Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Að nota verðtól Airbnb

Notaðu ábendingar, afslætti og kynningartilboð til að stjórna verðinu hjá þér í dagatalinu.
Airbnb skrifaði þann 9. jan. 2025
Síðast uppfært 14. júl. 2025
Að nota verðtól Airbnb
Umsjón með verði og framboði
Að nota verðtól Airbnb

Það er auðvelt að breyta verðinu og vera samkeppnisfær með verkfærum Airbnb. Þú getur nálgast þau í dagatalinu.

Verðtól og framboðsstillingar haldast oft í hendur. Þú þarft til dæmis að bjóða lengri gistingu ef þú vilt bjóða mánaðarafslátt.

Að breyta verði

Þú getur náð tekjumarkmiðum þínum með því að yfirfara og breyta verðinu reglulega hjá þér. Hafðu alltaf verðábendingar Airbnb í huga þegar þú breytir verði.

  • Grunnverð: Þetta er sjálfgefið verð fyrir allar nætur í dagatalinu þínu. Opnaðu verðstillingarnar til að breyta því. Þú getur borið saman svipaðar skráningar til að skoða meðalverð bókaðra og óbókaðra heimila á korti af svæðinu þar sem þú ert.
  • Helgarverð: Þú getur verið með álag á grunnverðið hjá þér fyrir föstudags- og laugardagsnætur í verðstillingunum. Með því að haga verði eftir tíma vikunnar getur þú fengið sem mest út úr bókunum.
  • Sérsniðið verð: Veldu tiltekna gistinótt eða gistinætur í dagatalinu til að breyta verðinu hjá þér. Pikkaðu á sprotann fyrir ofan dagatalið til að sýna eða fela ábendingarnar um gistináttaverð sem gætu birst fyrir neðan sérsniðna verðið hjá þér fyrir hverja nótt.

Notaðu snjallverð í verðstillingunum til að breyta verðinu hjá þér sjálfkrafa. Þetta tól miðar verðlagningu við staðsetningu, þægindi, fyrri bókanir, nýjustu verð á svæðinu og fleira. Þú slærð inn verðbil og getur kveikt eða slökkt á snjallverði fyrir tilteknar dagsetningar. Þú sérð engar ábendingar um gistináttaverð eða áþekkar skráningar ef þú notar snjallverð.

Að bæta við afslætti og kynningartilboðum

Kynningartilboð og afslættir geta bætt stöðu skráningar þinnar í leitarniðurstöðum og vakið áhuga gesta. Verðstillingarnar bjóða upp á fjórar tegundir afsláttar.

  • Vikulegur afsláttur: Bjóddu afslátt af gistingu sem varir í 7 nætur eða lengur til að fylla dagatalið hraðar og skipta sjaldnar um gesti.
  • Mánaðarafsláttur: Bjóddu afslátt af gistingu sem varir í 28 nætur eða lengur til að auka meðallengd dvala í eignum þínum og skipta sjaldnar um gesti.
  • Forkaupsafsláttur. Lækkaðu verðið hjá þér fyrir bókanir gerðar 1 til 24 mánuði fram í tímann til að ná til gesta sem skipuleggja sig fram í tímann.
  • Afsláttur á síðustu stundu: Lækkaðu verðið hjá þér fyrir bókanir gerðar 1 til 28 dögum fyrir innritun til að fylla upp í eyður í dagatalinu.

Þú getur boðið afslátt tiltekna daga. Veldu dagsetningar í dagatalinu til að opna sérstillingar og bjóða afslátt þá daga.

Viku- og mánaðarafsláttur upp á 10% eða meira birtist gestum sérstaklega í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðunni. Afsláttarverðið birtist við hliðina á upphaflega verðinu hjá þér sem er yfirstrikað.

Tímabundið kynningartilboð er önnur leið til að fá fleiri bókanir án þess að breyta grunnverðinu. Þú gætir séð tvær tegundir kynningartilboða en það fer eftir því hvort þú uppfyllir tiltekin skilyrði.

  • Nýskráningartilboð: Hvettu fyrstu gestina til að koma og skrifa umsagnir með því að bjóða 20% afslátt af fyrstu þremur bókununum.
  • Sérsniðið kynningartilboð: Veldu þær dagsetningar og þann afslátt sem þú vilt bjóða. Tilteknar kröfur gilda.

Nýskráningartilboð og sérsniðin kynningartilboð sem nema 15% eða meira birtast gestum sérstaklega í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðu þinni.

Möguleg viðbótargjöld

Það eru þrjú mismunandi gjöld sem þú getur lagt á verðið hjá þér. Athugaðu að heildarverðið hækkar þegar gjöld leggjast á en það getur fælt gesti frá því að bóka og þannig lækkað tekjurnar.

  • Ræstingagjald: Þú getur bætt við staðalgjaldi og skammtímagjaldi fyrir gistingu í 1 eða 2 nætur.
  • Gæludýragjald: Þetta gjald má innheimta fyrir hvert gæludýr, hverja nótt eða hverja dvöl. Samkvæmt aðgengisstefnu Airbnb má ekki innheimta gjald fyrir þjónustudýr.
  • Gjald fyrir viðbótargesti: Þú getur lagt viðbótargjald á hverja nótt fyrir hvern gest umfram þann fjölda sem þú tilgreinir. Þú gætir til dæmis haft sex gesti innifalda í gistináttaverðinu en innheimt 1000 kr. aukalega á nótt fyrir hvern gest upp að hámarksgestafjölda hjá þér.

Mundu að reikna inn öll viðbótargjöld á staðnum, svo sem gjald vegna rafmagns og hita eða dvalargjöld, þar sem þessi gjöld geta haft áhrif á heildarverðið.

Þú stjórnar ávallt verði þínu og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Að nota verðtól Airbnb
Umsjón með verði og framboði
Að nota verðtól Airbnb
Airbnb
9. jan. 2025
Kom þetta að gagni?