Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig hægt er að styðja við íbúa með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum?

  Hér eru nokkur úrræði og hugmyndir sem geta hjálpað þér að verða betri bandamaður.
  Höf: Airbnb, 23. mar. 2021
  8 mín. lestur
  Síðast uppfært 23. mar. 2021

  Frá upphafi heimsfaraldursins hefur orðið aukning á mismunun gagnvart íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum. Eins og þú veist hefur ofbeldi gegn fólki með uppruna frá Asíu aukist í Bandaríkjunum undanfarnar vikur, sérstaklega gegn öldruðum, og náði það hámarki í síðustu viku með hörmulegum morðum á Daoyou Feng, Delaina Ashley Yaun, Hyun Jung Grant, Paul Andre Michels, Soon Chung Park, Suncha Kim, Yong Ae Yue og Xiaojie Tan í Atlanta. Við hjá Airbnb vitum að mismunun gagnvart íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum hefur verið langvarandi og alþjóðlegt vandamál.

  Í febrúar útbjó einn af úrræðahópum starfsmanna okkar, Asians@Airbnb, leiðbeiningar til að hjálpa okkur að skilja hvernig hægt er að berjast gegn mismunun sem beinist að fólki með uppruna frá Asíu og styðja frekar við fólk með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum. Við bjóðum þér þessi úrræði.

  Upplýsingar fyrir samstöðu og baráttuna á móti mismunun gagnvart fólki með uppruna frá Asíu

  Eftirfarandi fræðslu- og upplýsingaefni fyrir samstöðu og baráttuna gegn mismunun gagnvart fólki með uppruna frá Asíu var tekið saman af úrræðahópi starfsmanna Airbnb, Asians@Airbnb.

  Bakgrunnur
  Frá upphafi heimsfaraldursins hefur orðið aukning á hatursglæpum sem snúa að fólki með uppruna frá Asíu en Stop AAPI Hate bárust 3.795 tilkynningar um uppákomur frá 19. mars 2020 til 28. febrúar 2021. Talið er að þetta sé aðeins brot af þeim fjölda hatursglæpa sem áttu sér stað í raun. Nýlega féllu Daoyou Feng, Delaina Ashley Yaun, Hyun Jung Grant, Paul Andre Michels, Soon Chung Park, Suncha Kim, Yong Ae Yue og Xiaojie Tan frá í ofbeldisfullum skotárásum í Atlanta. Á síðustu vikum hefur orðið skelfileg aukning á ofbeldi gegn öldruðum íbúum með uppruna frá Asíu. Við fordæmum þetta ofbeldi sem á sér stað í samfélaginu okkar og biðjum ykkur um að standa gegn þessu óréttlæti.

  Það er mikilvægt að hafa í huga að hatursglæpir gegn fólkinu okkar eru ekki nýtilkomnir. Íbúar með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum urðu fyrir útlendingahatri og rasisma gagnvart Asíubúum löngu áður en COVID-19 brast á (t.d. lög um útilokun Kínverja frá 1882, vistunarbúðir fyrir Japana, ofbeldi sem leiddi til verkalýðshreyfingar filippseyskra bændaog fleira). Og við verðum enn aftur og aftur fyrir þöggun þegar við reynum að hækka róminn svo að í okkur heyrist. Vegna hvítrar nálægðar okkar og viðvarandi goðsagnar um fyrirmyndarminnihlutann hefur verið, og er oft, horft fram hjá baráttu okkar. Við erum líka litað fólk sem stendur frammi fyrir óréttlæti og mismunun og við viljum sjást og að í okkur heyrist.

  Við biðjum þig um að magna raddir okkar til að ná fram sýnileika og réttlæti fyrir íbúa með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum. Við höfum tekið saman þessi hjálpargögn svo að íbúar með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum, vinir okkar og bandamenn geti skilið betur rasisma sem beinist gegn fólki með uppruna frá Asíu, sýnt okkur stuðning og barist gegn þessum rasisma.

  Þetta getum við gert núna

  1. Aukið meðvitund, segið frá og fordæmið þessar árásir og rasisma sem snýr að fólki með uppruna frá Asíu
  Þegar almennir fjölmiðlar fjalla ekki nægilega mikið um þessa hatursglæpi gegn íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjunum, eins og hefur verið raunin undanfarið ár, jaðrar það við þöggun á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og viðheldur þeirri ranghugmynd að við stöndum ekki frammi fyrir mismunun vegna húðlitar okkar. Hér að neðan kemur fram hvað hægt er að gera til að gefa íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum aukinn hljómgrunn:

  2. Tilkynntu árásir og glæpi gegn fólki með uppruna frá Asíu
  Tilkynntu málin á StopAAPIHate.org.

  3. Verndaðu þig fyrir mismunun eða stattu örugglega með öðrum sem sjónarvottur
  Taktu þátt í vefnámskeiðum og þjálfun sem Hollaback Bystander Intervention býður upp á.

  4. Kynnstu sögu mismununar sem snýr að fólki frá Asíu og Kyrrahafseyjum og öðrum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir

  5. Styðja, styrkja og bjóða sig fram með samtökum sem eru í virkri baráttu gegn rasisma sem snýr að íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum

  Samtök til að kynna sér og styðja við:

  Samfélagssamtök með aðsetur í Atlanta

  Landssamtök og fjáröflun

  6. Taktu virkan þátt í vinnu sem snýr að fjölbreytni, jafnræði og samkennd (e. „Diversity, Equity and Inclusion“ eða DEI) innan samfélagsins og hjá fyrirtækinu þínu og/eða stofnun

  Gakktu til liðs við og styddu úrræðahópa starfsmanna með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum svo sem heildarsamtök asískra ERG-hópa eins og Asísku leiðtogasamtökin (e. „Asian Leaders Alliance“ eða ALA) til að berjast saman gegn rasisma.

  ALA er samstarfshópur asískra ERG-hópa og borgaralegra leiðtoga sem vinna saman að því að hvetja til jákvæðra og samþættra áhrifa á samfélagið til langs tíma. Hópurinn hefur tekið saman eftirfarandi úrræði til að styðja aðra leiðtoga/meðlimi asískra ERG-hópa til að takast á við útlendingahatur og rasisma gegn fólki með uppruna frá Asíu:

  Vertu með í ALA-samfélaginu: Gerast áskrifandi að ALA. Spjalla við ALA á Slack.

  Um Asians@ úrræðahóp starfsmanna: Asians@ Airbnb er úrræðahópur starfsmanna (e. „ employee resource group“ eða ERG) sem hefur það að markmiði að magna rödd fólks með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum í samfélaginu til að ná fram markmiði Airbnb um að gera heiminn þannig að allir geti alls staðar alls staðar átt heima.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  23. mar. 2021
  Kom þetta að gagni?