AIRBNB OG OCEAN CONSERVANCY KYNNA

Rannsóknarleyfi á Suðurskautslandinu

Rannsóknarleiðangur til afskekktasta
staðar jarðarinnar

Five passionate individuals have been selected from tens of thousands of applicants to travel to Earth’s most remote continent on a first-of-its-kind scientific research mission spearheaded by Airbnb and Ocean Conservancy and led by Kirstie Jones-Williams. Hailing from Hawaii, Arizona, Norway, India and Dubai, the volunteers have been chosen from more than 140,000 applications from over 200 countries around the world.

Leiðangursáætlun

Vika 1–2

Þjálfun í Síle: Þú byrjar á því að hitta liðsfélaga þína og leiðangursstjórann, Kirstie Jones-Williams. Að kynningum loknum verðu tveimur vikum í líkamlega og andlega þjálfun til að búa þig undir rannsóknarvinnu í óblíðu umhverfi Suðurskautslandsins. Hér venst þú vísindamálfarinu, yfirferð búnaðinn, hittir samstarfsaðila okkar á staðnum og kynnist óbeislaðri náttúru Síle.

Vika 1–2

Þjálfun í Síle: Þú byrjar á því að hitta liðsfélaga þína og leiðangursstjórann, Kirstie Jones-Williams. Að kynningum loknum verðu tveimur vikum í líkamlega og andlega þjálfun til að búa þig undir rannsóknarvinnu í óblíðu umhverfi Suðurskautslandsins. Hér venst þú vísindamálfarinu, yfirferð búnaðinn, hittir samstarfsaðila okkar á staðnum og kynnist óbeislaðri náttúru Síle.

Vika 3

Þegar þið komið á staðinn í Union-jöklabúðunum verjið þið tíu löngum dögum í vinnu og rannsóknir. Ykkur gefst tækifæri til að heimsækja suðurpólinn og skoða meðal annars fegurð Suðurskautslandsins við Drake-falljökullinn, vindskeiðina svonefndu við Charles-tind og fílshausinn eða Elephant‘s Head. Milli þess að ferðast um á snjóbílum og þykkdekkja hjólum munuð þið verja miklum tíma í náinni vinnu með liðsfélögunum að safna snjósýnum sem verða skoðuð á rannsóknarstofunni og vinna að rannsóknarverkefni til að sjá hvort örplast fyrirfinnist á innanverðu Suðurskautslandinu.

Vika 3

Þegar þið komið á staðinn í Union-jöklabúðunum verjið þið tíu löngum dögum í vinnu og rannsóknir. Ykkur gefst tækifæri til að heimsækja suðurpólinn og skoða meðal annars fegurð Suðurskautslandsins við Drake-falljökullinn, vindskeiðina svonefndu við Charles-tind og fílshausinn eða Elephant‘s Head. Milli þess að ferðast um á snjóbílum og þykkdekkja hjólum munuð þið verja miklum tíma í náinni vinnu með liðsfélögunum að safna snjósýnum sem verða skoðuð á rannsóknarstofunni og vinna að rannsóknarverkefni til að sjá hvort örplast fyrirfinnist á innanverðu Suðurskautslandinu.

Vika 4

Þegar viðveru á staðnum lýkur snúið þú og teymið þitt aftur til Síle þar sem þið verjið nokkrum dögum í að vinna úr þekkingunni sem var aflað til að sýna áhrifin sem maðurinn veldur á afskekktasta svæði jarðar. Þið munuð vinna með Ocean Conservancy til að verða sendiherrar hafverndar og segja heiminum frá því hvernig fólk getur stuðlað að því að minnka plastspor sín og vernda plánetuna okkar.

Vika 4

Þegar viðveru á staðnum lýkur snúið þú og teymið þitt aftur til Síle þar sem þið verjið nokkrum dögum í að vinna úr þekkingunni sem var aflað til að sýna áhrifin sem maðurinn veldur á afskekktasta svæði jarðar. Þið munuð vinna með Ocean Conservancy til að verða sendiherrar hafverndar og segja heiminum frá því hvernig fólk getur stuðlað að því að minnka plastspor sín og vernda plánetuna okkar.

Hafðu tilgang fyrir förinni

Sem borgaralegum vísindamanni gefst þér tækifæri til að aðstoða við alvöru vísindarannsóknir á áhrifum manna á umhverfið. Þú vinnur í teymi í heilan mánuð við að safna snjókjarnasýnum og greina þau til að ákvarða hvort örplast hafi komist inn á meginlandið. Niðurstöðurnar gætu hjálpað til við að breyta opinberri stefnu varðandi notkun á plasti og hvernig rétt er að farga því. Ef leiðangurinn gengur vel gæti hann leitt til frekari rannsókna á betri vernd fyrir þetta einstaka vistkerfi og hnöttinn okkar allan.

Þetta er leiðangursstjórinn þinn

Kirstie Jones-Williams er umhverfisvísindamaður með brennandi áhuga á að skilja áhrif mannsins á jörðina og að vernda hana fyrir álaginu. Hún er með B.Sc. í jarðvísindarannsóknum, meistaragráðu í sjávarvísindum og stefnumálum, og er nú að vinna að doktorsrannsókn um áhrif örplasts á sjávardýrasvif við suðurskautið við Háskólann í Exeter, með fjármögnun frá GW4+ fyrir samstarf við þjálfun doktorsnema. Kirstie verður leiðangursstjóri og hjálpar okkur að skilja leiðirnar sem örplast fer inn á afskekkt svæði eins og Suðurskautslandið og leggur áherslu á ábyrgð okkar á því að vernda náttúruna.

„Ég vil finna fólk með brennandi áhuga sem er spennt fyrir því að taka þátt í verkefninu og sem getur ekki beðið með að segja heiminum frá niðurstöðum okkar þegar það kemur heim.“ -Kirstie Jones-Williams

Í samstarfi við Ocean Conservancy

Ocean Conservancy vinnur að verndun hafsins fyrir helstu alþjóðlegu áskorunum nútímans. Einn af undirstöðuþáttum árangurs er að bindast höndum saman við aðra sem finna til sömu ábyrgðarkenndar. Við hjá Airbnb höfum einsett okkur að bjóða notendum sjálfbæra valkosti í öllu ferðalaginu og þess vegna finnst Ocean Conservancy svo spennandi að taka þátt með okkur í rannsóknarleyfinu til Suðurskautslandsins. Airbnb og Ocean Conservancy munu saman nota rannsóknarniðurstöður þessa leiðangurs til að útvega upplýsingar fyrir kennslu- og baráttumál og vekja athygli á plastmengun, áhrifunum sem hún hefur á okkur öll og hvernig við getum brugðist við.

Í samstarfi við Ocean Conservancy

Ocean Conservancy vinnur að verndun hafsins fyrir helstu alþjóðlegu áskorunum nútímans. Einn af undirstöðuþáttum árangurs er að bindast höndum saman við aðra sem finna til sömu ábyrgðarkenndar. Við hjá Airbnb höfum einsett okkur að bjóða notendum sjálfbæra valkosti í öllu ferðalaginu og þess vegna finnst Ocean Conservancy svo spennandi að taka þátt með okkur í rannsóknarleyfinu til Suðurskautslandsins. Airbnb og Ocean Conservancy munu saman nota rannsóknarniðurstöður þessa leiðangurs til að útvega upplýsingar fyrir kennslu- og baráttumál og vekja athygli á plastmengun, áhrifunum sem hún hefur á okkur öll og hvernig við getum brugðist við.

Rannsóknarleyfi Airbnb

Með verkefninu fyrir rannsóknarleyfi gefst fólki um víðan heim tækifæri til að verða vör við það sem á sér stað í tilgangsþrungnum ferðalögum sem leiða til góðs. Fylgstu áfram með rannsóknarleyfum.

Rannsóknarleyfi á Ítalíu

Í júní 2019 var hleypt af stokkunum þriggja mánaða verkefni með sjálfboðaliðum frá öllum heimshornum til að glæða lífi í lítið ítalskt þorp sem var við það að hverfa.

Various images and footage courtesy of Antarctic Logistics & Expeditions and Studiocanoe.