Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Breyttu dagsetningum bókunarinnar

Ef þú þarft að breyta dagsetningum á staðfestri bókun getur þú sent gestgjafanum breytingabeiðni. Þegar þú sendir inn beiðni fær gestgjafinn tilkynningu um að samþykkja eða hafna beiðninni.

Að breyta dagsetningum bókunar

Að breyta dagsetningum bókunar úr tölvu

  1. Smelltu á ferðir og síðan á ferðina sem þú vilt breyta
  2. Undir bókunarupplýsingum smellir þú á breyta bókun
  3. Breyttu dagsetningum gistingarinnar og smelltu á vista
  4. Farðu yfir breytingarnar og smelltu svo á senda beiðni


Áhrif sem þetta getur haft á bókunarkostnaðinn

Heildarverð ferðar getur breyst með nýjum bókunardögum en það fer eftir verðlagningu gestgjafans. Upphaflega heildarupphæðin og nýja heildarupphæðin verða sýndar áður en þú sendir breytingabeiðnina. Ef ferðin breytist verður mismunurinn annaðhvort skuldfærður hjá þér eða endurgreiddur eftir því sem við á.

Ef ferðakostnaður hækkar er viðbótarkostnaðurinn í flestum tilvikum skuldfærður á sama greiðslumáta og þú notaðir um leið og gestgjafinn samþykkir breytingabeiðnina. Gestir þurfa að ganga frá viðbótargreiðslu fyrir suma greiðslumáta innan tveggja sólarhringa frá því að gestgjafinn samþykkir beiðni um breytingu á ferð.

Ef ferðakostnaður lækkar færðu endurgreiðslu með sama greiðslumáta og þú notaðir við bókun. Kynntu þér nánari upplýsingar um hvenær endurgreiðslan berst þér.

Svona getur breytingabeiðni á ferð haft áhrif á viku- eða mánaðarafslátt

Breytingar á lengd bókunar geta haft áhrif á hvort þú eigir enn rétt á viku- eða mánaðarafslætti. Upphaflega heildarupphæðin og nýja heildarupphæðin verða sýndar áður en þú sendir breytingabeiðnina.

Svona getur breytingabeiðni á ferð haft áhrif á forsamþykki

Ef þú bókaðir með forsamþykki sem gestgjafinn sendi verða allar breytingar á bókuninni endurreiknaðar eins og um nýja bókun væri að ræða.

Gestgjafinn gæti mögulega verið til í að bjóða þér sama verð og þú bókaðir upphaflega. Sendu viðkomandi skilaboð til að leita svara við því. Ef gestgjafinn samþykkir getur viðkomandi sent þér breytingabeiðni með nýju verði.

Svona getur breytingabeiðni haft áhrif á skattaútreikninga

Þegar beiðni um breytingu á ferð er samþykkt eru skattar fyrir bókun ávallt endurreiknaðir þannig að þeir séu í samræmi við nýjustu og nákvæmustu skattkröfur þar sem eignin er.

Ef gestgjafinn hefur ekki brugðist við beiðni um breytingu á ferð

Ef þú sendir inn beiðni um breytingu á ferð og gestgjafinn hefur ekki svarað henni getur þú prófað að senda skilaboð til að minna viðkomandi á að fara yfir beiðnina.

Ef gestgjafinn hafnar beiðni þinni eða svarar ekki

Bókunin helst áfram óbreytt ef gestgjafinn hafnar beiðninni eða svarar ekki.

Ef ferðin er þegar afstaðin

Ekki er hægt að gera breytingar ef útritun er þegar lokið. Þú getur þó alltaf bókað aðra gistingu hjá gestgjafanum.

Ef bókunin þín er hótelgisting

Þú gætir þurft að hafa samband við hótelið til að breyta bókuninni fyrir suma hótelgistingu.

Ef þú þarft að gera frekari breytingar á ferðinni þinni

Þegar þú hefur sent inn breytingabeiðni á ferð þurfa allar frekari breytingar að fara aftur í gegnum ferli nýrrar beiðni.

Ef gestgjafinn hefur ekki svarað beiðninni og þú vilt ekki lengur gera breytingar getur þú alltaf dregið breytingabeiðnina til baka.

Langdvöl

Ef bókun varir í 28 nætur eða lengur gildir afbókunarreglan fyrir langdvöl. Þegar breytingabeiðni er send fyrir langdvöl getur breytingin tekið gildi sjálfkrafa, án samþykkis, að því tilskildu að:

  • Ferð sé ekki hafin og meira en 28 dagar séu þar til bókunin hefst
  • Ferð sé hafin en 30 nætur eða meira vanti í útritunardag

Ef langdvöl er stytt þannig að hún vari í 27 nætur eða skemur (skammtímagisting) ber þér að greiða fyrir eftirstandandi 30 daga frá breytingadegi eða dagana fram að bókunarlokum, séu færri en 30 dagar eftir.

Þegar bókun er breytt úr langdvöl þannig að hún vari í 27 nætur eða skemur (skammtímagisting) mun almenna afbókunarregla gestgjafans gilda um frekari breytingar eða afbókanir.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning