Hvernig hægt er að styðja við íbúa með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum?
Frá upphafi heimsfaraldursins hefur orðið aukning á mismunun gagnvart íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum. Eins og þú veist hefur ofbeldi gegn fólki með uppruna frá Asíu aukist í Bandaríkjunum undanfarnar vikur, sérstaklega gegn öldruðum, og náði það hámarki í síðustu viku með hörmulegum morðum á Daoyou Feng, Delaina Ashley Yaun, Hyun Jung Grant, Paul Andre Michels, Soon Chung Park, Suncha Kim, Yong Ae Yue og Xiaojie Tan í Atlanta. Við hjá Airbnb vitum að mismunun gagnvart íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum hefur verið langvarandi og alþjóðlegt vandamál.
Í febrúar útbjó einn af úrræðahópum starfsmanna okkar, Asians@Airbnb, leiðbeiningar til að hjálpa okkur að skilja hvernig hægt er að berjast gegn mismunun sem beinist að fólki með uppruna frá Asíu og styðja frekar við fólk með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum. Við bjóðum þér þessi úrræði.
Upplýsingar fyrir samstöðu og baráttuna á móti mismunun gagnvart fólki með uppruna frá Asíu
Eftirfarandi fræðslu- og upplýsingaefni fyrir samstöðu og baráttuna gegn mismunun gagnvart fólki með uppruna frá Asíu var tekið saman af úrræðahópi starfsmanna Airbnb, Asians@Airbnb.
Bakgrunnur
Frá upphafi heimsfaraldursins hefur orðið aukning á hatursglæpum sem snúa að fólki með uppruna frá Asíu en Stop AAPI Hate bárust 3.795 tilkynningar um uppákomur frá 19. mars 2020 til 28. febrúar 2021. Talið er að þetta sé aðeins brot af þeim fjölda hatursglæpa sem áttu sér stað í raun. Nýlega féllu Daoyou Feng, Delaina Ashley Yaun, Hyun Jung Grant, Paul Andre Michels, Soon Chung Park, Suncha Kim, Yong Ae Yue og Xiaojie Tan frá í ofbeldisfullum skotárásum í Atlanta. Á síðustu vikum hefur orðið skelfileg aukning á ofbeldi gegn öldruðum íbúum með uppruna frá Asíu. Við fordæmum þetta ofbeldi sem á sér stað í samfélaginu okkar og biðjum ykkur um að standa gegn þessu óréttlæti.
Það er mikilvægt að hafa í huga að hatursglæpir gegn fólkinu okkar eru ekki nýtilkomnir. Íbúar með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum urðu fyrir útlendingahatri og rasisma gagnvart Asíubúum löngu áður en COVID-19 brast á (t.d. lög um útilokun Kínverja frá 1882, vistunarbúðir fyrir Japana, ofbeldi sem leiddi til verkalýðshreyfingar filippseyskra bændaog fleira). Og við verðum enn aftur og aftur fyrir þöggun þegar við reynum að hækka róminn svo að í okkur heyrist. Vegna hvítrar nálægðar okkar og viðvarandi goðsagnar um fyrirmyndarminnihlutann hefur verið, og er oft, horft fram hjá baráttu okkar. Við erum líka litað fólk sem stendur frammi fyrir óréttlæti og mismunun og við viljum sjást og að í okkur heyrist.
Við biðjum þig um að magna raddir okkar til að ná fram sýnileika og réttlæti fyrir íbúa með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum. Við höfum tekið saman þessi hjálpargögn svo að íbúar með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum, vinir okkar og bandamenn geti skilið betur rasisma sem beinist gegn fólki með uppruna frá Asíu, sýnt okkur stuðning og barist gegn þessum rasisma.
