Sjö ábendingar til að taka á móti fólki sem hefur flúið neyðarástand

Airbnb.org deilir hagnýtum ráðum til að taka á móti fólki sem hefur lent í áföllum
Airbnb skrifaði þann 25. ágú. 2023
3 mín. lestur
Síðast uppfært 25. ágú. 2023

Aðalatriði

Hafir þú áður tekið á móti gestum í gegnum Airbnb hefur þú líklega varið miklum tíma í að hugsa um hvernig þú getir látið gestum líða vel í eign þinni.

Þegar þú býður neyðargistingu í gegnum Airbnb.org gætir þú einnig verið að velta því fyrir þér hvernig þú getir tekið á móti gestum sem eru að ganga í gegnum áföll.

Fólk sem yfirgefur heimili sitt í leit að öryggi, oft með litlum fyrirvara, gæti haft aðrar áhyggjur og væntingar heldur en orlofsferðamenn. Það er ein ástæða þess að Airbnb.org á í samstarfi við góðgerðasamtök sem sérhæfa sig í stuðningi við fólk sem flýr átök og náttúruhamfarir. Þessi samtök bjóða stundum alhliða þjónustu meðan á dvöl gesta stendur.

Sérhæft þjónustuver Airbnb.org stendur þér og gestum þínum til boða ef flókin mál koma upp. Það veitir gestum aðstoð óháð þjóðerni, kynþætti, uppruna eða því hvernig þeir skilgreina sig.

Ábendingar um skipulagningu eignarinnar

Einkarými sem er þægilegt og öruggt er ómetanlegt fyrir fjölskyldu sem hefur gengið í gegnum áföll. Margir hafa ekki haft aðgang að eldhúsi til að elda í eða stofu fyrir samverustundir frá því að þeir yfirgáfu heimili sín.

Hér eru nokkrar leiðir til að gera eign þína hlýlegri:

  • Hlúðu að hlýleika og þægindum í eigninni til að hjálpa fólki að slaka á. Hrein rúmföt, algengar snyrtivörur og nauðsynjar í eldhúsið geta hjálpað fólki að koma sér fyrir, jafnvel þótt það dvelji aðeins í nokkra daga.
  • Sumir gestir gætu óttast um öryggi sitt. Reyndu að ganga úr skugga um að svæði eins og innkeyrslur og inngangar séu vel upplýst. Passaðu að allar læsingar, gluggatjöld og gardínur virki. Láttu vita ef búast má við háværum hljóðum eins og flugvélum sem fljúga beint fyrir ofan húsnæðið eða sorphirðustarfsfólki sem sinnir störfum í kringum húsið snemma morguns.
  • Fólk sem upplifir áföll og miklar breytingar gæti átt erfitt með að muna upplýsingar. „Þú nærð ekki utan um hugsanir þínar og getur ekki unnið úr þeim,“ sagði einn gestur sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna eldsvoða í Kaliforníu. „Það er svo yfirþyrmandi að maður verður ófær um að sinna einföldustu hlutum sem verður til þess að maður slekkur næstum því á sér.“ Aðstoð á sjónrænu formi getur komið gestum að gagni. Hægt er bjóða gestum útprentað kort af hverfinu þar sem heimilisfang eignarinnar kemur fram.
  • Ef þú talar ekki sama tungumál og gestir þínir gætir þú leitað til góðgerðasamtaka eða fyrirtækja á staðnum sem bjóða þýtt efni á því tungumáli sem gestirnir skilja. Njóti gestirnir aðstoðar málastjóra frá einum góðgerðasamtökunum sem starfa með Airbnb.org gæti viðkomandi hugsanlega orðið að liði.

Ábendingar um samskipti við gesti

Myndun persónulegra tengsla við gesti er einn helsti ávinningur gestaumsjónar að mati margra gestgjafa. Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga þegar átt er í samskiptum við gesti sem hafa nýlega lent í áföllum.

  • Gagnsæi og samræmi eru mikilvægir þættir. Láttu gesti vita fyrir fram ef einhver kemur til að sinna viðhaldi í eða við húsið og eins ef þú þarft að líta við.
  • Þegar þú spjallar við gestina skaltu leggja áherslu á spurningar sem varða dvöl þeirra frekar en áföllin sem þeir hafa nýlega lent í. „Ég spurði almennra spurninga eins og ‚hvaðan kemur þú?‘ og ‚hvernig gekk ferðalagið?‘“, sagði Mary sem tók á móti flóttafólki frá Úkraínu. „Gestir þínir munu láta þig vita ef þeir vilja ræða upplifun sína nánar,“ bætti hún við. Með því að virða einkalíf þeirra gefur þú þeim andrúm til að jafna sig og ná sér á ný.
  • Sýndu nærgætni og lestu í gesti þína til að átta þig á því hvernig þeir vilja haga samskiptum ykkar á milli. Sumir gætu kosið að halda sig innan fjölskyldunnar. Aðrir gætu leitað til þín varðandi aðstoð við að byggja upp tengslanet innan samfélagins.

Stuðningur þinn skiptir sköpum

Takk fyrir hugulsemina og áhuga þinn á að bjóða aðstöðu þína og tíma. Frekari upplýsingar um undirbúning fyrir neyðargistingu má finna í greinum og myndböndum í handbók Airbnb um gestaumsjón í úrræðamiðstöðinni.

Aðalatriði

Airbnb
25. ágú. 2023
Kom þetta að gagni?