Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig eignin er gerð þægileg fyrir fjarvinnufólk

  Vertu með samkeppnishæfa eign með því setja upp hentuga vinnuaðstöðu fyrir fartölvu.
  Höf: Airbnb, 21. júl. 2020
  4 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Hentug vinnuaðstaða fyrir fartölvu þarf ekki að þýða meira en að vera með borð eða skrifborð með pláss fyrir fartölvu, nýtanlega innstungu og þægilegan stól

  • Eignir með mörgum stöðum til að vinna á gætu höfðað til gesta sem vilja breyta til

  • Haltu skráningunni þinni réttri með því að uppfæra þægindi og ljósmyndir

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um undirbúning fyrir viðreisn ferðaþjónustu

  Þar sem vinnan hefur færst inn á heimilið í mörgum heimshlutum er fólk alls staðar að endurhugsa hvar það vinnur. Við höfum þar af leiðandi orðið vör við verulegar breytingar á því hvernig og hvers vegna fólk ferðast; og það gæti orðið til þess að fleiri gestir fái áhuga á eignum eins og þinni.

  Til að hjálpa þér við að undirbúa eignina þína fyrir fjarvinnufólk munum við útskýra hvað þarf fyrir hentuga vinnuaðstöðu fyrir fartölvu, gefa þér hugmyndir um viðbótarþægindi sem gleðja gesti og segja frá bestu leiðunum til að kynna eignina.

  Grundvallaratriði fyrir hentuga vinnuaðstöðu fyrir fartölvu

  Gestir líta á aðstöðu til að vinna heima sem nauðsyn þegar þeir bóka á Airbnb og það er auðveldara en þú heldur að útbúa hentuga vinnuaðstöðu fyrir fartölvu. Til að merkja við þessi þægindi fyrir skráninguna þína þarftu að hafa borð eða skrifborð með plássi fyrir fartölvu, nýtanlega innstungu og þægilegan vinnustól.

  Pör sem stunda fjarvinnu þurfa tvö aðskilin rými fyrir fundi. Íhugaðu því að koma upp tveimur vinnusvæðum sem eru bæði með skrifborði eða borði og þægilegum skrifborðsstól. Þú getur gert gestum grein fyrir þessum eiginleikum með því að leggja áherslu á herbergi með vinnusvæðum í skráningunni þinni, á ljósmyndum og í myndatexta.

  Mikilvægi hraðs og áreiðanlegs þráðlauss nets

  Auk nauðsynjanna reiða gestir sig á öflugt þráðlaust net til fyrir myndsímtöl og fjarfundi. Mundu að nefna hvort þú sért með hratt þráðlaust net í skráningarlýsingunni þinni og settu inn skjámynd af niðurstöðum hraðaprófunar með myndunum.

  Skráningin þín er í hættu á að fá slæma umsögn ef gestur lendir í vandræðum með netið vegna þess að þráðlaust net er mikilvægt fyrir fjarvinnufólk. Ef þráðlausa netið er hægt sums staðar í eigninni má auka afköstin með þráðlausum endursendum og mögnurum. Kannaðu þráðlausa netið á milli dvala, eða þjálfaðu ræstitækninn þinn til að gera það, til að greina hugsanleg vandamál. Það gæti einnig komið sér vel að kynna sér hvernig hægt er að skoða beininn úr fjarlægð til að fylgjast með þráðlausa netinu.

  Frekari upplýsingar um að bjóða gestum upp á netaðgang

  Önnur þægindi sem fjarvinnufólk gæti kunnað að meta

  Þótt þú sért kannski þegar með allt sem þú þarft til að bjóða hentuga vinnuaðstöðu fyrir fartölvu þá meta gestir mikils litlu atriðin sem geta gert fjarvinnu ánægjulegri og árangursríkari.

