Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Þetta þarftu að vita um að taka á móti fjölskyldum og gæludýrum

  Undirbúðu eignina þína vandlega og uppfærðu skráninguna til að stækka markhópinn.
  Höf: Airbnb, 21. júl. 2020
  9 mín. lestur
  Síðast uppfært 1. júl. 2021

  Aðalatriði

  • Með undirbúningi eignar fyrir fjölskyldur og gæludýr er hægt að auka líkur á að fá bókanir

  • Uppfærðu skráningarlýsinguna til að nefna að eignin sé fjölskylduvæn og sýndu það á ljósmyndum

   • Vertu með þægindi eins og færanlegt ungbarnarúm og barnastól

   • Skoða aðstoð sem Airbnb býður ef vandamál kemur upp

   Foreldrar hafa úr fleiri stöðum að velja til að búa á og vinna vegna lokana á mörgum skrifstofum, skólum og dagheimilum. Margar þeirra hafa áhuga á að ferðast meira, eða jafnvel flytja fjölskylduna tímabundið um set, á staði þar sem er meira pláss og hægt að stunda útivist.

   Þótt sums staðar sé ekki öruggt að taka á móti börnum og gæludýrum þarftu að vita eftirfarandi ef þú getur tekið á móti þeim í eigninni þinni:

   Það borgar sig að skipuleggja sig fyrir fram áður en fjölskyldur og gæludýr koma á staðinn

   Ef þú hefur áhyggjur af gestum með börn eða gæludýr í þinni eign er ýmislegt sem þú getur gert til að létta á þeim.

   Láttu vita fyrir fram af því sem eignin hefur upp á að bjóða, og það sem vantar.
   Hjálpaðu foreldrum með að pakka rétt með því að greina frá öllum þægindum fyrir fjölskylduna sem þú hefur upp á að bjóða. Í ferðahandbók þinni má einnig gefa ráðleggingar um hvar hægt sé að kaupa eða verða sér úti um birgðir.

   Svona geturðu undirbúið eignina þína með tímanum til að auðvelda breytinguna í að taka á móti fjölskyldum:

   • Veldu sterkbyggð og örugg húsgögn og forðastu gler ef þú getur
   • Auðveldaðu þrif með því að forðast óreiðu og óþarfar skreytingar
   • Færðu brothætta og beitta hluti þangað sem börn ná ekki til
   • Komdu í veg fyrir að leirtau brotni með því að hafa plastbolla og -diska sem má nota oft í eldhúsinu
   • Íhugaðu að setja barnalása á skápa og hlífar á innstungur
   • Veldu endingargóð efni sem er auðvelt að hreinsa, eins og efnin sem notuð er fyrir útipúða
   • Hyldu harðviðargólf með mottum sem þola þvott

   Gríptu til nauðsynlegra öryggisráðstafana til að vernda heimili þitt og gesti.

   • Dragðu úr áhyggjum allra með því að setja upp reyk- og kolsýringsskynjara og slökkvitæki nærri eldavélinni
   • Mundu að haka við þessi þægindi við skráninguna þína og ekki gleyma að skipta reglulega um rafhlöður
   • Sýndu neyðarnúmer á staðnum í húsleiðbeiningum og á þar til gerðu spjaldi fyrir gesti

   Íhugaðu að fara fram á hærra tryggingarfé og gjöld.

   Hafðu á hreinu hvað þarf að gera ef vandamál koma upp.
   Slys geta orðið sama hversu góður undirbúningurinn er en það er hægt að gera ýmislegt til að vernda sig við gestaumsjón á Airbnb.

   • Óskaðu eftir peningum í úrlausnarmiðstöðinni: Þú getur notað úrlausnarmiðstöðina vegna hluta sem vantar eða sem hafa skemmst, aukaþjónustu og önnur mál tengd ferðinni—svo sem týnda húslykla eða gjöld vegna gæludýra. Þú getur einnig sent gesti pening til að bæta fyrir vandamál eins og ef eignin þín var ekki tilbúin við innritun.
   • Kynntu þér gestgjafaábyrgð Airbnb og gestgjafatryggingu: Gestgjafaábyrgð Airbnb og gestgjafatrygging* veita þér fyrstu vernd vegna tjóna og bótaábyrgðar. Þú gætir þó engu að síður samt viljað vera með húseigendatryggingu, leigjendatryggingu eða fullnægjandi ábyrgðartryggingu. Skoða vernd fyrir gestgjafa

   Ábending: Mundu að taka myndir fyrir kröfuna þína um leið og þú tekur eftir því að eitthvað gæti verið að.

   Öllum líður betur þegar þægindi eru til staðar

   Ef þú vilt vekja áhuga ferðalanga með fjölskyldur geta hugulsamleg viðbótaratriði hjálpað þér að skara fram úr sem rétti gestgjafinn. Búðu þig undir að útvega hluti sem er beðið oft um, eins og fleiri handklæði og lök, svo að dvölin verði líkari því sem þau eiga að venjast heima hjá sér. Einnig er gott að hafa nægan salernispappír sem og salt, svartan pipar og aðrar nauðsynjar fyrir matargerð.

   Fáðu fleiri hugmyndir frá gestgjafanum Elsie í Nashville, Tennessee, sem segir frá því hvernig hún gerir sína eign fjölskylduvæna:

   Ábending: Það er auk þess aldrei hægt að hafa of mikið af hreinlætisvörum, sérstaklega eldhúspappír, sótthreinsiþurrkum og blettaeyði, eða hafa búið sig of vel undir lengri dvöl.

   Gæludýr þurfa einnig sérstaka athygli

   Eftir því sem barnafjölskyldum fjölgar á ferð höfum við orðið vör við að fleiri vilja hafa fjórfætta vini sína með í för; sían fyrir gæludýr hefur verið notuð meira á Airbnb undanfarið. Ef þú leyfir gæludýr í eigninni þinni er gott að útvega:

   • Skálar fyrir mat og vatn
   • Ábreiður fyrir gæludýr á húsgögn
   • Nóg af handklæðum sem eru ætluð til að þurrka af loppum dýranna við útidyrnar
   • Hreinlætisvörur til vara

   Ef þú ert með garð eða einkaverönd innan girðingar skaltu muna eftir því að nefna það í skráningarlýsingunni. Svo gæti einnig verið gott að nefna hve mörg gæludýr þú leyfir.

   Hér eru nokkrar leiðir til að leggja áherslu á að eignin þín henti gæludýrum:

   • Uppfærðu húsreglurnar hjá þér til að útskýra atriði svo sem hvenær má (eða má ekki) skilja gæludýr eftir í eigninni án eftirlits, hvar í eigninni og á lóðinni gæludýr mega, eða mega ekki, vera (svo sem nærri laug eða í garði) eða hvar þarf að tjóðra þau. Þú getur einnig tilgreint hvernig eigi að ganga frá úrgangi frá gæludýrum. Sparaðu tíma með því að uppfæra húsreglurnar fyrir margar skráningar í einu á skráningarsíðunni þinni.
   • Mundu að gefa ráð um útivistarsvæði fyrir hunda, dýralækna og gæludýrabúðir í ferðahandbókinni þinni
   • Ef þú gerir ráð fyrir að gestir vilji fara í dagsferðir án gæludýra, eða þurfi að geta stokkið frá, gæti verið gott að mæla með dýrapössun, dagvist fyrir hunda eða hundakofum í nágrenninu

   Ábending: Airbnb er ekki með sérstakan hluta til að setja inn gjöld vegna gæludýra en þú getur innheimt gjöld vegna þeirra í úrlausnarmiðstöðinni eða breytt ræstingagjaldinu hjá þér.

