Skráðu þig í þjónustu samgestgjafa
Nú getur þú boðið gestgjöfum með eignir á þínu svæði einstaklingsbundna aðstoð í gegnum þjónustu samgestgjafa. Þjónusta samgestgjafa er tilvalin til þess að:
- Koma þér og þjónustu þinni á framfæri.
- Auglýsa verðið hjá þér.
- Kynnast mögulegum samstarfsaðilum.
- Starfa sjálfstætt á eigin forsendum.
Hver sá sem leitar að samgestgjafa getur nýtt sér þjónustuna til að finna og ráða framúrskarandi samstarfsaðila á staðnum.
Þjónusta samgestgjafa stendur til boða í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Mexíkó, Spáni, Bretlandi og í Bandaríkjunum. Þjónustan kemur til með að standa til boða í fleiri löndum á árinu 2025.
Þjónusta sem þú getur boðið upp á
Þjónustusíða samgestgjafa er tækifæri þitt til að koma þér og þjónustu þinni á framfæri. Veldu úr listanum yfir þjónustu sem samgestgjafar geta boðið upp á:
- Uppsetning skráningar
- Uppsetning á verði og framboði
- Umsjón með bókunarbeiðnum
- Skilaboð til gesta
- Aðstoð við gesti á staðnum
- Ræstingar og viðhald
- Myndataka af eign
- Innanhússhönnun og skreytingar
- Umsýsla með leyfum og heimildum fyrir heimagistingu
Þú getur einnig lýst allri viðbótarþjónustu sem þú býður upp á, svo sem landslagshönnun, viðskiptagreiningu og þjálfun í gestrisni.
Gestgjafar sem vilja fá aðstoð á svæðinu geta spurt þig spurninga og óskað eftir þjónustu þinni. Algóritmi leitarvélar þjónustunnar tekur mið af ýmsum þáttum til að hjálpa gestgjöfum að finna réttu samgestgjafana, þar á meðal gæðum, virkni og staðsetningu.
Þátttökuskilmálar
Þátttökuskilmálar þjónustu samgestgjafa eru eftirfarandi:
- Þú þarft að vera með virka skráningu sem gestgjafi eða samgestgjafi með annaðhvort fulla aðgangsheimild eða dagatals- og skilaboðaheimild.
- Þú þarft að hafa tekið á móti gestum tíu sinnum eða oftar sem gestgjafi eða samgestgjafi á Airbnb á síðustu 12 mánuðum eða séð um þrjár eða fleiri dvalir í minnst 100 nætur samtals.
- Þú verður að hafa viðhaldið 4,8 stjörnum eða meira í meðaleinkunn frá gestum á síðustu 12 mánuðum, fyrir allar skráningar þar sem þú ert gestgjafi eða samgestgjafi með fulla aðgangsheimild eða dagatals- og skilaboðaheimild.
- Afbókunarhlutfall þitt þarf að vera lægra en 3% nema að um gildar ástæður sé að ræða vegna aðstæðna sem þú hefur ekki stjórn á.
- Aðgangur þinn að Airbnb þarf að vera í góðu standi. Auðkenni þitt verður að vera staðfest og þú verður að uppfylla kröfur um nafn og ljósmynd til að birtast í þjónustunni.
Þú berð ábyrgð á því að kynna þér gildandi reglugerðir sem eiga við um þig og verða þér úti um tilskilin leyfi og opinbera skráningu. Sums staðar eru gerðar kröfur um að ákveðin þjónusta sé aðeins veitt af löggiltum fasteignasala.
Lestu þjónustuskilmála þjónustu samgestgjafa og kynntu þér algóritma leitarvélarinnar, staðfestingu auðkennis og gildar ástæður fyrir afbókunum í hjálparmiðstöðinni.
Þjónusta samgestgjafa stendur til boða í Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, Ástralíu, Mexíkó (þar sem hún er rekin af Airbnb Global Services Limited); Kanada (þar sem hún er rekin af Airbnb Living LLC); og Brasilíu (þar sem hún er rekin af Airbnb Plataforma Digital Ltda).
Gestgjafar í þjónustu samgestgjafa skera sig frá öðrum fyrir háar einkunnir, lágt afbókunarhlutfall og mikla reynslu af gestaumsjón á Airbnb. Einkunnir byggjast á umsögnum gesta fyrir skráningar þar sem viðkomandi er annað hvort gestgjafi eða samgestgjafi og endurspegla ekki endilega tiltekna þjónustu sem samgestgjafinn býður upp á.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.