Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Hvers er vænst af gestgjöfum og gistingu hjá þeim

Allir gestgjafar ættu að standast þessi grunnviðmið svo að upplifun gesta þeirra sé þægileg og áreiðanleg.

Það sem við leyfum ekki

  • Gestaumsjón án heimildar og/eða viðeigandi leyfa: Airbnb gerir kröfu um að allir gestgjafar sem taka á móti gestum hafi heimild til þess og að gestgjafar fari að öllum gildandi lögum.
  • Óáreiðanleg samskipti: Gestgjafar ættu að bregðast hratt við og vera til í að svara tímanlega spurningum gesta og Airbnb og fylgja öllum nauðsynlegum leiðbeiningum frá Airbnb til að leysa úr vandamálum.
  • Rangar skráningarlýsingar: Það sem stendur í skráningarlýsingu við bókun ætti að lýsa réttilega eign gestgjafa, staðsetningu, tegund eignar, næði á staðnum og þægindum. Gestgjafar mega aðeins breyta upplýsingum fyrir samþykkta bókun að fengnu samþykki gests.
  • Óörugg gistiaðstaða: Gestgjafar verða að sjá til þess að hægt sé að læsa aðalinngangi eignar og afhenda verður lykla eða aðgangskóða fyrir alla helstu innganga.
  • Óáreiðanlegar innritanir: Gestgjafar þurfa að gefa gestum réttar upplýsingar svo að þeir komist inn í gistiaðstöðuna eftir innritun (t.d. viðeigandi aðgangskóða og skýra leiðarlýsingu). Gestgjafar sem ætla sér að hitta gesti við innritun verða að vera á staðnum á umsömdum tíma. Notkun lyklaboxa eða aðgangskóða verður að vera örugg (t.d. breyta kóðum milli bókana).
  • Óhrein gistiaðstaða: Í eign gestgjafa má ekki vera neitt sem vitað er að getur haft slæm áhrif á heilsu (t.d. mygla eða meindýr), eignin verður uppfylla ströng hreinlætisviðmið og vera þrifin á milli gesta.
  • Óörugg gisting: Gestgjafar verða að tryggja að ótilgreind öryggisvá sé ekki til staðar í gistingu eða upplifunum (t.d. lokaðir brunaútgangar, hætta á raflosti eða rottueitur). Ef gestur eða Airbnb nefnir öryggisvá verður gestgjafi að bæta úr henni.
  • Högnun: Óheimilt er að nota þriðja aðila til að bóka gistingu á hóteli eða gistingu þriðja aðila og skrá hana á Airbnb á uppsprengdu verði. Gestgjafar ættu eins og alltaf að fylgja sérstökum reglum um skiptileigu eða svipaðar gistitegundir þegar þeir íhuga hvort þeir eigi að skrá eignir á Airbnb eða ekki.
  • Dýraþrælkun: Gisting eða upplifanir þar sem þrælkun dýra fer fram eiga sér engan stað í samfélagi okkar (t.d. dýragarðar við veginn og íþróttaskotveiði). Gestgjafar þurfa að uppfylla reglur Airbnb um velferð dýra.

Frekari upplýsingar um grunnreglur fyrir gestgjafa.

Við erum þér innan handar

Ef þú verður vitni að eða upplifir hegðun sem brýtur gegn reglum okkar skaltu láta okkur vita.

Þessar leiðbeiningar lýsa ekki öllum mögulegum tilfellum en þær eiga að gefa almenna yfirsýn yfir samfélagsreglur Airbnb.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning