Stuttur gátlisti fyrir faggistingu
Aðalatriði
Við erum að auðvelda umsjón margra skráninga á Airbnb
Þú hefur notendavænt viðmót og getur einnig tengst Airbnb með samþættum hugbúnaði
Þú getur einnig útbúið markaðssetningarsíðu fagaðila, fylgst með frammistöðu þinni og sett saman teymið þitt
Aukinn fjöldi umsjónarmanna fasteigna, hótelhaldara og annarra gistifrumkvöðla byggir upp rekstur sinn eða eykur hann á Airbnb. Verkfæri okkar og eiginleikar gera magnumsjón með skráningum og bókunum þægilegri en nokkru sinni fyrr með einföldu viðmóti eða samþættum hugbúnaði.
Viltu hefjast handa með faggistingu? Airbnb er tilbúið til að aðstoða í öllu ferlinu. Notaðu þennan þægilega gátlista til að fylgjast með framvindu þinni þegar þú kemur öllu af stað.
Fyrstu skrefin
Stofna nýjan aðgang að Airbnb. Stofna fyrirtækjaaðgang að Airbnb með vinnunetfangi sem gestir geta notað til að ná í þig.
Settu upp notandalýsingu fyrirtækis sem passar við vörumerkið þitt. Notaðu heiti fyrirtækis eða nafn þess sem á aðalaðganginn. Settu inn kennimerki fyrirtækis eða ljósmynd af teymi eða einstaklingi sem notandamynd.
Lýstu rekstrinum þínum. Notaðu reitinn til að „lýsa þér“ til að segja gestum á Airbnb frá rekstri þínum. Þessi lýsing verður birt við allar skráningar.
Nauðsynlegum upplýsingum bætt við
Staðfestu að aðgangur þinn sé rekstrarreikningur. Okkur ber að safna og staðfesta tilteknar upplýsingar um gestgjafa til að fullnægja reglum gegn peningaþvætti.
Bættu við útborgunarmáta. Tilgreindu hvernig þú vilt helst að við borgum þér. Frekari upplýsingar
Bættu við upplýsingum um skattgreiðanda. Þegar svo virðist sem þú hafir tekjur með uppruna í Bandaríkjunum, eða í ákveðnum öðrum tilvikum, verðum við að safna tilteknum upplýsingum um skattgreiðanda frá þér. Frekari upplýsingar
Útbúa skráningar
Settu upp hugbúnað með API-tengingu. Heimilaðu eignaumsýslukerfinu eða markaðstorginu að stjórna aðgangi þínum að Airbnb. Farðu að næsta skrefi ef þú notar ekki hugbúnað með API-tengingu. Frekari upplýsingar
Birtu skráningar þínar. Veldu allt að 30 skráningar í tengda hugbúnaðinum og þær birtast sjálfkrafa á Airbnb. Hafa ætti meira en 20 lausar gistinætur fyrir hverja þeirra á næstu 3 mánuðum. Frekari upplýsingar
Árangursríkar skráningar. Skrifaðu skráningartitla sem sýna muninn á hverri eign, greindu frá öllum þægindum og settu inn hágæðamyndir. Frekari upplýsingar
Hafðu skýrar og stuttorðar húsreglur. Gestir þurfa að ganga að húsreglunum hjá þér að ganga frá bókun. Frekari upplýsingar
Veldu afbókunarreglu. Við mælum með sveigjanlegri eða hóflegri reglu. Frekari upplýsingar
Veldu valkost fyrir gjöld. Verð gesta eru fyrirsjáanlegri og samkeppnishæfari þegar gjaldið leggst allt á gestgjafann. Frekari upplýsingar
Skilningur á bókunarferlinu
Gestir samþykkja skilmála. Gestur þarf að ganga að þjónustuskilmálum Airbnb og húsreglum þínum og taka fram fjölda gesta til að bóka.
Gestir bóka eignina þína. Airbnb fær greiðslu frá gestinum og sendir þér tilkynningu með tölvupósti. Skráningin er uppfærð í hugbúnaði þínum. Bókunin birtist á bókanasíðu þinni á Airbnb.
Airbnb borgar þér. Á útborgunardegi (almennt innan 24 tíma frá komu gesta) borgar Airbnb þér bókunarupphæðina að frádregnu þjónustugjaldi gestgjafa. Þú getur ávallt skoðað færslustöðu hér. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar um breytingar, afbókanir og kröfur
Meira um breytingar á bókunum: Til að staðfesta breytingu á bókun þurfa bæði gestgjafar og gestir að samþykkja hana á Airbnb. Frekari upplýsingar
Nánar um afbókanir af hálfu gestgjafa: Afbókanir af hálfu gestgjafa geta haft í för með sér frátekna daga í dagatalinu, gjöld og aðrar afleiðingar. Frekari upplýsingar
Kröfur um tryggingarfé: Kröfur um greiðslu tryggingarfjár verður að stofna tafarlaust í gegnum úrlausnarmiðstöðina. Frekari upplýsingar
Notkun verkfæra og aðferða fyrir fagfólk
Fylgstu með frammistöðu. Notaðu frammistöðustjórnborðið til að fylgjast með og bera saman frammistöðu mismunandi rekstrarmælinga. Frekari upplýsingar
Byggðu upp teymi. Þú getur sinnt skráningum ásamt öðrum teymismeðlimum án þess að samnýta aðgang eða deila persónuupplýsingum. Frekari upplýsingar
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Aðalatriði
Við erum að auðvelda umsjón margra skráninga á Airbnb
Þú hefur notendavænt viðmót og getur einnig tengst Airbnb með samþættum hugbúnaði
Þú getur einnig útbúið markaðssetningarsíðu fagaðila, fylgst með frammistöðu þinni og sett saman teymið þitt