Prófaðu verðtólin okkar
Það er auðvelt að breyta verðinu með verðtólum Airbnb. Þú getur nálgast þau í dagatalinu.
Verðtól og framboðsstillingar haldast oft í hendur. Þú gætir þurft að breyta framboðinu, eins og til dæmis að heimila lengri dvalir, ef þú vilt nýta þér ákveðin tól, eins og að bjóða mánaðarlegan afslátt.
Að breyta verði
Með því að yfirfara og breyta verðinu reglulega getur þú náð tekjumarkmiðum þínum.
Þú getur breytt grunnverði þínu úr dagatali skráningarinnar hvenær sem er. Þegar þú pikkar á upphæðina til að breyta henni munt þú sjá bæði verð gesta að frátöldum sköttum og tekjur þínar að frádregnum þjónustugjöldum gestgjafa.
Þú getur nýtt þér tvær aðrar leiðir til að fínstilla grunnverðið hjá þér.
- Sérsniðið helgarverð: Þú getur stillt sérstakt helgarverð fyrir föstudags- og laugardagsnætur. Með því að haga verði eftir tíma vikunnar getur þú fengið sem mest út úr bókunum.
- Snjallverð: Virkjaðu þetta tól hvenær sem er til að laga verðið sjálfkrafa að eftirspurn á staðnum. Snjallverð tekur tillit til mörg hundruð þátta tengda skráningu þinni, staðsetningu og gestaþróun. Þú getur einnig tilgreint lágmarks- og hámarksverð á nótt hjá þér.
Að bjóða afslætti og kynningartilboð
Önnur leið til að ná til gesta er prósentulækkun á grunnverði þínu fyrir tilteknar bókanir. Þú getur nýtt þér fjórar tegundir afslátta í dagatali skráningarinnar.
- Vikulegur afsláttur: Afslættir af gistingu sem varir í sjö nætur eða lengur geta bætt stöðu þína í leit, fyllt upp í eyður í dagatalinu og minnkað umstang á milli bókana. Vikuafsláttur sem nemur 10% eða meira birtist gestum sérstaklega. Afsláttarverðið birtist við hliðina á upphaflega verðinu hjá þér sem er yfirstrikað.
- Mánaðarafsláttur: Þú getur einnig boðið afslátt af gistingu sem varir í 28 nætur eða lengur. Þannig getur þú aukið meðallengd dvala í eignum þínum og minnkað umstang á milli gesta. Mánaðarafsláttur sem nemur 10% eða meira birtist gestum sérstaklega.
- Forkaupsafsláttur: Náðu til gesta sem skipuleggja sig með góðum fyrirvara með því að bjóða afslátt af bókunum sem gerðar eru 1–24 mánuðum fyrir innritun. Forkaupsafsláttur sem nemur 3% eða meira birtist gestum sérstaklega í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðu þinni.
- Afsláttur af bókunum á síðustu stundu: Afslættir af bókunum sem gerðar eru 1–28 dögum fyrir innritun geta komið sér vel til að fylla dagatalið og auka tekjurnar. Afsláttur sem nemur 10% eða meira af miðgildisverði þínu yfir 60 daga tímabil birtist gestum sérstaklega í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðunni.
Tímabundnir afslættir geta hjálpað þér að fá fleiri bókanir án þess að breyta grunnverðinu. Allt að tvær tegundir kynningartilboða gætu staðið þér til boða, allt eftir því hvort þú uppfyllir skilyrði.
- Nýskráningartilboð: Ýttu undir komu fyrstu gestanna og umsagnanna með því að bjóða 20% afslátt af fyrstu þremur bókunum nýrrar skráningar.
- Sérsniðið kynningartilboð: Veldu dagsetningar og afslætti sem þú vilt bjóða. Ákveðin skilyrði eiga við, meðal annars þarf tiltekin eign að hafa verið bókuð minnst þrisvar sinnum og þar af minnst einu sinni á undanförnu ári auk þess sem valdar dagsetningar þurfa að hafa verið lausar í minnst 28 daga. Afsláttur sem nemur 15% eða meira birtist gestum sérstaklega í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðu þinni.
Að bæta við valfrjálsum gjöldum
Þú getur bætt þrenns konar gjöldum við verðið hjá þér. Hafðu í huga að gjöld hækka heildarverðið hjá þér og geta fælt gesti frá því að bóka, sem minnkar þar af leiðandi tekjumöguleika þína.
- Ræstingagjald: Þetta er stakt gjald sem hækkar heildarverð gistingar og birtist á sérlínu í sundurliðun verðsins á greiðslusíðunni. Þér gefst kostur á að lækka ræstingagjald fyrir gistingu sem varir í eina til tvær nætur.
- Gæludýragjald: Þér gefst kostur á að innheimta þetta gjald fyrir hvert gæludýr, hverja nótt eða hverja dvöl. Þú getur ekki innheimt gæludýragjald í tilviki þjónustudýra og gestum ber ekki skylda til að láta vita sérstaklega af þjónustudýrum áður en gengið er frá bókun. Frekari upplýsingar um aðgengisstefnu Airbnb.
- Gjöld fyrir viðbótargesti: Þú getur innheimt gistináttagjald fyrir hvern gest umfram tilgreindan gestafjölda. Þú gætir til dæmis heimilað sex gestum að gista samkvæmt gistináttaverði þínu en innheimt 1000 kr. aukalega á nótt fyrir hvern gest upp að hámarksgestafjölda hjá þér.
Þú stjórnar ávallt verði þínu og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.