Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

Heilsu- og öryggisleiðbeiningar til að bjóða upplifanir á svæðum sem hafa opnað aftur

Þessar leiðbeiningar geta veitt gestum örugga og ánægjulega upplifun.
Airbnb skrifaði þann 22. nóv. 2021
4 mín. lestur
Síðast uppfært 22. nóv. 2021

Aðalatriði

  • Viðmiðunarreglurnar eru hannaðar í því skyni að takmarka útsetningu

  • Enn er hvatt til grímunotkunar og nándarmarka

  • Gestgjafar gætu þurft að aðlaga upplifanir til að gæta að hreinlæti, takmörkun á líkamlegri snertingu og að nota útisvæði þar sem það er mögulegt

Nú þegar heimurinn opnast aftur og upplifanir hefjast að nýju eftir lokanir vegna COVID-19 er mikilvægt fyrir okkur öll að bregðast við með ábyrgum hætti til að vernda heilsu og öryggi hvor annars. Með það í huga höfum við útbúið heilsu- og öryggisleiðbeiningar vegna COVID-19 fyrir upplifunargestgjafa á Airbnb sem byggja á leiðbeiningum frá sérfræðingum frá á borð við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna.

Öryggiskröfur vegna COVID-19 fyrir gestgjafa

  • Notaðu grímu og gættu nándarmarka ef lög eða tilmæli á staðnum krefjast þess.
  • Að hámarki má hafa 10 þátttakendur í upplifun að meðtöldum gestgjöfum og samgestgjöfum.
  • Fylgdu leiðbeiningum Airbnb um þrif til að þrífa eignina og allan búnað meðan á upplifuninni stendur og á milli þess að upplifunin er boðin. Frekari upplýsingar.

Viðbótarleiðbeiningar varðandi gestaumsjón meðan á COVID-19 stendur

Airbnb hefur kynnt leiðbeiningar og þjónustu til að taka á áhyggjum varðandi heilsu og öryggi en þessar ráðstafanir geta ekki útilokað alla áhættu. Ef þú ert í áhættuhópi (t.d. fólk sem er eldra en 65 ára eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma eins og sykursýki eða hjartasjúkdóma) mælum við með því þú leitir ráða hjá fagaðilum og gætir þín sérstaklega þegar þú tekur ákvörðun um að bjóða upplifun á Airbnb.

Ekki ferðast eða taka á móti gestum ef þú sýnir einkenni COVID-19 eða hefur nýlega verið nálægt einhverjum með sjúkdóminn.

Til að vernda heilsu og öryggi samfélags okkar hefur Airbnb þá reglu að gestgjafar (og samgestgjafar) eigi hvorki að taka á móti gestum né taka þátt í upplifunum á næstunni og gestir eigi ekki að taka þátt í upplifun ef eitthvað af eftirfarandi á við:

  • Þú ert með COVID-19 eða hefur greinst með COVID-19 á síðustu 14 dögum
  • Þig grunar að þú hafir smitast eða komist í tæri við COVID-19 og þú bíður niðurstaðna úr skimun vegna COVID-19
  • Þú sýnir einkenni eða hefur áhyggjur af hugsanlegu COVID-19-smiti
  • Þú hefur varið tíma nálægt einstaklingi þar sem grunur eða staðfesting er til staðar um að hafi smitast af COVID-19 á síðustu 14 dögum

Íhugaðu að aðlaga upplifunina þína

Þú gætir þurft að aðlaga bæði upplifun þína og eign í samræmi við heilsu- og öryggisleiðbeiningar.

Hér eru nokkur atriði sem gæti verið gott að prófa:

