Búðu þig undir aftakaveður

Undirbúðu gesti þína og eign undir fellibylji, hvirfilbylji og hitabylgjur.
Airbnb skrifaði þann 26. jún. 2024
Síðast uppfært 8. ágú. 2024

Góður undirbúningur fyrir aftakaveður eykur öryggi þitt, gesta þinna og eignar.

Heilsumiðuðu hjálpar- og þróunarsamtökin Americares veita þessar ábendingar til að hjálpa gestum og draga úr eignatjóni vegna fellibylja, hvirfilbylja og hitabylgja.

Aðstoð til gesta

Gestir eru hugsanlega ekki kunnugir loftslaginu á staðnum og vita ekki hvernig skal bregðast við ef aftakaveður skellur á.  Hér eru nokkrar leiðir sem Americares stingur upp á til að veita þeim stuðning.

Skrifaðu niður eða prentaðu út mikilvægar upplýsingar og skildu þær eftir á áberandi stað.

  • Neyðarnúmer: Taktu saman lista yfir símanúmer lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabílaþjónustu sem og almennu neyðarsímanúmeri viðkomandi lands (t.d. 112, 911 eða 999).
  • Heimilisfang eignar: Tilgreindu fullt heimilisfang eignarinnar, nálæg gatnamót eða kennileiti ásamt heiti hverfisins, umdæmisins eða svæðisins.
  • Óveðursskýli: Veittu upplýsingar um hvar gestir geta skýlt sér meðan á fellibyl eða hvirfilbyl stendur, eins og niðri í kjallara eða í gluggalausu herbergi í eigninni. 
  • Kort af svæðinu: Tilgreindu mögulegar flóttaleiðir, flóttaskýli fyrir almenning í hverfinu og kælimiðstöðvar. Tilgreindu hvaða staðir leyfa gæludýr.

Gerðu grein fyrir árstíðabundnu veðurfari á skráningarsíðunni, í skilaboðum og í afbókunarreglunni.

  • Húsreglur: Tilgreindu almennar upplýsingar um árstíðabundið veðurfar á svæðinu. Til dæmis: „Fellibyljatímabilið er yfirleitt frá júní til nóvember. Fylgist með veðurfréttum og tilmælum sem yfirvöld gefa út.“
  • Hraðsvör og tímasett skilaboð: Notaðu verkfærin í skilaboðaflipanum til að vista ábendingar sem þú getur deilt þegar slæmu veðri er spáð. Þú gætir til dæmis útbúið hraðsvar með ábendingum um hvar hægt sé að kæla sig meðan á hitabylgju stendur.
  • Afbókunarregla: Aftakaveður getur verið sérstaklega hættulegt fyrir staði þar sem loftræsting er ekki til staðar eða fágætar eignir eins og hjólhýsi, tjöld og trjáhús. Með því að bjóða upp á sveigjanlega afbókunarreglu fá gestir meira svigrúm til að skipuleggja sig með tilliti til veðurspáa.

Afbókunarreglan sem þú velur fyrir skráninguna þína ákvarðar almennt endurgreiðslu til gesta vegna afbókana nema þú og gesturinn komið ykkur saman um annað. Ef ekki er hægt að standa við bókun vegna atburða sem valda stórtækum röskunum þar sem bókunin fer fram gæti það fallið undir reglur Airbnb um óviðráðanlegar aðstæður

Þú getur fellt niður bókun án gjalda eða viðurlaga þegar reglur um óviðráðanlegar aðstæður eiga við og dagatal skráningarinnar helst lokað yfir viðeigandi dagsetningar. Gestir með bókanir sem hafa orðið fyrir áhrifum geta einnig afbókað og fengið fulla endurgreiðslu. Þú færð ekki útborgað ef þú eða gestur þinn fellið niður bókun samkvæmt reglunni.

Samskipti við gesti

Americares mælir með því að senda gestum skilaboð um veðurráðleggingar. Þú getur minnt þá á staðbundin úrræði og deilt öryggisábendingum til að hafa í huga meðan á dvölinni stendur.

Að draga úr eignatjóni

Veðurtengdar endurbætur á eigninni geta dregið úr eignatjóni af völdum fellibyls eða hvirfilbyls og gert hana þægilegri meðan á hitabylgju stendur. Americares mælir með eftirfarandi skrefum til að veðurtryggja eignina og halda henni öruggri.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
26. jún. 2024
Kom þetta að gagni?