Ástæða þess að gistináttaverð hjá þér gæti litið öðruvísi út
Aðalatriði
Við erum að prófa nýjar leiðir til að sýna verð í leitarniðurstöðum á Airbnb
Markmiðið er að greina hvort önnur snið geti fjölgað bókunum
Prófunin hefur ekki áhrif á greiðslufjárhæð gesta eða útborganir til gestgjafa á nokkurn hátt
Í lok september munum við prófa mismunandi leiðir til að birta verð á gistingu í leitarniðurstöðum skráningar, þar á meðal öll gjöld. Markmiðið er að skapa bókunarupplifun sem er einfaldari, fljótvirkari og skýrari fyrir gesti. Þetta þarftu að vita um verðtilraunina og hvernig þú getur komið athugasemdum á framfæri.
Hvernig gengur þessi verðprófun fyrir sig?
Í prófuninni er valið af handahófi hvernig verðupplýsingar eru kynntar fyrir gestum með mismunandi sniði. Í leitarniðurstöðum sýna sniðin gistináttaverð eða heildarkostnað ferðar, þ.m.t. ræstingagjöld Airbnb og þjónustugjöld. Skattar eru gefnir upp í sérlínu á greiðslusíðunni.
Prófunin á við um gesti sem leita sér að gistingu á ákveðnum stöðum um allan heim. Á prófunartímabilinu geta borðar af mismunandi stærðum birst á skráningum sem láta gesti vita af breytingunni.
Hefur þessi verðprófun áhrif á útborgunina til mín?
Nei. Þetta hefur engin áhrif á fjárhæðina sem gestur greiðir og útborganir til gestgjafa.
Þú hefur ávallt stjórn á verðinu sem þú setur fyrir eignina þína. Í prófuninni getur þú breytt gistináttaverði í hlutanum um verð og framboð í skráningarupplýsingum.
Af hverju þarf gistináttaverð að líta öðruvísi út?
Við hönnuðum núverandi þjónustu okkar til að sundurliða mismunandi gjöld og skatta svo að gestir átti sig fullkomlega á mögulegum gjöldum áður en þeir greiða. Undanfarið ár hefur orðið veruleg aukning á ferðalögum á Airbnb og þrátt fyrir að við teljum að núverandi snið okkar virki vel reynum við stöðugt að bæta upplifun allra.
Með því að prófa mismunandi leiðir til að birta verð á skráningum vonumst við til að greina hvort nýtt snið geti fjölgað bókunum gestgjafa og þjónað alþjóðasamfélaginu okkar betur.
Hvað get ég gert til að styðja þessa prófun?
Þú getur alltaf uppfært skráningarlýsinguna þína til að leggja áherslu á það sem er einstakt við þig og eignina þína sem og virði þess sem þú býður upp á, hvort sem eign þín er á svæði sem er hluti af tilrauninni eða ekki.
Við tökum á móti athugasemdum um allt sem við gerum, þar á meðal hvernig verð birtist í leitarniðurstöðum skráningar.
Aðalatriði
Við erum að prófa nýjar leiðir til að sýna verð í leitarniðurstöðum á Airbnb
Markmiðið er að greina hvort önnur snið geti fjölgað bókunum
Prófunin hefur ekki áhrif á greiðslufjárhæð gesta eða útborganir til gestgjafa á nokkurn hátt