Nýtt stjórnborð gefur þér skýra mynd af tekjum þínum

Yfirfarðu tekjur með einföldum hætti, nálgastu útborgunarupplýsingar og sæktu skýrslur.
Airbnb skrifaði þann 8. nóv. 2023
2 mín. lestur
Síðast uppfært 30. nóv. 2023

Það er einfaldara að halda utan um gistireksturinn þegar þú getur nálgast allar tekjuupplýsingar þínar á einum stað. Endurhannaða tekjustjórnborðið okkar gerir þetta mögulegt.

Þú getur nálgast sérsniðnar skýrslur, síur og leit ásamt ítarlegri sundurliðun á greiddum og væntanlegum útborgunum.

Tekjurnar þínar

Þú getur opnað nýja stjórnborðið í valmyndaflipanum. Veldu tekjur til að opna það. Efst á síðunni sýnir gagnvirkt graf eftirfarandi:

  • Mánaðarlegar tekjur þínar undanfarna sex mánuði
  • Hve mikið þú hefur þénað í mánuðinum fram að þessu
  • Áætlaðar tekjur þínar næstu sex mánuði miðað við bókanir á næstunni

Ársyfirlit fram til dagsins í dag

Fyrir neðan tekjugrafið getur þú opnað ársyfirlit fram til dagsins í dag sem reiknar út tekjur þínar frá 1. janúar á líðandi ári. Yfirlitið sýnir vergar tekjur þínar, sem er heildarupphæðin sem þú vinnur þér inn að undanskildum frádrætti. Hver frádráttur kemur fram á sér línu og hreinar heildartekjur þínar koma bram beint fyrir neðan.

Þú kemur til með að sjá eftirfarandi:

  • Vergar tekjur
  • Staðgreiðsluskatt
  • Frádregin þjónustugjöld
  • Allar leiðréttingar
  • Hrein heildarlaun

Útborgunarupplýsingar

Stjórnborðið leggur áherslu á væntanlegar og nýlegar útborganir. Þær koma fram beint fyrir neðan tekjuyfirlitið þitt.

Opnaðu tiltekna útborgun til að fá færsluupplýsingar, þar á meðal:

  • Sundurliðun á verði
  • Dagsetningu greiðslu eða áætlaða dagsetningu hennar
  • Tiltekinn bókunarkóða
  • Nafn gests og ljósmynd
  • Allar aðrar upplýsingar sem eiga við, svo sem útborganir til samgestgjafa, beiðnir í úrlausnarmiðstöðinni eða reglulegir styrkir til Airbnb.org

Leit og síur

Allar útborganir eru skráðar í tímaröð til að auðvelda þér að fletta í gegnum færsluskrána þína. Finndu tilteknar útborganir með því að leita að nákvæmri greiðslufjárhæð eða staðfestingarkóða bókunar.

Þú getur einnig valið um að sía útborganir eftir:

  • Dagsetningu, þar á meðal tilteknum tímabilum
  • Skráningu. Þú getur valið eina eða fleiri skráningar í senn
  • Útborgunarmáta. Þú getur valið einn eða fleiri útborgunarmáta í senn

Sérsniðnar skýrslur

Þú getur búið til tekjuskýrslur í nokkrum einföldum skrefum:

  • Opnaðu allan listann yfir greiddar eða ógreiddar útborganir og pikkaðu á sækja skýrslu
  • Veldu hvort þú vilt opna skýrsluna á tækinu þínu eða senda þér hana í tölvupósti sem viðhengi
  • Tilgreindu hvaða upplýsingar þú vilt taka til greina í skýrslunni, svo sem útborgunarmáta, bókunardagsetningu og staðfestingarkóða bókunar
  • Pikkaðu á útbúa skýrslu

Stillingar og skjöl

Þú finnur útborgunarstillingar þínar, skattaupplýsingar og önnur gagnleg tekjuskjöl neðst á stjórnborðinu.

Nýja tekjustjórnborðið er hluti af vetrarútgáfu Airbnb 2023. Fáðu forsýn og byrjaðu að nota nýju eiginleikana í dag.

Notendaupplifun getur verið mismunandi eftir staðsetningu.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
8. nóv. 2023
Kom þetta að gagni?