Upplýsingar um ferðatryggingu og -aðstoð

Gestir í Bandaríkjunum og ákveðnum svæðum í Kanada geta keypt sér vernd þegar þeir bóka á Airbnb.
Airbnb skrifaði þann 6. ágú. 2024
Síðast uppfært 6. ágú. 2024

Neyðarástand og óvæntar ferðaraskanir geta komið upp. Þess vegna býður Airbnb upp á ferðatryggingu og -aðstoð.

Gestir sem búa í Bandaríkjunum og tilteknum sýslum og svæðum í Kanada geta tryggt bókanir sínar gegn tiltekinni áhættu þegar þeir bóka ferð. Ef gestir afbóka vegna gildra ástæðna geta þeir lagt fram tryggingarkröfu til að óska eftir endurgreiðslu bókunarkostnaðs á Airbnb sem fengist annars ekki endurgreiddur.

Þetta getur dregið úr líkum á að gestir biðji gestgjafa um endurgreiðslu umfram það sem er kveðið á í afbókunarreglu gestgjafans.

Hvernig gestir kaupa sér ferðavernd

Ferðatrygging og -aðstoð stendur gestum til boða sem búa í Bandaríkjunum eða Kanada, að undanskildum Quebec og Nunavut.

Gestir í þessum og öðrum gjaldgengum löndum hafa val um að kaupa sér ferðavernd á Airbnb áður en staðfesting og greiðsla bókunar fer fram. Gestir í Bandaríkjunum geta auk þess bætt ferðavernd við eftir að gengið hefur verið frá bókun. Gestir geta yfirfarið upplýsingar um hvað fellur undir verndina og hvað ekki, áður en gengið er frá kaupum.

Ferðaverndin gerir ráð fyrir því að gesturinn greiði prósentuhlutfall af heildarkostnaði bókunarinnar. Kostnaðurinn felur í sér gjald fyrir þjónustu eins og læknisávísanir, aðstoð meðan á ferð stendur og aðstoð í tilfelli stolinna skilríkja. 

Gestir sem kaupa ferðavernd fá staðfestingu með tölvupósti ásamt upplýsingum um hvað fellur undir verndina og hvernig kröfur er lagðar fram. 

Vernd er gefin út af útibúi Generali US eða Europ Assistance S.A. í Kanada, en það fer eftir staðsetningu gesta hverju sinni. Bæði útibúin eru hluti af Assicurazioni Generali S.p.A. sem er leiðandi fjölþjóðlegt tryggingafélag.

Það sem ferðatryggingar ná yfir

Ferðatrygging veitir gestum aukna vernd og felur meðal annars í sér greiðslu sem nær yfir allt að 100% af þeim bókunarkostnaði á Airbnb sem hefði annars ekki fengist endurgreiddur ef tilteknir atburðir hafa áhrif á ferðina, svo sem vont veður eða alvarleg veikindi.

Ef gestgjafinn endurgreiðir til dæmis 50% af bókunarkostnaði gests samkvæmt afbókunarreglu sinni, getur ferðatryggingin veitt endurgreiðslu á eftirstandandi 50% eða hluta upphæðarinnar, að því tilskildu að gesturinn afbóki af gildri ástæðu. Vátryggingafélagið mun ekki innheimta greiðslu af gestgjafanum til að greiða kröfu gestsins.

Vernd og skilmálar eru mismunandi eftir staðsetningu. Frekari upplýsingar er að finna í hjálparmiðstöðinni:

Ferðatrygging og -aðstoð eru frábrugðin AirCover fyrir gesti sem fylgir með hverri bókun. AirCover veitir gestum vernd gegn óvæntum uppákomum svo sem röngum upplýsingum í skráningarlýsingu eða ef innritun er ómöguleg.

Ferðaverndin fyrir íbúa í Bandaríkjunum er í boði Airbnb Insurance Agency LLC, 222 Broadway, 26. hæð, New York, N.Y. 10038 (leyfisnúmer í Kaliforníu: 6001912), sem er með starfsleyfi sem vátryggjandi í öllum ríkjum Bandaríkjanna ásamt District of Columbia og er baktryggt hjá Generali US Branch (NAIC #11231) í New York, N.Y. Fríðindum og þjónustu vátryggingarinnar er hér lýst almennt og þau eru háð tilteknum skilyrðum og undanþágum.

Fyrir íbúa Kanada (að undanskildum þeim í Quebec og Nunavut): Ferðatryggingin er í boði Airbnb Canada Insurance Services Inc. og Europ Assistance S.A. Canada Branch er vátryggjandi hennar. Airbnb Canada Insurance Services Inc. er með starfsleyfi sem vátryggingafélag og skráð skrifstofa þess er að 1600-925 West Georgia Street, Vancouver, BC V6C 3L2 í Kanada. Fríðindi og þjónusta sem fylgja ferðatryggingunni eru háð skilmálum og tilteknar undanþágur eiga við.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
6. ágú. 2024
Kom þetta að gagni?