Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

Búðu eignina þína, og gestina, undir neyðarástand

Undirbúðu þig með þessum ábendingum frá alþjóðlegum hollustu- og öryggisstofnunum.
Airbnb skrifaði þann 5. mar. 2020
5 mín. lestur
Síðast uppfært 5. mar. 2020

Aðalatriði

  • Kynntu þér hvernig þú getur undirbúið eignina þína og gesti undir neyðarástand með þessum ábendingum

    • Komdu fyrir reyk- og kolsýringsskynjara og þekktu merki um kolsýringseitrun

    • Gerðu viðhaldsáætlun fyrir heimilið og útvegaðu gestum neyðarbúnað

    Miklu þarf að muna eftir sem gestgjafi og eitthvað gæti gleymst ef ekki er lögð áhersla á heimilisöryggi. Við vitum mikilvægi þess að búa sig undir eldsvoða, náttúruhamfarir og annað neyðarástand en það felst meðal annars í því að skipta reglulega um rafhlöður og að deila rýmingaráætlun með gestum. Við höfum tekið saman ábendingar frá Alþjóðamiðstöð hamfaraundirbúnings, Bandaríska Rauða krossinum og öðrum hollustu- og öryggisstofnunum en það er góð hugmynd að kynna sér gildandi regluverk á hverjum stað.

    Komdu fyrir reyk- og kolsýringsskynjara

    Þú veist mögulega nú þegar af hættum af eldsvoða en hvað með hættuna af kolsýringu (CO)? Mörg algeng heimilistæki (eins og gaseldavélar, vatnshitarar, ofnar, miðstöðvarkatlar og kolagrill) geta gefið kolsýring frá sér. Þessi ósýnilega, lyktarlausa og litlausa lofttegund getur verið hættuleg og jafnvel banvænt samkvæmt Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC). Án viðeigandi skoðunar og loftræstingar geta þessi tæki valdið hættulegri uppsöfnun lofttegundar sem getur valdið alvarlegum heilsufarsvandamálum og jafnvel dauða.

    Hjálpaðu til við að koma í veg fyrir kolsýringseitrun með því að setja upp skynjara alls staðar sem fólk sefur eins og Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna leggur til. Þú getur hjálpað til við að koma í veg fyrir eldsvoða með því að vera að lágmarki með reykskynjara á hverri hæð eignarinnar og við alla svefnaðstöðu samkvæmt Bandaríska Rauða krossinum. Einnig er hægt að kaupa samsetta skynjara sem vara bæði við reyk og kolsýringi. Mundu að uppfæra þægindin í skráningarlýsingunni þinni til að láta hugsanlega gesti vita af því sem þú hefur gert til að vernda öryggi þeirra.

    Hjálpaðu gestum þínum að skilja hættuna af kolsýringseitrun

    Þegar þú hefur komið fyrir kolsýringsskynjara er gott að kynna sér hvaðan kolsýringur kemur oft og almenn einkenni kolsýringseitrunar:

    • Einkenni kolsýringseitrunar eru m.a. höfuðverkur, slappleiki, svimi, ógleði og uppköst. Ef þú eða gestir þínir finna fyrir þessum einkennum og þig grunar kolsýringseitrun mælir Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna með því að fara tafarlaust út úr byggingunni og hringja í 911.
    • Gott er að nota húsleiðbeiningarnar til að minna gesti á ástæðu þess að aldrei ætti að nota grill eða prímushellu innandyra, þar með talið í bílskúrum og kjöllurum. Þessi áminning er sérstaklega mikilvæg í loftslagi þar sem gestirnir gætu freistast til að nota ofna eða eldavélar til hitunar. Þú getur útskýrt hættur kolsýrings og gætt þess að kynding sé áreiðanleg.
    • Í húsleiðbeiningunum þínum getur þú nefnt að gestir ættu að fylgja ráðlögðum öryggisreglum ef viðvörun heyrist í kolsýringsskynjara sem gæti falist í því að fara tafarlaust út eða að færa sig að opnum glugga eða dyrum ef gestirnir komast ekki út.
    • Athugaðu: Á sumum heimilum þar sem brennsla er ekki notuð til kyndingar (t.d. þar sem aðeins eru rafmagnstæki) þarf mögulega ekki að vera með kolsýringsskynjara en það er góð hugmynd að hafa samband við skiptiborðið á næstu slökkvistöð til að staðfesta það.

    Gerðu viðhaldsáætlun þegar þú skipuleggur gestaumsjón

    Prófaðu reyk- og kolsýringsskynjara reglulega. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna mælir með því að skoða eða skipta um rafhlöður þegar þú breytir tímanum á klukkunum að vori og hausti til. Skipta ætti um flesta skynjara á fimm til 10 ára fresti en fylgdu leiðbeiningum framleiðandans. Aftan á mörgum skynjurum eru merki eða dagsetningarstimplar sem sýna allur þeirra og fyrningardagsetningu. Auk þess ætti fagmaður að skoða og hreinsa viðar- og kolaeldavélar, arna, strompa og miðstöðvarkatla á hverju ári. Yfirfara ber vatnshitara að minnsta kosti einu sinni á ári.

