Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Atriði til að hafa í huga þegar tekið er á móti barnafjölskyldum

Undirbúðu eignina þína vandlega og uppfærðu síðan skráningarsíðuna í samræmi við það.
Airbnb skrifaði þann 21. júl. 2020
Síðast uppfært 18. jún. 2025

Litlu atriðin geta skipt sköpum fyrir þá sem ferðast með lítil börn í för. Heimili þitt gæti höfðað til fleiri gesta ef þú býður upp á sérstök þægindi eða búnað sem hentar fjölskyldum.

Undirbúningur eignarinnar

Það gæti komið sér vel að endurskoða þægindi heimilis þíns með fjölskyldur í huga. Gakktu úr skugga um að nauðsynlegar öryggisráðstafanir séu til staðar til að tryggja öryggi gesta þinna og heimilis.

  • Veldu sterkbyggð og örugg húsgögn og forðastu gler eins og hægt er.
  • Færðu brothætta og oddhvassa hluti þannig að börn nái ekki til þeirra.
  • Komdu í veg fyrir brotna diska með því að hafa endurnýtanlega plastbolla og -diska í eldhúsinu.
  • Settu krækjur á skápa og hlífar á rafmagnsinnstungur.
  • Veldu endingargóð efni sem auðvelt er að þrífa, eins og textíl með tæknilegum viðbótareiginleikum.
  • Hafðu hluti sem oft er óskað eftir til reiðu, svo sem aukahandklæði og -lök.
  • Hafðu mottur sem má þvo á harðviðargólfum.
  • Komdu fyrir reyk- og kolsýringsskynjara og skiptu reglulega um rafhlöður.
  • Hafðu slökkvitæki nálægt eldavélinni í eldhúsinu.
  • Gefðu gestum upp símanúmer neyðarþjónustu á staðnum í húsleiðbeiningunum og á spjaldi á sýnilegum stað í eigninni.

Uppfærsla skráningarupplýsinga

Þegar heimilið er orðið klárt skaltu uppfæra skráningarupplýsingar þínar og þægindin til að stuðla að fleiri bókunum og gefa réttar væntingar. Gestir geta notað leitarsíur til að þrengja valið.

  • Tilgreindu öll þægindi sem þú býður upp á, þar á meðal vinsæla hluti eins og ungbarnarúm og barnastól.
  • Ef þú ert með þvottavél eða þurrkara skaltu nefna hvort þú útvegir þvottaefni og hvort það kosti eitthvað aukalega að nota vélina.
  • Ef þú ert með baðker skaltu taka það fram í skráningarupplýsingum og setja inn mynd í myndasafnið.
  • Gakktu úr skugga um að myndirnar sýni allt sem þú nefnir í lýsingunni.
  • Bættu fjölskylduvænum ráðleggingum við ferðahandbókina þína, eins og hvaða leikvellir og verslanir eru í nágrenninu.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
21. júl. 2020
Kom þetta að gagni?