Hvernig þú getur aukið viðskiptin með upplifunum

Gestgjafar geta farið fram úr vonum með hrífandi afþreyingu.
Airbnb skrifaði þann 17. jan. 2019
3 mín. lestur
Síðast uppfært 7. jan. 2022

Heimagerður morgunverður, gönguferðir, afþreying í hverfinu og fleira. Ofurgestgjafar leggja meira á sig en búast má við til að láta gestum líða vel. Um 30%* heimilisgestgjafa Airbnb hafa einmitt boðið gestum sínum upp á ferðir og afþreyingu. Sumir gestgjafar hafa jafnvel gert þessa möguleika opinbera með að yfirfæra þá á upplifanir.

Til marks má taka gestgjafana Patricia Ramos og Oscar Fernandez sem voru meðal fyrstu upplifunargestgjafanna á Kúbu. Parið, en þau eru bæði hagfræðiprófessorar við háskólann í Havana, byrjaði sem heimilisgestgjafar. Nú bjóða þau einnig fjórar upplifanir: Tveggja daga menningarævintýri í Havana og dreifbýli; hálfsdags gönguferð um ósviknu Havana; dagslöng ferð til sveita Kúbu þar sem kaffi er ræktað, dýrahald stundað og lifað er af landinu ásamt; tveggja klukkustunda samtali um efnahag og samfélag Kúbu á meðan Cube Libre er sötraður eða annar drykkur að eigin vali. Auk þess „höfum við hvatt vini til að bjóða upp á 15 aðrar upplifanir“ sagði Óskar.

Patricia og Oscar töluðu við okkur um hvernig þau urðu öflugri frumkvöðlar.

Hvernig byrjuðu þið sem upplifunargestgjafar?
Oscar: „Sko, við vorum að eyða tveimur klukkustundum með hverjum gesti við innritun vegna þess að við vildum segja viðkomandi frá öllu sem við vissum um Kúbu. Það veitti okkur mikla ánægju því okkur leið eins og við værum prófessorar nema bara með nýrri tegund nemanda.“

Patricia: „Fólk byrjaði síðan að gefa okkur umsagnir og skrifaði um [óundirbúnu ferðirnar okkar]. Þannig að þegar Airbnb byrjaði að bjóða upp á upplifanir á Kúbu hugsuðum við að það gæti verið góð hugmynd að bjóða upplifun eins og við gerum nú þegar við innritun.“

Segðu okkur frá fyrstu upplifuninni þinni, „Being Cuban Adventure“. Hvað er sérstakt við hana?
Patricia: „Flestir alþjóðlegir gestir sem koma til Kúbu búast við að heyra um tóbak, romm og salsatónlist. En við vildum sýna gestum aðeins meira: hvernig menntakerfið, heilbrigðiskerfið og markaðirnir virka og hvernig fólk lifir af á svona lágum launum. Við göngum um borgina og sýnum þeim staði sem eru ekki fyrir ferðamenn, eins og Coppelia, sem er konungsríki rjómaíss. Fimm kúlur af rjómaís kosta um það bil 25 bandarísk sent. Það er um það bil 30 mínútna bið og fólk blandar geði og heldur jafnvel fundi meðan það bíður í röðinni. Þetta er sneiðmynd af kúbversku samfélagi. Við notum einnig almenningssamgöngur með gestum okkar sem er alls ekki algengt [fyrir ferðamenn]. Í lok dags finnst gestunum þeir hafa gert mikið og að þeiri geti talað um hvernig Kúbumenn lifa í raun í sósíalistasamfélagi.“

Hvað er það besta við að vera upplifunargestgjafi?
Oscar: „Það er ótrúlegt hve mikið þekking og menning eflast. Í hvert skipti kynnir þú menningu þína. Við erum enn prófessorar við háskólann og hvetjum því yngra samstarfsfólk okkar til að vera samgestgjafar upplifunarinnar með okkur. Okkur finnst einnig Airbnb hafa skapað störf og bætt líf fólks. Í upplifuninni okkar „lífið í sveitinni“ förum við með gesti á dreifbýlissvæði þar sem við hittum fjölskylduvini okkar sem lifa af landinu með veiðum og ræktun ávaxta og kaffibauna. Við förum með gesti þangað um þrisvar sinnum í viku og vinir okkar eru nú líka athafnafólk.“

Einhverjar ráðleggingar fyrir aðra gestgjafa sem íhuga að útbúa upplifun?
Patricia: „Þetta snýst allt um hvort þú hafir einhverju að deila og hvort þú viljir virkilega deila því með öðrum.“

Oscar: „Vegna þess að þetta snýst allt um að opna þig fyrir gestunum. Þú verður að vera ósvikin útgáfa af sjálfum þér, annars muntu ekki ná árangri.“

*Byggt á innanhúsrannsóknum Airbnb á yfir 100 gestgjöfum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
17. jan. 2019
Kom þetta að gagni?