Hvernig verðstefna er sett

Með rétta verðinu er auðveldara að höfða til gesta og auka tekjurnar á Airbnb.
Airbnb skrifaði þann 1. des. 2020
2 mín. lestur
Síðast uppfært 20. nóv. 2023

Verð er eitt af því helsta sem gestir hafa í huga þegar þeir velja sér gistingu. Það eru góðar líkur á því að þú missir af bókunum, sama hve dásamleg eignin þín er, ef verðið er hærra en á sambærilegum eignum í nágrenninu.

Skráningar þar sem verði var breytt fjórum sinnum árið 2022 voru með yfir 30% fleiri bókaðar gistinætur en þær sem gerðu það ekki.*Nýttu þér þessar ábendingar til að finna út hvaða verðstefna hentar þér.

Þekktu svæðið þitt

Notaðu dagatalið þitt til að bera verðið hjá þér saman við meðalverð sambærilegra eigna í nágrenninu á kortinu af svæðinu þar sem þú ert. Þú getur valið hvort þú skoðar bókaðar eða óbókaðar eignir.

Svona berðu saman verð á kortinu:

  • Veldu tiltekna dagsetningu eða allt að 31 daga tímabil.

  • Pikkaðu eða smelltu á gistináttaverðið og svo á hnappinn sem sýnir pinna fyrir staðsetningu með textanum „álíka eignir“ og verðbili.

Verðin á kortinu endurspegla meðalverð bókaðra eða óbókaðra eigna fyrir tiltekna daga. Þættir sem tekið er tillit til við val sambærilegra eigna eru meðal annars staðsetning, stærð, eiginleikar, þægindi, einkunnir, umsagnir og skráningar sem gestir eiga til með að skoða sem annan valkost samhliða þinni.

Bjóddu besta virðið

Skilningur á því hvað gestir borga getur hjálpað þér að bjóða besta virðið á sama tíma og þú vinnur að tekjumarkmiðum þínum. Heildarverðið felur í sér gistináttaverðið, ásamt viðbótargjöldum sem þú setur (vegna ræstinga, viðbótargesta eða gæludýra), þjónustugjöldum Airbnb og sköttum.

Samkeppnishæft verð getur aukið sýnileika skráningar þinnar og stuðlað að því að hún birtist ofar í leitarniðurstöðum. Reikniritið forgangsraðar heildarverði og hversu vel eign þín stenst samanburð við sambærilegar eignir í nágrenninu.

Gestir átta sig mögulega ekki á sumum kostnaðarþáttum sem þú tekur mið af við útreikning verðsins. Býður þú upp á viðbótarþægindi eins og fullbúinn morgunverð, lúxusbaðvörur eða streymisveitur? Tilgreindu það í skráningarlýsingunni til að gestir átti sig á því sem felst í verðinu.

Íhugaðu afslætti og kynningartilboð

Afslættir og kynningartilboð gera þér kleift að bjóða lægra verð við tilteknar aðstæður án þess að breyta almennu gistináttaverði hjá þér. Tólin taka tillit til mismunandi aðstæðna, eins og þegar tekið er á móti fyrsta gestinum eða lengri gisting boðin.

  • Nýskráningar: Með því að bjóða 20% afslátt af gistináttaverðinu fyrir splunkunýju skráninguna þína getur þú aukið líkurnar á því að fá fyrstu þrjár bókanirnar fyrr. Samkvæmt gögnum Airbnb fá gestgjafar sem bjóða þetta kynningartilboð á fyrstu 30 dögunum eftir að skráning er birt, fyrstu bókun sína fyrr.

  • Lengri gisting: Með viku- og mánaðarafslætti getur þú aukið nýtingarhlutfallið hjá þér og minnkað umstang á milli bókana sem léttir undir með þér. Bókanir sem vara í viku eða lengur samanstanda af 46% bókaðra gistinátta á Airbnb árið 2022.

Þú getur breytt stillingum fyrir afslátt og kynningartilboð sem þú býður úr gestgjafadagatalinu þínu.

*Miðað við skráningar á heimsvísu (að Kína, Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og Úkraínu undanskildum) sem voru með eina eða fleiri lausar nætur frá janúar til desember 2022 og voru ekki með kveikt á snjallverði. Aðrir þættir hafa áhrif á bókaðar gistinætur.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
1. des. 2020
Kom þetta að gagni?