Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Hvernig sannfærandi titill er saminn

Stuttur og auðlesanlegur titill getur látið eignina skara fram úr í leitarniðurstöðum.
Airbnb skrifaði þann 13. okt. 2025

Titilinn er tækifæri til að vekja athygli á því sem ber af við eignina þína. Stuttir titlar henta best og þú þarft ekki að nota alla 50 stafina.

Hér eru þrjú góð dæmi um titla:

  • Dvalarstaður við sjávarsíðuna með kajökum
  • Rómantískt, viktorískt gestaherbergi
  • Umhverfisvænt stúdíó nálægt KEF

Hugsaðu um það sem gerir eignina þína heillandi og einstaka þegar þú skrifar titilinn. Þú þarft ekki að fara nákvæmlega ofan í saumana á öllu. Vektu frekar áhuga gesta á að kanna eignina betur.

Prófaðu þessar ábendingar til að semja góðan titil:

  • Skrifaðu niður nokkur nákvæm orð sem lýsa eigninni þinni eins og „kyrrð“, „birta“ og „miðborg“.
  • Taktu fram eiginleika sem gætu vakið áhuga gesta, eins og nálægð við áhugaverðan stað.
  • Slepptu upplýsingum sem koma nú þegar fram í leitarniðurstöðum eins og borg eða bæ og heildarfjölda rúma.
  • Notaðu aðeins hástaf í upphafi setningar og fyrir sérnöfn.
  • Ekki nota tjákn, tákn eða önnur sértákn.

Þú getur alltaf breytt titlinum. Margir gestgjafar uppfæra titla þegar þægindum er bætt við eða þegar kemur í ljós hvað fyrstu gestunum líkar best.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Airbnb
13. okt. 2025
Kom þetta að gagni?