Þetta getum við gert núna
1. Aukið meðvitund, segið frá og fordæmið þessar árásir og rasisma sem snýr að fólki með uppruna frá Asíu
Þegar almennir fjölmiðlar fjalla ekki nægilega mikið um þessa hatursglæpi gegn íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjunum, eins og hefur verið raunin undanfarið ár, jaðrar það við þöggun á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og viðheldur þeirri ranghugmynd að við stöndum ekki frammi fyrir mismunun vegna húðlitar okkar. Hér að neðan kemur fram hvað hægt er að gera til að gefa íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum aukinn hljómgrunn:
- Mótmælið friðsamlega 26. mars 2021 #StandWithAsians og #StopAsianHate. Stattu með íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum og stuðningsaðilum þeirra til að mótmæla friðsamlega auknum rasisma gegn þessum íbúa og auka vitundarvakningu um mikilvægi laga um ríkisborgararétt frá 1790, sem undirrituð voru 26. mars 1790, sem takmörkuðu rétt til að öðlast ríkisborgararétt við „frjálsa hvíta einstaklinga… með góðan orðstír“, og útilokuðu frumbyggja, verkafólk, þræla, frjálsa svertingja og síðar Asíubúa. Kynþáttatakmörkun gegn Asíubúum var ekki tekin úr lögum fyrr en 1952.
- Skrifaðu undir og deildu þessum undirskriftalistum til að vekja athygli og stöðva rasisma gagnvart Asíubúum
- : Samfélagsmiðuð viðbrögð samtaka asískra Bandaríkjamanna sem berjast fyrir réttlæti (Asian Americans Advancing Justice (Atlanta)) á móti ofbeldi gegn asískum Bandaríkjamönnum
- Skoða almennan fréttaflutning af árásum á aldraða asíska Bandaríkjamenn
- Útvegaðu öryggisfulltrúa og fyrirbyggðu hatursglæpi gegn öldruðum í Kínahverfi San Francisco
- Stöðvaðu hatursglæpi gegn asískt ættuðum Bandaríkjamönnum
- Þjóðarbeiðni um samstöðu og andstöðu gegn ofbeldi gegn asískum Bandaríkjamönnum
- Horfðu á og deildu þessum myndskeiðum um aukningu ofbeldis gegn asískt ættuðum á undanförnum vikum:
- Skotárásin í Atlanta („The Daily Show“ með Trevor Noah)
- „Við hrópum á hjálp“: Leikarar og aðgerðasinnar vara við mikilli aukningu ofsókna gegn asískum Bandaríkjamönnum (MSNBC)
- Blaðamannafundur í Kínahverfi Oakland þar sem árásirnar á asískt ættaða eru fordæmdar (með Daniel Wu)
- #NeedToKnow eftir Yoonj Kim (frá MTV News)
- Asískir Bandaríkjamenn standa frammi fyrir auknum kynþáttaárásum í heimsfaraldrinum („The Reidout“ á MSNBC)
- Stöðvaðu hatrið: Aukið ofbeldi gegn asískum Bandaríkjamönnum (frétt á ABC)
- Lestu og deildu þessum greinum um aukningu hatursglæpa gegn asískt ættuðum:
2. Tilkynntu árásir og glæpi gegn fólki með uppruna frá Asíu
Tilkynntu málin á StopAAPIHate.org.
3. Verndaðu þig fyrir mismunun eða stattu örugglega með öðrum sem sjónarvottur
Taktu þátt í vefnámskeiðum og þjálfun sem Hollaback Bystander Intervention býður upp á.
4. Kynnstu sögu mismununar sem snýr að fólki frá Asíu og Kyrrahafseyjum og öðrum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir
- Lestu um goðsögnina um fyrirmyndarminnihlutann, ástæður þess að hún er til og ástæður þess að hún er skaðleg öðrum jaðarsettum hópum.
- Sögulegt yfirlit um rasisma í Bandaríkjunum sem beinist að fólki með uppruna frá Asíu:
- Lestu þessa grein í National Geographic um langa sögu þess að gera Bandaríkjamenn með uppruna frá Asíu að sökudólgum
- Lestu bókina „The Chinese in America: A Narrative History“ eftir Iris Chang.
