Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Ástæða þess að verðið hjá þér gæti birst öðruvísi í leitarniðurstöðum

Við erum að prófa nýja leið til að sýna gestum heildarverðið hjá þér.
Airbnb skrifaði þann 8. des. 2023

Aðalatriði

  • Við höfum verið að prófa nýjar leiðir til að sýna verð í leitarniðurstöðum

  • Í nýrri tilraun er gestum aðeins sýnt heildarverð gistingar í leitarniðurstöðum

  • Prófunin hefur hvorki áhrif á greiðslufjárhæð gesta né útborganir til gestgjafa

Frá því í fyrra höfum við prófað ýmsar leiðir til að sýna verð á gistingu í leitarniðurstöðum.

Sums staðar er gestum sýnt bæði gistináttaverð og heildarverð í leitarniðurstöðum. Frá og með þessum mánuði erum við að kynna nýja verðtilraun með áherslu á heildarverð skráninga fyrir suma gesti sem leita að gistingu, þar á meðal gistináttaverð, þjónustugjald Airbnb og öll gjöld fyrir ræstingar, gæludýr eða viðbótargesti.

Markmiðið er að gera upplifun gesta við bókun einfaldari, fljótvirkari og skýrari. Þetta þarftu að vita um verðtilraunina og hvernig koma má athugasemdum á framfæri.

Hvernig gengur þessi verðprófun fyrir sig?

Sums staðar er gestum aðeins sýnt heildarverð gistingar við hliðina á skráningum í leitarniðurstöðum. Heildarverðið er án skatta sem eru gefnir upp í sérlínu á greiðslusíðunni.

Prófunin á við um gesti sem leita sér að gistingu á ákveðnum stöðum um allan heim. Á prófunartímabilinu geta gestir séð borða með upplýsingum um breytinguna á skráningarsíðum.

Hefur þessi verðprófun áhrif á útborgunina til mín?

Nei. Þetta hefur hvorki áhrif á greiðslur gesta né útborganir til gestgjafa.

Þú hefur ávallt stjórn á verðinu sem þú setur fyrir eignina þína. Þú getur breytt gistináttaverði í hlutanum um verð og framboð undir skráningarupplýsingum meðan prófanir standa yfir.

Af hverju er Airbnb að gera þessa tilraun?

Við hönnuðum núverandi þjónustu okkar til að sundurliða mismunandi gjöld og skatta þannig að einfalt sé fyrir gesti að átta sig á mögulegum gjöldum áður en gengið er frá greiðslu. Við höfum orðið vör við verulega aukning á ferðalögum á Airbnb undanfarið ár og þrátt fyrir að við teljum framsetninguna hjá okkur virka vel reynum við stöðugt að bæta upplifun allra.

Með því að prófa mismunandi leiðir til að birta verð á skráningum vonumst við til að greina hvort nýtt snið geti fjölgað bókunum gestgjafa og þjónað alþjóðasamfélaginu okkar betur.

Er eitthvað annað sem ég ætti að vita af?

Þú getur alltaf uppfært skráningarlýsinguna þína til að leggja áherslu á það sem ber af við þig og eignina þína, hvort sem hún er innan eða utan svæðisins sem tilraunin nær yfir.

Þú getur einnig breytt og fínstillt verðlagningu með nýja tólinu fyrir forskoðun verðs. Tólið sýnir sundurliðun heildarverðsins sem gestur greiðir og útborgun þína — beint frá gestgjafaaðganginum.

Endilega sendu okkur athugasemdir meðan við prófum nýjar leiðir til að sýna verð í leitarniðurstöðum. Láttu okkur vita hvað þér finnst um tilraunina og við þökkum þér auðvitað eftir sem áður fyrir að vera gestgjafi hjá okkur

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Við höfum verið að prófa nýjar leiðir til að sýna verð í leitarniðurstöðum

  • Í nýrri tilraun er gestum aðeins sýnt heildarverð gistingar í leitarniðurstöðum

  • Prófunin hefur hvorki áhrif á greiðslufjárhæð gesta né útborganir til gestgjafa

Airbnb
8. des. 2023
Kom þetta að gagni?