Nánar um gistivernd fyrir gesti Airbnb

Gestir í Ástralíu geta keypt vernd við bókun eignar á Airbnb.
Airbnb skrifaði þann 20. nóv. 2024
Síðast uppfært 20. nóv. 2024

Neyðarástand og óvæntar ferðaraskanir geta komið upp. Það er ástæðan fyrir því að Airbnb býður upp á gistivernd. 

Gestir sem búa í Ástralíu geta verndað bókanir sínar gegn tiltekinni áhættu þegar þeir bóka gistingu. Ef gestir afbóka vegna gildra ástæðna geta þeir lagt fram kröfu til að óska eftir endurgreiðslu bókunarkostnaðs á Airbnb sem fengist annars ekki endurgreiddur.

Gistivernd getur dregið úr líkum á að gestir biðji gestgjafa um endurgreiðslu umfram það sem er kveðið á í afbókunarreglu gestgjafans.

Hvað fellst í gistiverndinni

Gistivernd veitir gestum fjárhagslegt öryggi þegar þeir ferðast. Verndin felur meðal annars í sér greiðslu sem nær yfir allt að 100% af bókunarkostnaði sem hefði annars ekki fengist endurgreiddur ef tilteknir atburðir hafa áhrif á ferðina, svo sem aftakaveður eða alvarleg veikindi.

Ef gestgjafinn endurgreiðir til dæmis 50% af bókunarkostnaði gests samkvæmt afbókunarreglu sinni, getur gistiverndin veitt endurgreiðslu á eftirstandandi 50% eða hluta upphæðarinnar, að því tilskildu að gesturinn afbóki af gildri ástæðu. Vátryggingafélagið mun ekki innheimta greiðslu af gestgjafanum til að greiða kröfu gestsins.

Gistiverndin nær einnig yfir niðurfellingar flugs, tafir á farangri og týndum eða stolnum ferðaskilríkjum. Frekari upplýsingar

Gistiverndin er frábrugðin AirCover fyrir gesti sem fylgir með hverri bókun. AirCover veitir gestum vernd gegn óvæntum uppákomum svo sem röngum upplýsingum í skráningarlýsingu eða ef innritun er ómöguleg.

Hvernig gestir ganga frá kaupum á gistivernd

Gestir sem búa í Ástralíu hafa val um að bæta gistivernd við bókun sína í staðfestingar- og greiðsluferlinu. Gestir greiða prósentuhlutfall af heildarkostnaði bókunarinnar á Airbnb fyrir gistiverndina. Áður en gengið er frá kaupunum er hægt að yfirfara upplýsingar um hvað fellur undir verndina og hvað ekki.

Gestir sem kaupa gistivernd fá staðfestingu með tölvupósti ásamt upplýsingum um hvað fellur undir verndina og hvernig kröfur er lagðar fram. Öll gistivernd er gefin út af Chubb Insurance Australia.

Ferðatrygging frá öðrum tryggingarfélögum stendur gestum í öðrum gjaldgengum löndum til boða.

Útgefandi þessarar vöru er Chubb Insurance Australia Limited ABN 23 001 642 020 AFSL Nr. 239687 (Chubb) ásamt Airbnb Australia Insurance Services Pty Ltd. ABN 66 681 023 389 (Airbnb) selur vöruna. Airbnb er viðurkenndur fulltrúi Chubb (AR-númer: 001311886). Hvers konar ráðgjöf Chubb og Airbnb skal túlkast á almennum grundvelli þar sem hún tekur ekki tillit til persónulegra markmiða þinna, fjárhagsstöðu eða þarfa. Lestu samantekt á vöruupplýsingum og leiðbeiningar fyrir fjármálaþjónustu ásamt upplýsingum um ákvörðun markhóps til að taka upplýsta ákvörðun um hvort varan henti þér eða ekki og til að fá upplýsingar um úrlausnarferli ágreiningsmála Chubb og hvernig hafa má samband við félagið. Kynntu þér einnig friðhelgisstefnu Chubb. Verndin er háð ákveðnum skilmálum. Tiltekin skilyrði, útilokanir og takmarkanir eiga við.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
20. nóv. 2024
Kom þetta að gagni?