- Horfðu á heimildarmynd PBS, „Asískir Bandaríkjamenn“
- Lestu þessa grein um mikilvægi samstöðu svarts fólks og fólks með uppruna frá Asíu eftir Michelle Kim og þessa grein um sögu spennu og samheldni milli svartra Bandaríkjamanna og Bandaríkjamanna með uppruna frá Asíu eftir Jerusalem Demsas og Rachel Ramirez.
- Fylgdu þessum samfélagsleiðtogum og aðgerðasinnum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum fyrir frekari upplýsingar og fræðslu:
- Michelle Kim, aðgerðasinni og meðstofnandi Awaken, sem skrifaði nýlega grein, umsjón teyma á tímum stjórnmálaáfalla
- Amanda Nguyễn, aðgerðasinni og stofnandi risenow.us
- Dr. Kiona, aðgerðasinni (sjá þetta innlegg frá Dr. Kiona um aðra reikninga til að fylgjast með)
- Daniel Wu, leikari og aðgerðasinni
- Hasan Minhaj, grínisti, leikari, pólitískur viðmælandi og sjónvarpsgestgjafi
- Dion Lim, Bay Area, fréttamaður í Kaliforníu og höfundur „Make Your Moment: The Savvy Woman’s Communication Playbook for Getting the Success You Want“
- Jeremy Lin, atvinnumaður í körfubolta fyrir Golden State Warriors
- Helen Zia, rithöfundur, aðgerðasinni og Fulbright-styrkþegi
- Chanel Miller, rithöfundur, listamaður og höfundur „Know My Name“
- Padma Lakshmi, höfundur, aðgerðasinni, fyrirsæta og sjónvarpsgestgjafi í Bravo Top Chef
- Daniel Dae Kim, leikari og framleiðandi
- Lærðu meira um hvernig mismunun gegn fólki með uppruna frá Asíu birtist á vinnustaðnum með því að lesa „Breaking the Bamboo Ceiling: Career Strategies for Asians“ eftir Jane Hyun og „Fast: Why Asian Americans Don 't reach the Top of the Corporate Ladder“ eftir Margaret Chin.
- Farðu í úrval námskeiða hjá Coursera til að öðlast dýpri skilning á menningu og sögu Asíu, móta ramma fyrir fjölbreytni og samkennd á vinnustaðnum og víðar og læra hvernig er hægt að vera árangursríkur bandamaður og talsmaður.
5. Styðja, styrkja og bjóða sig fram með samtökum sem eru í virkri baráttu gegn rasisma sem snýr að íbúum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum
Samtök til að kynna sér og styðja við:
Samfélagssamtök með aðsetur í Atlanta
- Samtök asískra Bandaríkjamanna sem berjast fyrir réttlæti (Asian Americans Advancing Justice) í Atlanta - Starfsstöð samtakanna í Atlanta kom af stað fjáröflun til að hjálpa fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra sem urðu fyrir áhrifum ofbeldisverka sem áttu sér stað þriðjudaginn 16. mars 2021.
- Þjónustumiðstöð fyrir alla með uppruna frá Asíu (Center for Pan Asian Services) - góðgerðasamtök í Atlanta til að stuðla að sjálfbærni og jafnræði fyrir innflytjendur, flóttafólk og fólk með takmörkuð réttindi með heildstæðri heilbrigðis- og félagsþjónustu, hæfnisstyrkingu og málsvörn.
Landssamtök og fjáröflun
- Samfélagssjóður fyrir fólk með uppruna í Asíu og Kyrrahafseyjum (AAPI) á GoFundMe.org, fjáröflun til að styðja við samtök sem styrkja og efla samfélag íbúa með uppruna frá þessum svæðum með framtaksverkefnum eins og auknu samfélagsöryggi og stuðningi við þá sem verða fyrir ofbeldi. #StopAsianHate
- Samtök asískra Bandaríkjamanna sem berjast fyrir réttlæti (Asian Americans Advancing Justice) - AAJC – landssamtök góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á húsnæðisréttindi, innflytjendamál, borgaraleg réttindi, verkalýðsréttindi og annað fyrir asískt ættaða Bandaríkjamenn.
