Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Að ná til fyrstu gestanna

Notaðu dagatalið og verðtólin til að byggja upp reksturinn í kringum upplifunina.
Airbnb skrifaði þann 4. des. 2025

Nú þegar upplifunin þín á Airbnb hefur verið birt getur þú einbeitt þér að því að vekja áhuga gesta. Þú getur komið þér vel af stað með því að auka framboðið hjá þér, setja samkeppnishæft verð og fá fyrstu 5-stjörnu umsagnirnar.

Uppfærðu dagatalið

Skráningin þín birtist ekki á Airbnb fyrr en þú stillir framboð. Uppfærðu dagatalið þitt strax svo að gestir geti bókað. Ákveddu hve oft þú kemur til með að bjóða upplifunina miðað við tímalengd hennar, tímann sem þú hefur aflögu og rekstrarmarkmið þín. Ákveddu hvernig þig skiptið tímum milli ykkar ef þú ert með samgestgjafa.

Veldu hvaða dag þú vilt fá gesti til að stilla framboðið og pikkaðu á setja upplifun á dagskrá. Tilgreindu tíma, tegund bókunar, verð, hópstærð og aðrar upplýsingar. Þú getur tekið frá tíma fyrir og eftir afþreyinguna til undirbúnings eða þrifa.

Prófaðu þessar ábendingar svo að skráningin þín skari fram úr.

  • Auktu framboðið: Því fleiri dagsetningar og tímasetningar sem þú býður upp á, því fleiri bókanir er líklegt að þú fáir. Árangursríkir gestgjafar bjóða upplifanir oft 10 sinnum eða oftar í hverjum mánuði og minnst einu sinni í viku um helgi.
  • Skipuleggðu þig fram í tímann: Margir gestgjafar stilla framboð í allt að 3 mánuði til að auka líkurnar á bókun. Þú getur stillt dagskrá fyrir daglegar upplifanir allt að 60 daga fram í tímann og vikulegar upplifanir allt að 52 vikur fram í tímann.
  • Samstilltu dagatölin þín: Samstilltu dagatöl þín á Airbnb og Google til að halda utan um allt á sama stað og koma í veg fyrir tvíbókanir. Sé gistinótt til dæmis bókuð í öðru dagatalinu verður henni sjálfkrafa lokað í hinu.
  • Finndu tækifæri: Fylgstu með hvenær er rólegt eða annasamt eftir að þú byrjar sem gestgjafi og íhugaðu að breyta framboði og verði hjá þér í samræmi við það. Ef framboðið er mikið hjá þér núna er líklegra að þú getir betur tekið á móti gestum þegar eftirspurnin er mikil.

Vertu með samkeppnishæft verð

Þú getur fengið fyrstu bókanirnar og komið þér vel af stað með því að fínstilla verðið hjá þér. Hafa þarf 4 meginatriði í huga.

  • Rekstrarkostnaður: Passaðu að verðið hjá þér standi undir kostnaði.
  • Tekjur: Stundum getur þú náð til fleiri gesta og aukið tekjurnar með því að bjóða lægra verð á mann. Dæmi: 
    • Fjórir gestir bókuðu fyrir 75 USD á mann = 300 USD 
    • Átta gestir bókuðu fyrir 60 USD á mann = 480 USD
  • Sambærilegar upplifanir: Leitaðu að upplifunum sem svipa til þinnar á Airbnb og öðrum verkvöngum til að bera saman verð á svæðinu og átta þig á því hvað samkeppnishæft verð gæti verið. Alþjóðlegt meðalverð fyrir upplifun á Airbnb er á bilinu USD⁠65 til 81.*
  • Heildarverð: Öll gjöld og þjórfé þurfa að vera innifalin í verðinu.

Afsláttur er önnur leið til að vekja athygli á skráingum. Þrennskonar afslættir eru mögulegir í verðstillingunum.

  • Tímabundinn afsláttur: Náðu til fyrstu gestanna og fáðu fyrstu umsagnirnar með því að bjóða 5% til 50% afslátt í 90 daga.
  • Forkaupsafsláttur: Bjóddu gestum sem bóka með meira en tveggja vikna fyrirvara og fá 20% afslátt. Þetta höfðar til ferðalanga sem skipuleggja sig fram í tímann og hjálpar þér að fylla dagatalið.
  • Stór hópur: Þú getur boðið afslátt fyrir hvern þátttakanda til að höfða til stórra hópa. Þú gætir til dæmis boðið 10% afslátt fyrir tvo til þrjá gesti, 20% afslátt fyrir fjóra til fimm gesti og 30% afslátt fyrir sex eða fleiri gesti. Gestir bóka sjaldnast upplifanir fyrir sig eina.*

Ef afslátturinn hjá þér er meira en 10% af heildarverðinu sjá gestir afsláttarverðið við hliðina á yfirstrikuðu upphafsverðinu í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðunni.** Ef þú býður meira en eina tegund afsláttar fá gestir hagstæðasta afsláttinn sem þeim býðst að hverju sinni. Gestir geta ekki notað fleiri en einn afslátt fyrir sömu bókunina.

Bjóddu einkabókanir

Þú gætir viljað bjóða tilteknum gesti eða hópi upplifunina á sérverði. Til dæmis getur verið gott að bjóða fjölskyldu og vinum upplifunina á lægra verði eða án endurgjalds til að fá fyrstu 5-stjörnu umsagnirnar.

Veldu dagsetningu og tíma í dagatalinu og pikkaðu á breyta til að útbúa einkaviðburð sem er ekki birtur öllum. Afritaðu sérsniðna hlekkinn og deildu honum með tilteknum gesti eða hópi. Gestir geta aðeins skilið eftir umsögn ef þeir eru með í bókuninni.

*Byggt á bókunum á Airbnb upplifunum frá 13. maí 2025 til 20. júlí 2025 í 30 borgum um allan heim

**Verður að vera afsláttur upp á minnst USD 3, eða samsvarandi upphæð í öðrum gjaldmiðli, af heildarverðinu

Þú stjórnar ávallt verðinu hjá þér og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

 

Airbnb
4. des. 2025
Kom þetta að gagni?