    Verndaðu eignina þína og gesti gegn eldsvoða

    Útbúðu eignina þína með öryggi í huga og láttu gesti þína vita hvað þeir eigi að gera við eldsvoða:

    • Vertu með slökkvitæki í eldhúsinu, bílskúr og á hverri hæð ef hægt er. Ekki geyma slökkvitæki nærri hitagjöfum (eins og ofnum) þar sem hiti getur dregið úr virkni þeirra samkvæmt Bandaríska Rauða krossinum. Vertu með miða á hurðum og skápum þar sem tækin eru geymd svo að auðvelt sé að finna þau og segðu frá staðsetningu þeirra í húsleiðbeiningum.
    • Útbúðu rýmingaráætlun, sem þú setur einnig í húsleiðbeiningarnar, með tveimur útgönguleiðum úr hverju herbergi og tilgreindu hvar ætti að koma saman úti.
    • Hafðu hreint í kringum eldavélina og fjarlægðu allt í kringum hana sem gæti kviknað í.
    • Ef þú kaupir hitara skaltu velja hitara sem stöðvast ef hann fellur á hliðina.
    • Minntu gesti á að slökkva á færanlegum hiturum þegar þeir eru ekki í notkun, að reykja ekki innandyra og skilja kerti aldrei eftir logandi án eftirlits.

    Undirbúðu þig fyrir náttúruhamfarir

    Þú getur búið þig undir náttúruhamfarir, allt frá jarðskjálftum og fellibyljum til mikilla vetrarstorma. Hér eru nokkrar ábendingar um undirbúning sem gestgjafi:

    • Skráðu þig til að fá tilkynningar: Alþjóðamiðstöð hamfaraundirbúnings sendir samstundis út neyðartilkynningar og aðrar tilkynningar með neyðaröppum sínum.
    • Gefðu gestum upplýsingar um sjónvarps- og útvarpsstöðvar á staðnum til að afla sér frétta.
    • Minntu gestina á að vera með fullhlaðna síma, hafa nægt reiðufé og fylla bensíntankinn séu þeir akandi.

    Útvegaðu sjúkrakassa og aðrar neyðarvörur

    Búðu eignina birgðum sem gestir gætu þurft á að halda í neyðartilvikum:

    • Búðu til eða kauptu sjálfsbjargarkassa með nauðsynjum eins og vatni, endingarmiklum mat, vasaljósi og aukarafhlöðum.
    • Vertu með sjúkrakassa og annað sem gæti skipt máli vegna staðbundinna hætta. Til dæmis björgunarvestum ef eignin þín er á flóðasvæði eða hlýjum teppum ef hætta er á snjóbyljum. Hafðu birgðirnar í handhægri tösku ef rýma þarf eignina.

    Hafðu neyðarupplýsingar við hendi

    Láttu gesti þína vita hvernig þeir geta fengið aðstoð í neyðartilvikum með því að sækja og fylla út nýju neyðarhandbók Airbnb. Í handbókinni verður óskað eftir símanúmeri og heimilisfangi fyrir næstu lögreglustöð, sjúkrahús og slökkviliðið, staðsetningu á öryggisbúnaði eins og slökkvitæki, sjúkrakassa og afsláttarloka fyrir gas sem og áætlun þína fyrir neyðarrýmingu. Við mælum með því að fylla út að minnsta kosti tvær útgáfur handbókarinnar: eina á ensku og aðra á móðurmáli þínu. Komdu handbókinni fyrir á algengum stað eins og í eldhúsinu eða við inngang og felldu hana inn í húsleiðbeiningarnar þínar.

    Einnig er góð hugmynd að vera með skýra leiðarlýsingu á staðinn í húsleiðbeiningunum og að senda gestum handbókina fyrir innritun svo að ferð þeirra verði örugg. Ef gesturinn kemur eftir sólsetur gæti verið gott að skilja eftir kveikt ljós á veröndinni eða innandyra og að gefa ítarlegri upplýsingar fyrir gestinn til að finna lyklabox eða komast inn.

    Við höfum einnig búið til gátlista fyrir öryggi (m.a. fyrir yfirferð á sjúkrakassanum og reykskynjurum) sem þú getur prentað út, birt og vanið þig á að yfirfara fyrir gestaumsjón til að halda góðri yfirsýn. Takk fyrir að leggja þitt að mörgum til að tryggja öryggi eignarinnar þinnar og gesta.

    Frekari ábendingar um heimilisöryggi er að finna hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, Alþjóðamiðstöð hamfaraundirbúnings (e. Global Disaster Preparedness Center) og Bandaríska Rauða krossinum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, Alþjóðamiðstöð hamfaraundirbúnings og Bandaríski Rauði krossinn ábyrgjast hvorki þetta efni né Airbnb.

    Aðalatriði

    • Kynntu þér hvernig þú getur undirbúið eignina þína og gesti undir neyðarástand með þessum ábendingum

      • Komdu fyrir reyk- og kolsýringsskynjara og þekktu merki um kolsýringseitrun

      • Gerðu viðhaldsáætlun fyrir heimilið og útvegaðu gestum neyðarbúnað

      Airbnb
      5. mar. 2020
      Kom þetta að gagni?