Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Að setja sér verðstefnu

Breyttu verðinu reglulega og taktu tillit til eftirspurnar gesta og árstíðasveiflna.
Airbnb skrifaði þann 4. des. 2025

Airbnb appið auðveldar umsjón með verði og framboði. Svona getur þú notað verkfæri gestgjafa til að fá fleiri bókanir og ná tekjumarkmiðum þínum.

Farðu reglulega yfir dagatalið

Gestir vilja finna upplifanir á Airbnb sem þeim finnst mikils virði. Vendu þig á að endurmeta verðið hjá þér og hve oft þú tekur á móti gestum til að vera samkeppnisfær.

Þú getur breytt verð- og framboðsstillingum beint úr dagatalinu. Hafðu þessi atriði í huga.

  • Vikudagur: Íhugaðu að setja mismunandi verð á mismunandi dögum. Til dæmis getur verið gott að lækka verð þegar minna er að gera til að hvetja fólk til að bóka.
  • Tími dags: Íhugaðu hvaða tímar henta best til að vekja áhuga alls konar gesta og auktu framboðið. Hversdagskvöld gætu til dæmis höfðað til fólks í dagvinnu sem vill forðast margmenni um helgar.
  • Hópafslættir: Þú getur boðið afslátt fyrir hvern þátttakanda til að höfða til stórra hópa. Þú gætir til dæmis boðið 10% afslátt fyrir tvo til þrjá gesti, 20% afslátt fyrir fjóra til fimm gesti og 30% afslátt fyrir sex eða fleiri gesti.
  • Fjölskyldur: Íhugaðu að rukka ekki, eða lækka verð, fyrir börn yngri en 12 ára.
  • Bókanir á síðustu stundu: Sé laust pláss í upplifun getur þú prófað að breyta verðinu hjá þér til að nýta plássið.
  • Hópstærð: Þú getur breytt hve mikið er laust til að selja ekki of mörgum pláss ef þú býður upplifunina þína á öðrum verkvangi.

Búðu þig undir auknar annir

Viðskiptin geta aukist á háannatíma. Gerðu ráð fyrir aukinni eftirspurn gesta með þessum verðábendingum.

  • Bættu við tilvikum: Bjóddu upplifunina oftar þegar veður, frídagar og stórir viðburðir eins og tónleikar, hátíðir og íþróttamót laða fleiri gesti á svæðið.
  • Uppfærðu gestafjölda: Íhugaðu að auka sætafjölda og breyta verðinu til að ná til gesta sem bóka á síðustu stundu. Þú getur gert þessar breytingar á dagsflipanum.

Háannatími er einnig gott tækifæri til að uppfæra skráninguna þína svo að hún beri af í leitarniðurstöðum. Íhugaðu að breyta titlinum og lýsingunni til að leggja áherslu á ársstíðina eða bæta við nýjum myndum.

Reiknaðu með lágannatíma

Hér eru leiðir til að láta skráninguna þína bera af þegar eftirspurn er lítil.

  • Bjóddu afslátt: Röð í leitarniðurstöðum getur batnað jafnvel þótt afslátturinn sé ekki mikill. Íhugaðu að bjóða lægra verð með forkaupsafslætti og afslætti fyrir stóra hópa. Ef afslátturinn hjá þér er meira en 10% af heildarverðinu mun afsláttarverðið birtast við hliðina á yfirstrikuðu upphaflega verðinu hjá þér í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðunni.*
  • Gerðu ráð fyrir að fólk bætist við á síðustu stundu: Styttu lokatímann fyrir bókanir svo að gestir geti bókað samdægurs eða daginn áður. Helmingur allra bókana er gerður minna en viku áður en upplifunin hefst.** Gestir sem búa á staðnum og ferðamenn án stífra áætlana bóka yfirleitt síðar en vanalega þegar minna er að gera.

*Verður að vera afsláttur upp á minnst USD 3, eða samsvarandi upphæð í öðrum gjaldmiðli, af heildarverðinu

**Byggt á bókuðum upplifunum frá 13. maí 2025 til 20. júlí 2025 í 30 borgum um allan heim

Þú stjórnar ávallt verðinu hjá þér og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
4. des. 2025
Kom þetta að gagni?