Umsjón með verðstillingum

Nýttu þér afslætti og sérsníddu reglusett til að vekja áhuga gesta.
Airbnb skrifaði þann 4. jan. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 4. jan. 2024

Samkvæmt gögnum okkar voru skráningar þar sem verði var breytt minnst fjórum sinnum á ári, með yfir 30% fleiri bókaðar gistinætur en þær sem gerðu það ekki.

Sumir gestgjafar með margar eignir á skrá segja okkur að þeir uppfæri verðið ekki oft sökum þess hvað það getur verið tímafrekt. Afslættir eru einföld leið til að breyta verði á nótt í samræmi við tilteknar aðstæður. Reglusett hjálpa þér að sérsníða verðstefnu þína á skilvirkan hátt.

Að velja afslætti

Veltu fyrir þér kostum mismunandi tegunda afslátta til að velja þá sem henta eignum þínum best.

  • Afsláttur vegna lengd dvalar: Lækkaðu verðið hjá þér fyrir dvalir sem vara frá 2 dögum til 12 vikna. Með þessum hætti getur þú aukið meðallengd dvala í eignum þínum, minnkað umstang á milli gesta og bætt stöðu skráningarinnar í leitarniðurstöðum á Airbnb.
  • Afsláttur á síðustu stundu: Lækkaðu verðið hjá þér eftir því sem styttist í innritun. Með þessum hætti ertu líklegri til að fylla upp í óbókaðar gistinætur og auka tekjurnar.
  • Forkaupsafsláttur: Bættu við afslætti fyrir bókanir sem gerðar eru frá einum til 24 mánuðum fyrir innritun og fáðu þannig nægar bókanir með góðum tekjugrundvelli fyrir komandi árstíðir.
  • Nýskráningartilboð: Bjóddu 20% afslátt af fyrstu þremur bókunum hjá nýjum skráningum. Auktu líkur á því að fá bókanir og umsagnir fyrr.

Svona birtast afslættir gestum með tilliti til prósentuhlutfalls afsláttar.

  • 1% eða meira: Afsláttur birtist gestum í sundurliðun á verði skráningarinnar (ef viðkomandi hafa ekki kveikt á birtingu heildarverðs) og á greiðslusíðunni.
  • 10% eða meira: Gestir sjá yfirstrikað verð í leitarniðurstöðum ásamt ofantöldum atriðum.
  • 20% eða meira: Gestir sem hafa nýlega leitað að skráningum á þínu svæði gætu séð skráningarnar þínar í tölvupóstum frá Airbnb ásamt ofantöldum atriðum.

Í nóvember 2023 var um fjórðungur bókaðra gistinátta þar sem um lengri gistingu var að ræða, fyrir ferðir sem vörðu í þrjá mánuði eða lengur. Gestir sem hyggja á lengri gistingu leita yfirleitt að skráningum með afslætti.

Svona getur þú nýtt þér reglusett fyrir verð og framboð

Ef þú vilt ekki bjóða afslátt af öllum lausum dagsetningum gera reglusett þér kleift að laga gistináttaverð og dagatalsstillingar að ákveðnum þáttum. Þú getur notað reglusett jafnt fyrir staka skráningu og margar skráningar.

Taktu tillit til árstíma við val á reglusettum. Segjum sem dæmi að eftirspurnin þar sem þú ert sé breytileg eftir árstíðum. Þú gætir útbúið reglusett sem breytir stillingunum hjá þér þegar bókanir eiga það til að vera fáar. Þú gætir valið að bjóða forkaupsafslátt og afslátt vegna lengd dvalar, lengja hámarksdvöl og heimila bókanir samdægurs til að auka líkur á að gestir bóki lausar dagsetningar.

Auk afslátta getur þú breytt þessum framboðsstillingum í reglusetti.

  • Kröfur um lengd ferðar: Tilgreindu lág- og hámarksdvöl sem þú getur sérsniðið eftir dögum.
  • Inn- og útritunarkröfur: Tilgreindu inn- og útritunardaga gesta.

Uppsetning reglusetta

Til að nýta þér reglusett skaltu fyrst ganga úr skugga um að þú hafir aðgang að verkfærum faggestgjafa. (Ef þú ert með sex eða fleiri eignir á skrá hefur þú sjálfkrafa aðgang að slíkum verkfærum.) Þessi verkfæri eru aðeins aðgenginleg úr tölvu.

Svona útbýrð þú nýtt reglusett:

  1. Opnaðu fjöleignadagatalið.
  2. Tilgreindu gildistímabil tiltekins reglusetts.
  3. Veldu reglurnar úr valmyndinni.
  4. Smelltu á útbúa nýtt reglusett.
  5. Nefndu reglusettið (t.d. „háannatími“).
  6. Smelltu á sérsníða við hliðina á reglunni sem þú vilt bæta við.
  7. Tilgreindu verð- og framboðsreglur hjá þér.
  8. Smelltu á vista.
  9. Smelltu á hætta við til að fjarlægja reglu.

Svona breytir þú fyrirliggjandi reglusetti:

  1. Opnaðu fjöleignadagatalið.
  2. Smelltu á reglusett.
  3. Flettu niður að reglusettinu sem þú vilt breyta og smelltu á breyta.

Reglusett fyrir gistináttaverð gilda umfram reglusett fyrir afslætti. Reglusett haldast í gildi jafnvel þótt kveikt sé á snjallverði.

*Byggt á gögnum Airbnb um virkar skráningar frá og með júlí 2022

Ef þú notar API-tengdan hugbúnað getur þú notað þessa eiginleika í hugbúnaðinum þínum ef þjónustuveitandi þinn hefur samþætt þá. Ef svo er ekki skaltu hafa samband við þjónustuveitanda þinn til að komast að því hvenær eiginleikarnir verða í boði.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
4. jan. 2024
Kom þetta að gagni?