  Hvort sem þú ert með aukaherbergi til að nota sem skrifstofu eða sveigjanlega vinnuaðstöðu í stofunni er hér listi yfir atriði sem þú ættir að íhuga fyrir eignina:

  • Önnur vinnusvæði: Setustofa, borðstofa eða verönd getur verið góð tilbreyting og gert mörgum kleift að vinna um leið.
  • Vinnuvistfræði: Standur fyrir fartölvu, púðar og teppi til að styðja við bakið og stillanleg fóthvíla geta skipt sköpum varðandi þægindi við langa setu.
  • Góð lýsing: Þótt best sé að hafa dagsbirtu frá glugga eða glerhurðum er hægt að lýsa upp vinnusvæði með borðlampa.
  • Fullbúið eldhús: Vertu með nóg af leirtaui og eldunaráhöldum til hægðarauka fyrir gesti. Skoða ábendingar fyrir þrif á eldhúsinu
  • Kaffivél og teketill: Mörgum gestum finnst gott að byrja daginn á koffínskoti. Þú getur getur meira en þarf með því að útvega kaffi eða setja upp kaffimiðstöð fyrir gesti sem þurfa að mæta snemma á myndfund eins og ofurgestgjafinn og lífstílsbloggarinn Elsie Larson gerir. Fleiri ráð fyrir gestgjafa frá Elsie
  • Skrifstofuvörur: Oft getur verið gott að gefa nýja penna og minnisblokkir en eignin þín gæti skarað fram úr ef þú ert með prentara.
  • Tækniaðstoð: Vinnuaðstaðan þín getur batnað til muna ef þú ert með tölvuskjá, snjallhátalara og nóg af hleðslutækjum fyrir síma.
  • Þögn: Gardínur, mottur, teppi, púðar og önnur efni geta dregið úr truflandi hávaða.

  Bestu leiðirnar til að segja gestum frá vinnuvænu eigninni þinni

  Þegar þú hefur gert það sem þarf svo að eignin þín sé þægileg fyrir fjarvinnufólk er mikilvægt að uppfæra skráningarlýsinguna, þægindin og ljósmyndir svo að gestir viti að þú ert með vinnuvæna eign.

  • Nýttu þér leitarsíur. Margir gestir sía út eignir með þægindunum sem þeir leita að þegar þeir skoða skráningar. Mundu því að haka við hentuga vinnuaðstöðu fyrir fartölvu og allt annað sem þú getur boðið upp á í eigninni. Frekari upplýsingar um þægindin sem er best að bjóða upp á
  • Uppfærðu myndirnar þínar og myndatexta. Í ljósi þess að margir gestir skoða ljósmyndir við skráninguna áður en þeir lesa lýsinguna skaltu passa upp á að hafa mynd af vinnusvæðinu. Skoðaðu þriggja hluta leiðarvísi okkar fyrir myndatöku þar sem útskýrt er hvernig á að undirbúa eignina, taka hágæðamyndir með snjallsímanum og velja og breytta ljósmyndunum.
  • Hjálpaðu gestum að sjá sig fyrir sér í eigninni. Til viðbótar við að uppfæra þægindin skaltu sjá til þess að skráningarlýsingin sýni hvernig fer um fjarvinnufólk í eigninni. Mundu eftir að segja frá því í skráningartitlinum ef þú vilt skara mikið fram úr.

  Athugaðu: Ef þú vilt að eignin þín birtist þegar gestir leita með síu fyrir „vinnuferðir“ þarftu einnig að hafa fengið að minnsta kosti eina háa einkunn frá viðskiptaferðamanni.

  Auk þess að uppfæra skráninguna þína með upplýsingum um hvernig gestir geta unnið þægilega frá eigninni þinni er einnig gagnlegt að senda þeim skilaboð áður en þeir koma. Ef þú býður upp á hluti eins og fullbúið eldhús eða skrifstofubúnað og minnir gesti á það getur þú hjálpað þeim að skipuleggja sig í samræmi við það.

  Með þessum ábendingum getur þú útbúið notalegt pláss þar sem ferðamenn geta búið um sig, unnið og slakað á. Þegar þú hefur þarfir gesta þinna í huga geturðu auk þess boðið þægilega (og afkastamikla) dvöl fyrir fjarvinnufólk.

  Aðalatriði

  • Hentug vinnuaðstaða fyrir fartölvu þarf ekki að þýða meira en að vera með borð eða skrifborð með pláss fyrir fartölvu, nýtanlega innstungu og þægilegan stól

  • Eignir með mörgum stöðum til að vinna á gætu höfðað til gesta sem vilja breyta til

  • Haltu skráningunni þinni réttri með því að uppfæra þægindi og ljósmyndir

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um undirbúning fyrir viðreisn ferðaþjónustu
  Airbnb
  21. júl. 2020
  Kom þetta að gagni?