   Það sem vita þarf um þjónustudýr
   Mikilvægt er að muna að aðstoðardýr (þ.m.t. þjónustudýr og dýr sem veitir tilfinningalegan stuðning) teljast ekki vera gæludýr og þau sinna mikilvægu hlutverki fyrir eigendur sína. Samkvæmt reglum okkar gegn mismunun ber gestgjafa að leyfa þjónustudýr sem eru húsum hæf og sem lúta stjórn (jafnvel þótt gestgjafinn leyfi venjulega ekki gæludýr). Eina undanþágan er vegna takmarkaðra ástæða sem tengjast heilsu og öryggi.

   Athugaðu að ekki má leggja á gjald vegna gæludýrs eða einskiptisgjald vegna ræstinga á bókun þegar um þjónustudýr er að ræða. Frekari upplýsingar um þjónustudýr

   Láttu gesti vita af því sem þú býður upp á

   Þegar þú hefur búið eign þína undir fjölskyldur og gæludýr er komið að því að sýna hvað hún hefur fram að færa með því að uppfæra skráningarlýsinguna og þægindin hjá þér.

   • Uppfærður skráningartitill og -lýsing geta hjálpað þér að vekja áhuga réttu ferðalanganna og gefið skýrar væntingar
   • Gestir sem ferðast með börn og gæludýr geta notað leitarsíur til að þrengja valkosti sína svo að þú ættir einnig að muna eftir því að uppfæra þægindin hjá þér. (Ef þú ert með meira en eina skráningu getur þú uppfært þægindin fyrir allar eignirnar á skráningasíðunni.) Barnarúm og barnastóll eru nauðsynleg þægindi fyrir gesti með ungbörn.
   • Nefndu þægindi eins og loftræstingu, þvottavél/þurrkara og eldhús ef það er í eigninni þinni
   • Ef þú ert með þvottavél skaltu nefna hvort þú útvegir þvottaefni og hvort það kosti eitthvað aukalega að þvo
   • Það er auðveldara að baða börn í baðkeri. Mundu að nefna í skráningunni hvort þú sért með baðker og settu inn mynd í myndasafnið
   • Ef þú leyfir gæludýr skaltu vera viss um að þau séu leyfð samkvæmt húsreglum í skráningunni þinni og tilgreina hvort önnur gæludýr verði á staðnum
   • Gakktu úr skugga um að myndirnar þínar sýni allt sem þú hefur lýst. Skoðaðu ítarlegan leiðarvísi okkar fyrir myndatöku til að kynna þér hvernig hægt er að sýna fram á allt sem þú gerir til að mæta þörfum ferðamanna eins og er.

   Þótt það gæti þurft að leggja aukavinnu í að undirbúa eignina fyrir fjölskyldur með börn og gæludýr eru þessi notalegu þægindi eitt það besta sem hægt er að gera til að gleðja alla gesti.

   *Gestgjafaábyrgð Airbnb og gestgjafatrygging gilda ekki fyrir gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel, LLC, gestgjafa á meginlandi Kína, gestgjafa í Japan,upplifunargestgjafa og ævintýragestgjafa. Gestgjafaábyrgð Airbnb tengist ekki gestgjafatryggingunni eða Airbnb UK Services Limited.

   *Að undanskildum gestgjöfum sem bjóða gistingu á meginlandi Kína. Frekari upplýsingar

   Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

   Aðalatriði

   • Með undirbúningi eignar fyrir fjölskyldur og gæludýr er hægt að auka líkur á að fá bókanir

   • Uppfærðu skráningarlýsinguna til að nefna að eignin sé fjölskylduvæn og sýndu það á ljósmyndum

    • Vertu með þægindi eins og færanlegt ungbarnarúm og barnastól

    • Skoða aðstoð sem Airbnb býður ef vandamál kemur upp

    Airbnb
    21. júl. 2020
    Kom þetta að gagni?