Stökkva beint að efni
Notaðu upp og niður örvalyklana til að skoða tillögurnar.
Stökkva að meginmáli hjálpar

Hvaða grunnkröfur gerir Airbnb til gestgjafa?

Til að sjá öllum gestum fyrir notalegri og áreiðanlegri gistingu þurfa öll heimili og allir gestgjafar að fullnægja þessum grunnkröfum:

  • Bregðast hratt við: Halda þarf góðu svarhlutfalli með því að svara bókunarfyrirspurnum og -beiðnum innan 24 klukkustunda.
  • Samþykkja bókunarbeiðnir: Bjóddu gesti velkomna með því að samþykkja beiðnir alltaf þegar þú getur.
  • Koma í veg fyrir afbókanir: Afbókanir eru alvarleg mál og við biðjum alla gestgjafa um að forðast í lengstu lög að fella bókanir gesta niður. Gestir reiða sig á gistinguna.
  • Halda góðri heildareinkunn: Gestir vilja vita að þeir geti gert ráð fyrir að gæði séu álíka sama hvar þeir bóka.

Opnaðu frammistöðu til að sjá hvernig þú stendur þig á hverju sviði. Frammistaða þín er borin saman við meðalframmistöðu allra gestgjafa á Airbnb. Viðurlögum kann að vera beitt ef skráningar mælast jafnaðarlega verri en meðaleign á skrá.

Að bjóða nauðsynjar

Við mælumst eindregið til þess að gestgjafar útvegi nauðsynleg þægindi fyrir allar eignir á skrá af því að gestir okkar segja þau mikilvæg fyrir notalega dvöl. Nauðsynjar eru til dæmis salernispappír, hand- og líkamssápa, handklæði, rúmföt og koddar. Frekari upplýsingar um nauðsynleg þægindi.