Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  9. apríl: Spjall við yfirmann upplifana á Airbnb

  9. apríl: Spjall við yfirmann upplifana á Airbnb

  Fáðu nýjustu fréttirnar um netupplifanir og framlínugistingu oftar en 100.000 sinnum.
  Höf: Airbnb, 9. apr. 2020
  25 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 28. apr. 2020

  Brian Chesky, forstjóri, hóf spjall vikunnar á því að fara yfir stöðu ferðaþjónustu í heiminum. Nú halda 4 milljarðar manna sig heima við, landamærum er enn lokað og mörg flugfélög hafa lent flotum sínum. Ferðaiðnaðurinn á í verulegum erfiðleikum og við vitum að gestgjafar finna fyrir áhrifunum.

  Margar vonarglætur eru þó á lofti og það á sérstaklega við um það sem er að gerast meðal samfélagsmeðlima okkar. Svo mörg ykkar finnið fleiri leiðir til að taka á móti gestum og mynda tengsl. Allt frá því að hýsa viðbragðsaðila vegna COVID-19 til að kveikja töfraneista upplifana á Airbnb að heiman.

  Brian talaði um þetta allt og fleira. Hér eru nokkrir lykilpunktar úr því sem hann sagði í nýjustu gestgjafafréttunum:

  Spennandi áfangi í verkefni okkar fyrir framlínugistingu

  Fyrir aðeins tveimur vikum byrjuðum við að bjóða framlínugistingu til að útvega húsnæði fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem berst gegn COVID-19 um allan heim. Og hin ótrúlegu viðbrögð gestgjafa okkar hafa glætt okkur nýju lífi. Þið hafið þegar boðið meira en 100.000 sinnum gistiaðstöðu til viðbragðsaðila vegna COVID-19 miðað við daginn í dag.

  Framlínugistingin er bara eitt annað dæmi um þrautseigju og gjafmildi gestgjafa á Airbnb. Við erum ótrúlega þakklát fyrir allt sem þið gerið.

  Gagnsæi vegna gjaldgengiskrafna fyrir hjálparsjóð ofurgestgjafa

  Okkur er ánægja að tilkynna 7 milljón Bandaríkjadala viðbót við hjálparsjóð ofurgestgjafa. Sjóðurinn hefur nú 17 milljón Bandaríkjadali til aðstoðar. Mörg ykkar veltið því fyrir ykkur af hverju gestgjöfum með tvær eða fleiri skráningar er ekki heimilt að sækja um. Markmið þessa verkefnis er að hjálpa fólki sem fær gesti inn á heimili sitt og við munum gefa gestgjöfum forgang eftir því hve lengi þeir hafa verið hjá Airbnb og hve mikið tekjur þeirra lækkuðu vegna COVID-19. Við ætlum að bjóða gjaldgengum gestgjöfum fyrir 15. maí og úthluta styrkjum fyrir 31. maí.

  Þangað til leitum við annarra leiða til að hjálpa fjölbreyttum hópi gestgjafa okkar. Það fyrsta sem við gerum er að gefa öllum sem voru metnir ofurgestgjafar 1. apríl sjálfkrafa stöðu ofurgestgjafa í júlí. Það þýðir að ef þú varst ofurgestgjafi í apríl heldur þú stöðu þinni óháð afbókunum og bókunarhlutfalli. Frekari upplýsingar um hjálparsjóð ofurgestgjafa

  Aðstoð fyrir gestgjafa með sveigjanlegar afbókunarreglur

  Í síðustu viku sögðum við frá 250 milljón Bandaríkjadala fjárfestingu okkar til að deila kostnaði af afbókunum vegna COVID-19. Við borgum 25% af því sem hefði verið greitt út samkvæmt afbókunarreglum hjá gestgjöfum sem verða fyrir þessum afbókunum samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur.

  Þar sem þessar reiðufjárgreiðslur fara eftir því hve miklu hefði verið haldið eftir samkvæmt afbókunarreglum ykkar gætu verið minni líkur á því að þau ykkar sem bjóðið sveigjanlega og hóflega afbókunarreglu njótið góðs af þeim. Við erum þó að vinna að öðrum lausnum til að styðja við ykkur. Við höfum kynnt nýja leitarsíu svo að gestir eigi auðveldara með að finna skráningar ykkar og við erum einnig að auka sýnileika þeirra með öðrum leiðum. Þetta virðist vera það sem gestir vilja og hlutfall bókana með sveigjanlegri afbókunarreglu er orðið 15% hærra en það var fyrir COVID-19.

  Ný leið til að ná saman: Netupplifanir

  Eftir að hafa gert hlé á upplifunum á Airbnb í síðasta mánuði höfum við heyrt frá ótal gestgjöfum sem vildu fá gesti áfram og sem telja sig geta boðið jafn sterk tengsl á Netinu. Það gleður okkur því að kynna netupplifanir en hugmyndin er alfarið frá gestgjöfum komin! Með netupplifunum geta gestgjafar unnið fyrir sér, deilt áhugamálum sínum og tengst öðrum, hvort sem er fyrir einstakling sem vill læra eitthvað nýtt eða samstarfshóp í teymiseflingu. Við vinnum einnig með staðbundnum stofnunum til að bjóða netupplifanir eldri borgurum sem gætu verið einmana og einangraðir eins og er. Gestgjafar bjóða nú þegar netupplifanir á borð við töfrakennslu, matreiðslutíma, leiðsögn í hugleiðslu og fleira.

  Hefur þú áhuga á að bjóða netupplifun? Við munum bjóða gestgjöfum sérsniðna stoðþjónustu við að setja saman, taka upp og deila efni á Netinu. Frekari upplýsingar er að finna á Airbnb.com/OnlineHost

  Verum í sambandi

  Athugasemdir ykkar hafa skipt meira máli en nokkru sinni fyrr þegar við leitum leiða í gegnum þennan ólgusjó. Stór hluti athugasemda ykkar byggir á persónulegum sögum, spurningum og tillögum og við munum leita fleiri leita til að tengjast ykkur.

  Við munum áfram hlusta á gestgjafa um allan heim og við munum færa ykkur reglulegar gestgjafafréttir með Brian á Airbnb.com/live.

  Takk fyrir að fylgjast með!

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Hvað varðar upptöku af fréttum frá forstjóra: Myndskeiðið er til á brasilískri portúgölsku, frönsku, þýsku, ítölsku, japönsku, kóresku, rússnesku, einfaldaðri kínversku og spænsku. Þú getur valið tungumálið sem þú vilt með veljaranum neðst á síðunni. Samhliðatúlkun á gestgjafafréttum með Brian Chesky forstjóra er til að auðvelda samskipti en skal ekki teljast gild eða orðrétt skjalfesting á því sem fram fer. Upphafleg ræða Brian á ensku telst ein fullgild.

  Airbnb
  9. apr. 2020
  Kom þetta að gagni?