Hvernig gengið er frá skráningu á eign

Þú getur annaðhvort lokið við skráningu í vinnslu eða byrjað á nýrri.
Airbnb skrifaði þann 14. okt. 2021
1 mín. lestur
Síðast uppfært 14. okt. 2021

Gott að fá þig aftur í hópinn! Í þessu skrefi getur þú valið á milli þess að ganga frá skráningu í vinnslu, skrá nýja eign og afrita hluta af fyrirliggjandi skráning.

1. Gakktu frá skráningunni þinni
Hér koma allar skráningar í vinnslu. Þær elstu eru efstar. Ef þú ert með fleiri en þrjár skráningar í vinnslu pikkar þú á sýna allar til að stækka listann. Þegar þú hefur valið skráninguna sem þú vilt vinna með byrjar þú þar sem frá var horfið og þú getur alltaf farið til baka til að yfirfara og breyta innslegnum upplýsingum.

2. Skráðu nýja eign
Til að byrja á nýrri skráningu pikkar þú á + og við hjálpum þér í gegnum ferlið.

3. Afritaðu núverandi skráningu
Þú getur sparað þér tíma með því að skrá nýja eign og nota upplýsingar úr fyrirliggjandi skráningu. Þetta kemur sér vel fyrir gestgjafa sem skrá svipaðar eignir, svo sem mörg sérherbergi í sama húsinu. Þú getur notað sömu myndirnar eða bætt við nýjum.

Þú getur fullskráð eign í 10 stórum skrefum:

  1. Veldu hvernig eign þú ætlar að bjóða
  2. Lýstu tegund eignar nánar
  3. Taktu fram hvort gestir hafi eignina út af fyrir sig
  4. Sláðu inn staðsetningu
  5. Ákveddu hve marga gesti þú vilt bjóða velkomna
  6. Taktu fram þægindi eignarinnar
  7. Bættu við og raðaðu myndunum
  8. Gefðu eigninni nafn
  9. Lýstu eigninni
  10. Tilgreindu gistináttaverð

Þú getur alltaf breytt skráningu sem hefur verið birt. Þú getur einnig fínstillt hvernig gestgjafi þú vilt vera, allt frá því að uppfæra dagatalið og yfirfara afbókunarregluna til þess að bæta húsreglunum við.

Airbnb
14. okt. 2021
Kom þetta að gagni?