gestgjafar heilbrigðisstarfsfólki og fyrstu viðbragðsaðilum sem berjast gegn dreifingu COVID-19 húsnæði. Hér eru hvatningarsögur þriggja viðbragðsaðila vegna COVID-19 sem fundu sér heimili til að búa í meðan á nauðsynlegu starfi þeirra stóð.

Afslappandi gistiaðstaða vegna vinnu í Róm

Chiara er hjúkrunarfræðingur á Ítalíu sem fór til Rómar þegar neyðarástandið stóð sem hæst í landinu. Henni kom á óvart að sjá borgina næstum tóma. Þegar hún hafði heimsótt hana áður var mannlífið ólgandi en núna var borgin sem draugabær.

En hún var ekki þar sem ferðamaður. Hún hafði mikilvægu hlutverki að gegna á sjúkrahúsi sem hjúkraði sjúklingum með COVID-19.

Vinnan var ólík öllu öðru sem á daga hennar hafði drifið og löngu dagarnir tóku sinn andlega toll. Hún hafði stöðugar áhyggjur af smiti og umönnun sjúklinga og fann um leið fyrir andlegu álagi vegna þess að hún þurfti að vera samskiptabrú við fjölskyldur þeirra.

Chiöru vantaði stað til að slaka á að loknum löngum dögum og hún fann hann á Airbnb. „Framtaksverkefni Airbnb gagnaðist ekki bara mér heldur mörgum öðrum sem vinna að þessari neyðarbaráttu,“ segir Chiara. „Að eiga í hús að venda núna er mér eins og örugg höfn; stað sem ég get snúið aftur til eftir langan erfiðisdag í vinnunni.“

Hún kemur heim, dregur andann og fyllist orku til að halda aftur sterkari til vinnu næsta dag. „Ég segi fólkinu sem er að hugsa um að opna dyrnar fyrir heilbrigðisstarfsfólki að taka stökkið af því að við þurfum á ykkur að halda. Okkur vantar gistiaðstöðu, þak yfir höfuðið; það er ómissandi“.

Rólegur staður fyrir sjálfseinangrun í Kanada

Ji býr í Bresku Kólumbíu, Kanada með öldruðum foreldrum sínum sem hjálpa til við uppeldi dóttur hennar. Hún hefur eytt mörgum svefnlausum nóttum í leit að húsnæði á viðráðanlegu verði til að einangra sig frá fjölskyldunni sinni. Ákvörðunin var erfið en hún vissi að hún væri að gera rétt.

Ji bendir á að þótt heilbrigðisstarfsfólk hafi faglegri skyldu að gegna við að annast sjúklinga „bera fjölskyldur enga skyldu til að útsetja sig fyrir aukinni áhættu“. Til viðbótar við erfiðu vinnuna á sjúkrahúsinu hafði hún auk þess áhyggjur af því hvernig hún gæti haldið sig fjarri fjölskyldu sinni svo að hún yrði ekki veik og þá einkum faðir hennar sem er með veikt ónæmiskerfi. Að flytja að heiman var besti kosturinn.

Hún fylltist æ meiri örvæntingu og var að íhuga að búa í bílnum sínum þegar hún frétti af þjónustu Airbnb. Hún fann sér heimili á Airbnb stuttu eftir að hún staðfesti að hún ynni sem hjúkrunarfræðingur í framlínunni. Hún fékk gistiaðstöðu nærri sjúkrahúsinu og gestgjafinn bauð henni alla þá aðstoð sem hún þurfti, allan sólarhringinn.

Ég get ekki þakkað gestgjafanum nægilega vel fyrir að bjóða mér að vera í frábæra húsinu sínu sem er vel búið, öruggt og kyrrlátt,“ segir Ji. „Ég næ að hvíla mig í þægindum og mér líður eins og ég geri mitt besta til að vernda þá sem mér þykir vænst upp. Og mér líður vel þegar ég mæti í vinnuna.“

Heimili að heiman í Michigan

Brandi er iðjuþjálfari í Mississippi. Fyrir heimsfaraldurinn einbeitti hún sér að því að hjálpa sjúklingum að byggja upp sjálfstæði í daglegum önnum með endurhæfingu vegna læknisfræðilegra áverka, taugasjúkdóma og langvinnra sjúkdóma.

Nú hefur starf hennar breyst. Hún sinnir enn eins sjúklingum en nú hafa þeir einnig COVID-19 og eiga í meiri áhættu á að einkenni sjúkdómsins verði alvarleg. Hún hjálpar þeim með hreyfigetu á fyrstu stigum og við endurhæfingu en sérþekking hennar verður til þess að hún hjálpar sjúklingum einnig heima við.

Brandi er iðjuþjálfari í Mississippi.

Hún var að leita sér að dvalarstað í Michigan, þar sem hún var staðsett vegna vinnu, en hafði heyrt af heilbrigðisstarfsfólki sem var hafnað um húsnæði vegna starfs síns í framlínunni. Hún var þakklát fyrir að hafa aðgang að þjónustu Airbnb fyrir framlínugistingu þar sem hún komst hratt í tengsl við gestgjafa sinn, John, sem útvegaði henni „hreint umhverfi og örugga gistiaðstöðu“.

Brandi hvetur annað heilbrigðisstarfsfólk til að nýta sér framlínugistingu af því að „margir kostir bjóðast nærri starfsstöð þinni ... og gestgjafinn tekur á móti þér með opnum örmum“.

Vertu hluti af vaxandi samfélagi sem beislar mátt deilihagkerfisins þegar þörf er á.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Í framlínugistingu býðst viðbragðsaðilum vegna COVID-19, sem ættu annars mögulega erfitt um vik að finna sér gistiaðstöðu, húsnæði

  • Hjúkrunarfræðingur á Ítalíu segir að húsið sem hún fann hafi verið henni sem „örugg höfn“ til að hlaða batteríin

  • Aðkominn hjúkrunarfræðingur frá Mississippi þakkaði fyrir að geta tengst gestgjafanum sínum meðan hún vann í Michigan

Airbnb
7. júl. 2020
Kom þetta að gagni?