- Stöðvum AAPI-hatur (Stop AAPI Hate) – tekur saman og bregst við haturstilfellum og áreitni gegn Bandaríkjamönnum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum.
- Hatur er veira (Hate Is A Virus) – hófst sem grasrótarhreyfing til að berjast gegn rasisma og útlendingahatri sem beint er gegn Bandaríkjamönnum með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum en það jókst í COVID-19. Hate Is A Virus hefur þróast í sjálfbær samtök sem takast á við útlendingahatur og hatur gegn fólki með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum (AAPI) sem og gegn svörtu fólki, frumbyggjum Bandaríkjanna og lituðu fólki (BIPOC).
- Aðgerðir sem valda breytingum (Act To Change) – landssamtök góðgerðasamtaka sem berjast við einelti, m.a. í samfélagi íbúa með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum. Þau gáfu út „The Racism is a Virus Toolkit“ til að styðja samfélagið í baráttunni gegn rasisma.
- Landssamtök Bandaríkjamanna með uppruna frá Asíu og Kyrrahafssvæðinu (National Council of Asian Pacific Americans) – góðgerðarsamtök sem standa vörð um heildarhagsmuni asískra Bandaríkjamanna (AA eða „Asian American“) og innfædda Havaíbúa og Kyrrahafseyinga (e. „Native Hawaiian Pacific Islander“ eða NHPI) með samstarfi 37 landssamtaka Bandaríkjamanna með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum.
- Sjóður fyrir borgaralegar aðgerðir AAPI (AAPI Civic Engagement Fund) - óflokksbundin samtök sem eru ekki hagnaðardrifin og fjármögnuð af NEO Philanthropy sem telja að Bandaríkjamenn með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum verði að taka heildstæðan þátt í að styrkja lýðræði í Bandaríkjunum, bæta lífsgæði allra og skapa lífleg fjölþjóðleg samfélög.
6. Taktu virkan þátt í vinnu sem snýr að fjölbreytni, jafnræði og samkennd (e. „Diversity, Equity and Inclusion“ eða DEI) innan samfélagsins og hjá fyrirtækinu þínu og/eða stofnun
Gakktu til liðs við og styddu úrræðahópa starfsmanna með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum svo sem heildarsamtök asískra ERG-hópa eins og Asísku leiðtogasamtökin (e. „Asian Leaders Alliance“ eða ALA) til að berjast saman gegn rasisma.
ALA er samstarfshópur asískra ERG-hópa og borgaralegra leiðtoga sem vinna saman að því að hvetja til jákvæðra og samþættra áhrifa á samfélagið til langs tíma. Hópurinn hefur tekið saman eftirfarandi úrræði til að styðja aðra leiðtoga/meðlimi asískra ERG-hópa til að takast á við útlendingahatur og rasisma gegn fólki með uppruna frá Asíu:
- Sameinandi yfirlýsing gegn samfélagsofbeldi - Vinsamlegast styðjið, fylgið og deilið sameinandi yfirlýsingu ALA.
- Ertu ekki viss um hvernig á að koma málstað okkar á framfæri við leiðandi fólk og jafningja? Notaðu þessa glærukynningu sem þú getur fengið og unnið strax eftir.
- „MMARC“-hjálpargögn gegn útlendingahatri sem beinist að íbúum með uppruna frá Asíu - er aðeins fyrir meðlimi til að leiðbeina leiðtogum asískra ERG-hópa um það hvernig á að berjast fyrir stuðningi við að takast á við mismunun gegn íbúum með uppruna frá Asíu.
Um Asians@ úrræðahóp starfsmanna: Asians@ Airbnb er úrræðahópur starfsmanna (e. „ employee resource group“ eða ERG) sem hefur það að markmiði að magna rödd fólks með uppruna frá Asíu og Kyrrahafseyjum í samfélaginu til að ná fram markmiði Airbnb um að gera heiminn þannig að allir geti alls staðar alls staðar átt heima.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.