  • Líkamleg snerting: Breyttu því sem er gert til að koma í veg fyrir líkamlega snertingu milli gesta og milli gestgjafa og gesta.
  • Hreinlæti: Veittu gestum tækifæri til að þvo sér um hendurnar meðan á upplifuninni stendur og taktu með þér aukahandhreinsi. Hreinsaðu búnað milli gesta (eldhúsáhöld, björgunarvesti, stóla o.s.frv.), bæði meðan á upplifun stendur og milli upplifana.
  • Staðsetning:
    • Þegar um er að ræða upplifanir innandyra getur þú íhugað að takmarka svæði heimilis þíns við eingöngu þau sem nauðsynleg eru fyrir gesti. Þetta getur komið í veg fyrir óþarfa áhættu fyrir þig og gesti þína og minnkað þrif og hreinsun hjá þér eftir á.
    • Íhugaðu að færa upplifun þína á svæði utandyra eða breyta um samkomustað og vettvang til að forðast mannfjölda. Veltu fyrir þér samgöngukostum og hvernig þú getur forðast ferðir á háannatíma eða náið samneyti við gesti.
    • Ef þú hyggst heimsækja svæði opnum almenningi (t.d. minnisvarða, almenningsgarða, miðborgina o.s.frv.) ættir þú að kynna þér staðbundnar ráðleggingar og viðmið varðandi lýðheilsu, bæði þegar þú færð bókanir og áður en þú tekur á móti gestum til að tryggja að þú uppfyllir skilyrðin. Sumir staðir eru nú með inngönguskilyrði og gætu farið fram á vottorð um bólusetningu. Við mælum auk þess með því að halda gestum á ferð frekar en að setjast niður.
  • Matur og drykkur:
    • Ef borðað eða drukkið er í upplifun þinni þarftu að tryggja að þátttakendur gæti nándarmarka þegar þeir neyta matar eða drykkjar.
    • Ef mögulegt er ættu gestir að neyta matar/drykkjar utandyra eða með því að taka slíkt með sér heim.
    • Forðastu að bjóða upp á mat eða drykk með sjálfsafgreiðslu. Veldu einstaklingsbundna þjónustu á disk í stað veitinga fyrir fjölskyldur og hlaðborða.
    • Notaðu einnota vörur, þ.m.t. áhöld og diska. Ef einnota vörur eru ekki mögulegar skal ganga úr skugga um að allar vörur sem ekki eru einnota séu meðhöndlaðar með hönskum og þvegnar með uppþvottalegi og heitu vatni eða í uppþvottavél.
  • Loftræsting: Þegar þú tekur á móti gestum innandyra skaltu tryggja að loftræstikerfi virki eðlilega og auka hringrás útilofts eins og hægt er með því að opna glugga og hurðir.

Þegar þú uppfærir upplifunarsíðuna skaltu hafa í huga reglur okkar um efnisinnihald og kórónaveiruna. Þú gætir sagt að þú sért að grípa til sérstakra varúðarráðstafana en þú mátt ekki halda því fram að upplifunin þín sé „COVID-laus“ né nota málfar í þeirri líkingu.

Það sem við biðjum gesti um

Við erum einnig með viðmiðunarreglur fyrir gesti sem taka þátt í upplifunum. Gestir eru beðnir um að fylgja lögum og tilmælum á staðnum, þvo sér um hendurnar, hafa með sér handhreinsi, vera í öruggri fjarlægð frá þér og öðrum gestum og afbóka og vera heima ef þeir finna til veikinda. Þú getur farið fram á að gestur yfirgefi upplifunina ef viðkomandi neitar að fylgja lögum og tilmælum á staðnum.

Vinsamlegast kynntu þér reglur um endurgreiðslu til gesta þegar þú undirbýrð þig fyrir gestaumsjón með öryggisleiðbeiningar okkar til hliðsjónar. Athugaðu að gestir geta fengið endurgreiðslu í samræmi við reglurnar þegar gestgjafar fylgja ekki eða framfylgja ekki öryggisleiðbeiningum fyrir alla gesti.

Hvað ef þú eða gestir þínir hafið greinst með COVID-19

Ef þú greindist með COVID-19 fyrir stuttu eða ef þú hefur fengið einkenni COVID-19 skaltu íhuga að láta alla vita sem gætu hafa orðið fyrir áhrifum eða verið útsettir, auk viðeigandi yfirvalda á staðnum.

Ef gestur hefur samband eftir að þú hefur tekið á móti honum og segist hafa greinst með COVID-19 eða komist í snertingu við einhvern sem hefur greinst með COVID-19 skaltu biðja viðkomandi um að hafa samband við okkur.

Aðalatriði

  • Viðmiðunarreglurnar eru hannaðar í því skyni að takmarka útsetningu

  • Enn er hvatt til grímunotkunar og nándarmarka

  • Gestgjafar gætu þurft að aðlaga upplifanir til að gæta að hreinlæti, takmörkun á líkamlegri snertingu og að nota útisvæði þar sem það er mögulegt

Airbnb
22. nóv. 2021
Kom þetta að gagni?