Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Að bjóða gistingu

  Ég er gestgjafi. Hvaða viðurlög eiga við ef ég afbóka gistingu?

  Athugaðu: Þurfir þú að afbóka vegna kórónaveirunnar (COVID-19) skaltu skoða grein okkar um möguleika á afbókun.

  Eftirfarandi viðurlög eiga við um afbókanir gestgjafa vegna þess að þær raska ferðaáætlunum gesta og hafa áhrif á traust fólks á samfélagi Airbnb.

  Afbókunargjald

  Gjald verður dregið af fyrstu útborgun til þín eftir afbókun. Upphæð gjaldsins ræðst af því hvenær þú samþykktir bókunina og hversu löngu fyrir innritun þú afbókar:

  • Meira en 7 dögum fyrir innritun drögum við USD 50 af næstu útborgun til þín
  • Minna en 7 dögum fyrir innritun drögum við USD 100 af næstu útborgun til þín

  Afbókunargjaldið gæti verið fellt niður ef þú hefur lokið minnst 10 bókunum í röð án þess að afbóka frá því að þú gerðist gestgjafi eða frá því að þú afbókaðir síðast.

  Frátekið/lokað dagatal

  Afbókaðir dagar verða áfram fráteknir á dagatalinu þínu og þú getur ekki samþykkt aðra bókun á þeim tíma.

  Sjálfvirk umsögn

  Ef þú afbókar daginn fyrir innritun verður sjálfvirk umsögn birt á skráningarlýsingunni þinni þar sem fram kemur að þú hafir hætt við eina af bókunum þínum. Ekki er hægt að fjarlægja þessar umsagnir en þú getur alltaf svarað opinberlega til að útskýra af hverju þú þurftir að afbóka.

  Umsögn gesta

  Ef þú afbókar á innritunardegi eða síðar er gestum frjálst að birta umsögn við skráningarlýsinguna þína.

  Frysting á aðgangi

  Ef þú afbókar 3 sinnum eða oftar á innan við ári gætum við afskráð eignina þína.

  Það verða engar undantekningar veittar á afbókunarreglunum okkar án gildra málsbóta.

  Staða ofurgestgjafa

  Til að halda stöðu ofurgestgjafa þarf að fullnægja kröfum til ofurgestgjafa í hverju mati en í því felst meðal annars að afbókunarhlutfall fari ekki yfir 1%.

  Undanþágur vegna hraðbókana

  Við tilteknar aðstæður getur þú fellt niður hraðbókanir án viðurlaga. Frekari upplýsingar.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?
  Finnurðu ekki það sem þig vantar?
  Finndu efni fyrir tiltekna flokka í þessum hlutum hjálparmiðstöðvarinnar.