Svona býður þú hnökralausa upplifun
Gestir kunna að meta þegar gestgjafar leggja sig fram um að bjóða hnökralausa upplifun. Það þýðir að þú bregst hratt við, veitir skýrar komuleiðbeiningar, lýsir upplifuninni réttlega, mætir á réttum tíma og hefur gott skipulag.
Hröð svör
Notaðu skilaboðakerfi Airbnb til að svara skilaboðum gesta tímanlega fyrir og eftir upplifun.
- Notaðu hraðsvör. Þessi skilaboðasniðmát draga upplýsingar úr skráningu þinni og bókunum gesta til að hjálpa þér að svara hratt. Þú getur breytt þeim og stillt þannig að þau sendist á tilteknum tíma, til dæmis strax eftir að gestur bókar.
- Hafðu kveikt á tilkynningum. Ef þú sérð skilaboð gesta samstundis getur það bætt svartímann hjá þér. Fylgstu vel með þegar styttist í að þið hittist.
„Það er mjög mikilvægt að svara fljótt,“ segir Jib sem kennir matreiðslu í Bangkok. „Því hraðar sem þú leysir úr vandamálum gesta eða svarar spurningum þeirra, þeim mun áreiðanlegri finnst þeim þú vera.“
Skýrar komuleiðbeiningar
Passaðu að gestir viti hvar þið hittist til að sýna fram á að þú sért áreiðanlegur gestgjafi.
- Skrifaðu ítarlegar leiðbeiningar. Gefðu viðeigandi upplýsingar svo að gestir finni samkomustaðinn og þekki þig í sjón.
- Útvegaðu leiðarlýsingu fyrir fram. Tímasettu hraðsvar með komuleiðbeiningum einum eða tveimur dögum áður en upplifunin hefst svo að gestir þínir hafi tíma til að spyrja spurninga.
Dani, sem býður upp á gönguferð um Brooklyn, sendir kynningarskilaboð þegar gestir bóka til að útskýra neðanjarðarlestina og bæði hvar hún hittir og kveður gesti. „Það gefur gestum nægan tíma til að skipuleggja það sem eftir lifir dags,“ segir hún.
Rétt og nákvæm lýsing á upplifun
Skráningin þín ætti að hafa ítarlegar upplýsingar um hverju gestir mega búast við í upplifuninni.
- Bættu við samgestgjöfum. Opnaðu dagatalið þitt til að bæta við samgestgjöfunum sem þú vinnur með fyrir þau skipti sem samgestgjafi mun sjá um gestina. Þannig vita gestir að hverjum þeir eiga að leita.
- Vertu með ítarlegar upplýsingar. Hjálpaðu gestum að búa sig undir upplifunina með því að deila öllu sem vita þarf í skráningarlýsingunni og á myndunum. Þú gætir til dæmis látið gesti vita hverju eigi að pakka, eins og gönguskóm og vatni, eða sýnt myndir af bröttum tröppum.
„Ég læt gesti vita að við göngum á fjörmikinn markað með sterkri lykt,“ segir Graciela sem kennir matreiðslu í Mexíkóborg. „Þá koma gestir undirbúnir og spenntir fyrir upplifuninni.“
Stundvísi og skipulag
Upplifunin gengur snurðulaust fyrir sig þegar dagskránni er fylgt.
- Skipuleggðu þig fram í tímann. Undirbúðu staðsetninguna og allt sem þarf til svo að upplifunin þín haldi áætlun. Passaðu til dæmis að svæðið sé hreint og að þar séu nógu margir stólar og vinnupláss.
- Hafðu dampinn viðráðanlegan. Byrjaðu og endaðu tímanlega og reiknaðu með hléum svo að þið þurfið ekki að flýta ykkur í gegnum neitt.
„Ég varði miklum tíma í að velja leiðina,“ segir Evren sem býður upp á tónlistargönguferð um Soho í London. „Svo æfði ég hana og æfði til að vera viss um um að hún virkaði.“
Allir gestgjafar, myndir og skráningarupplýsingar verða að standast viðmið og kröfur fyrir upplifanir Airbnb.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.