Með þessum þægilegu verkfærum gestgjafa er hægt að ná til fleiri gesta

Prófaðu þessar ábendingar svo að upplifunin þín nái til fleiri.
Airbnb skrifaði þann 8. jún. 2022
3 mín. lestur
Síðast uppfært 8. jún. 2022

Aðalatriði

  • Upplifunin þín getur skarað fram úr með myndskeiði

  • Kynningartilboð eru frábær leið til að vekja áhuga gesta

  • Ef þú bætir aðgengiseiginleikum við geturðu myndað samband við fleiri gesti

Viltu ná til fleiri gesta og fá fleiri bókanir fyrir upplifunina þína? Við höfum hannað ýmis verkfæri fyrir gestgjafa, allt frá kynningartilboðum til einkabókunarhlekkja, til að hjálpa þér að gera það.

1. Bættu við myndskeiði með því sem stendur upp úr

Ef ein mynd segir meira en þúsund orð getur þú ímyndað þér hve miklu virði myndband bætir við staðbundnu upplifunina þína! Veldu fimm til tíu myndskeið sem þér finnst standa upp úr og settu þau inn með því að nota myndbandsflipann í þínar upplifanir. Við skeytum þeim saman í stutt kynningarmyndband með tónlist til að leggja áherslu á það helsta úr upplifun þinni.

Frekari upplýsingar um að útbúa myndband fyrir staðbundna upplifun

2. Leyfðu aðeins bókanir einkahópa

Með þessu tóli getur þú boðið einkahópum og öðrum hópum upplifunina. Vilji einhver bóka fyrir heilan hóp er hægt að panta öll sætin í einu. Það getur gagnast vel ef þú vilt fá fjölbreyttari hópa í upplifunina.

Fyrirtækjahópar og aðrir hópar geta síað leitarniðurstöður til að finna upplifanir sem leyfa bókanir einkahópa. Ef upplifunin þín er í boði fyrir þessa hópa þýðir það að hún mun birtast í leitarniðurstöðum þeirra. Þú getur einnig útbúið bókun sérstaklega fyrir vini, fjölskyldu eða aðra gestgjafa.

Frekari upplýsingar um bókanir einkahópa

3. Bjóddu upp á sveigjanlega afbókunarreglu

Rannsóknir Airbnb benda til þess að gestir kjósi frekar sveigjanlegar afbókunarreglur þar sem sveigjanleikinn getur dregið úr stressi við skipulag og gestir geta bókað upplifanir eftir hentugleika. Við bjóðum gestgjöfum tvær mismunandi afbókunarreglur og ef þú velur sveigjanlega valkostinn gæti upplifunin þín höfðað meira til gesta.

Skipta um afbókunarreglu

4. Bjóddu kynningartilboð fyrir nýjar upplifanir

Þegar þú útbýrð nýja upplifun getur þú boðið hana á lægra verði í takmarkaðan tíma. Það gæti hvatt fleiri til að bóka upplifunina þína áður en þú færð margar umsagnir.

Þú getur einnig hvatt fyrstu gestina til að skrifa umsagnir. Gestir treysta því frekar að upplifun með umsögnum sé góð svo að þú gætir fengið fleiri bókanir. Rannsóknir Airbnb benda til þess að upplifanir sem fá meira en 5 umsagnir fyrstu 30 dagana fái fleiri bókanir á fyrstu 6 mánuðunum.

Frekari upplýsingar frá gestgjöfum við að gera verðstefnu

5. Deildu skráningu fyrir upplifun sem er aðeins fyrir boðsgesti

Allir geta bókað upplifun fyrir einkahóp en upplifanir sem eru aðeins fyrir boðsgesti eru faldar almenningi. Boðsupplifanir henta til að opna án kynningar, prófa sig áfram og vegna annarra tilefna og með einkahlekk er auðvelt að deila þeim með vinum og fjölskyldu.

Að búa til boðsupplifun getur hjálpað þér að fá þessar fyrstu mikilvægu umsagnir rétt eins og með kynningartilboði á nýrri upplifun.

Frekari upplýsingar um boðsupplifanir

6. Prófaðu mismunandi verðstefnur

Með þessu tóli getur þú boðið sömu upplifunina á mismunandi verði. Þetta er áhættulítil leið til að prófa sig áfram við verðlagningu og hvetja fleiri gesti til að prófa upplifunina.

Það gæti til dæmis verið meiri eftirspurn eftir upplifuninni þinni um helgar svo að þú gætir prófað hærra verð um helgar. Þú getur einnig íhugað að lækka verð þá daga eða á þeim tímum sem eftirspurn er minni. Veldu nokkur skipti til að byrja með og fylgstu með því hvernig gestir bregðast við.

Frekari upplýsingar um verðstefnur

7. Bjóddu kynningartilboð með forkaupsverði

Þú getur hvatt fólk til að bóka með því að bjóða afslátt fyrir gesti sem bóka sig í upplifunina með meira en 2 vikna fyrirvara. Upplifun má setja á dagskrá með margra mánaða fyrirvara og gestir fá lægra verð ef þeir bóka á kynningartilboði.

Frekari upplýsingar um kynningartilboð

8. Bjóddu fjölskylduvæna upplifun

Þú getur valið að taka við gestum sem eru yngri en 18 ára að því tilskildu að þeir séu í fylgd einhvers fullorðins. Það getur hjálpað þér að fá bókanir stærri hópa og fjölskyldna.

Þetta er einkar gagnlegt ef upplifunin þín er afþreying sem fjölskyldur geta gert saman svo sem að fara í gönguferð eða að læra að mála. Þú getur einnig tilgreint lágmarksaldur gesta ef upplifunin þín hentar ekki ungbörnum eða smábörnum.

Athuga hvort upplifunin þín henti börnum

9. Bættu við aðgengistólum

Að nefna aðgengiseiginleika á borð við aðgengilegt baðherbergi, aðstoðartækni og tækni fyrir heyrnarlausa í skráningu getur gagnast gestum sem leita að upplifunum sem uppfylla sérþarfir þeirra. Þú getur nefnt þessa eiginleika með því að breyta kröfum til gesta og bæta við eiginleikum sem tengjast umhverfi, samskiptum og fleiru.

Rannsóknir okkar sýna að þessir eiginleikar nýtast gestum. Á tímabilinu júlí til september 2021 notuðu meira en 300.000 gestir aðgengissíur til að þrengja leitina að gistingu.* Gestir með aðgengisþarfir hafa meiri áhuga á bóka upplifunina þína, og eru öruggari með ákvörðunina um að bóka, þegar þessir eiginleikar koma fram í skráningunni.

Frekari upplýsingar um aðgengiseiginleika

*Samkvæmt alþjóðlegum innanhússgögnum um bókanir hjá Airbnb.

Aðalatriði

  • Upplifunin þín getur skarað fram úr með myndskeiði

  • Kynningartilboð eru frábær leið til að vekja áhuga gesta

  • Ef þú bætir aðgengiseiginleikum við geturðu myndað samband við fleiri gesti

Airbnb
8. jún. 2022
Kom þetta að gagni?