Að blanda saman afslætti og reglusettum

Kynntu þér hvernig afsláttum er forgangsraðað í því skyni að bjóða samkeppnishæft verð.
Airbnb skrifaði þann 8. ágú. 2024
Síðast uppfært 8. ágú. 2024

Ýmsir þættir ráða því hvernig gistináttaverð er reiknað út þegar þú býður mismunandi afslætti, sameinar afslætti og reglusett eða býður sérsniðin kynningartilboð.

Svona er afsláttum forgangsraðað

Ef þú býður fleiri en eina tegund afsláttar fyrir sama tímabil, mun aðeins ein tegund afsláttar gilda um hverja nótt. Forgangshæsti afslátturinn mun alltaf gilda umfram aðra afslætti. 

Afsláttum er forgangsraðað með eftirfarandi hætti:

  1. Kynningartilboð fyrir nýskráningu
  2. Sérsniðið kynningartilboð
  3. Afsláttur vegna lengd dvalar
  4. Forkaupsafsláttur
  5. Afsláttur á síðustu stundu

Dæmi:

  • Sérsniðna kynningartilboðið hjá þér í júlí gerir ráð fyrir 20% afslætti af gistináttaverðinu sem samsvarar USD 120.
  • Mánaðarafslátturinn hjá þér vegna dvalarlengdar gerir ráð fyrir 30% afslætti af sama gistináttaverði, eða USD 120.
  • Sérsniðna kynningartilboðið, eða 20% afslátturinn, gildir umfram mánaðarafsláttinn vegna dvalarlengdar fyrir gest sem bókar allan júlímánuð þar sem afslátturinn þinn vegur þyngra.
  • Gesturinn greiðir USD 96 fyrir nóttina.

Að blanda saman afslætti og reglusettum

Reglusett njóta ávallt forgangs. Viðbótarafsláttur reiknast út miðað við verð reglusetts. 

Dæmi:

  • Gistináttaverð reglusetts þíns í júlí er USD 100 í stað USD 120.
  • Sérsniðna kynningartilboðið þitt gerir ráð fyrir 20% afslætti.
  • Gesturinn þinn fær 20% afslátt af USD 100 á nótt vegna þess að reglusettið þitt gildir á undan sérsniðna kynningartilboðinu.
  • Gesturinn greiðir USD 80 fyrir nóttina.

Að bæta við afslætti sem fæst ekki endurgreiddur

10% afslátturinn vegna bókunar sem fæst ekki endurgreidd bætist við gistináttaverðið hjá þér eftir að aðrir afslættir hafa verið reiknaðir út. 

Dæmi:

  • Gistináttaverð reglusetts þíns í júlí er USD 100 í stað USD 120.
  • Sérsniðna kynningartilboðið hjá þér gerir ráð fyrir 20% afslætti af verði reglusettsins, eða USD 80 fyrir hverja nótt.
  • Gesturinn þinn velur valkostinn sem fæst ekki endurgreiddur og fær 10% afslátt af afsláttarverðinu sem er USD 80.
  • Gesturinn greiðir USD 72 fyrir nóttina.

Svona eru sérsniðin kynningartilboð reiknuð út

Þegar þú setur upp sérsniðið kynningartilboð reiknast gistináttaverðið hjá þér út frá miðgildisverði síðustu 60 daga. Öll gistináttaverðin sem þú hefur stillt yfir tímabil kynningartilboðsins eru flokkuð frá lægsta til hæsta verðs og verðið sem fellur fyrir miðju er miðgildisverðið.

Dæmi:

  • Síðustu 60 daga hefur verðið hjá þér verið USD 100 á nótt fyrstu 30 dagana og USD 125 á nótt síðari 30 dagana.
  • Airbnb reiknar út meðaltal þessara tveggja verða til að fá miðgildisverðið sem er USD 112,50.
  • Kynningartilboðið hjá þér gerir ráð fyrir 20% afslætti af miðgildisverðinu (USD 112,50).
  • Gesturinn greiðir USD 90 fyrir nóttina.

Ef miðgildisverð síðustu 60 daga er ekki til staðar uppfyllir skráning ekki skilyrðin til að bjóða sérsniðið kynningartilboð eða afslátt á síðustu stundu. Viðkomandi dagsetning verður að vera: 

  • Laus eins og stendur
  • Laus undanfarna 28 daga af 60
  • Innan 90 daga frá deginum í dag

Á sumum stöðum gætu ákveðnir eiginleikar auglýsinga á kynningartilboðum, eins og yfirstrikun, ekki birst. Forgangur afsláttar á ekki við um skráningar sem nota verðlíkan tengds API-hugbúnaðar sem byggir á dvalarlengd bókana. 

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
8. ágú. 2024
Kom þetta að gagni?