Hvernig einn kenískur ofurgestgjafi passar að gestaumsjón sé öllum opin

Kynnstu gestgjafa í Naíróbí og hvernig hún tekur vel á móti öllum gestum.
Airbnb skrifaði þann 4. mar. 2021
6 mín. lestur
Síðast uppfært 4. mar. 2021

Aðalatriði

  • Ofurgestgjafi í Naíróbí, Keníu, veitir ábendingar til að ýta undir að gestaumsjón sé opin öllum

  • Skoðaðu lestrarlistann okkar til að halda áfram baráttunni gegn eðlislægri hlutdrægni

Alþjóðlegi kvennadagurinn er 8. mars og þemað í ár er er að benda á áskoranir, #ChooseToChallenge, sem hvetur okkur öll til að lofa því að láta vita af ójafnrétti og vinna að því að heimurinn verði opnari öllum.

Í Bandaríkjunum og Kanada er haldið upp á sögu svarts fólks í febrúar og sögu kvenna í mars og því eru mörg tækifæri á fyrstu mánuðum ársins til að fagna hópum sem hafa orðið fyrir sögulegu misrétti og mismunun.

En hjá Airbnb er ekki bara haldið upp á sögu kvenna og svarts fólks einn mánuð fyrir sig. Okkur finnst mikilvægt að fagna sögu kvenna og svarts fólks, sem er alþjóðleg saga, á hverjum degi. Þess vegna áttum við samtal við svartan ofurgestgjafa í Naíróbí, Keníu, um upplifun hennar af því að taka á móti fólki hvaðanæva úr heiminum og hún gaf okkur ráð um það hvernig má ýta undir að allir séu velkomnir.

Ofurgestgjafinn Juliette frá Naíróbí, Keníu, sagðist hafa upplifað mismunun á fjórum mismunandi flugvöllum á ferðalagi. „Ég var tekin út úr hópnum og það var leitað á mér þrátt fyrir að ferðaskjöl mín væru áreiðanleg,“ segir hún. „Upplifunin af þessu varð til þess að ég vildi gera betur og ég passa að sýna fólki úr mismunandi menningarheimum samúð, hlýju og samkennd.“

Svart fólk hefur í gegnum tíðina orðið fyrir mismunun á ferðalögum en fólkið hefur einnig tekist saman á við þessar áskoranir og til að ferðalög verði öruggari og hlýlegri. Okkur hjá Airbnb hefur lengi fundist að ferðalög og tengslin sem myndast í þeim séu meðal þess besta sem hægt sé að gera til að sigrast á hlutdrægni og brjóta niður fordóma og við höfum einsett okkur að hjálpa til við að brjóta þessar hindranir niður hverja fyrir sig.

Reynsla gestgjafa

Juliette er samfélagsleiðtogi í hópi gestgjafa í Keníu sem þýðir að hún býður sig fram til að stýra hópnum og samkomum fyrir aðra gestgjafa. Hún veitti fyrirtækjum ráðgjöf varðandi rekstrarstefnu í 20 ár áður en hún varð gestgjafi. Eftir að hún fór ung á eftirlaun í ágúst 2014 ferðaðist hún til Höfðaborgar í Suður-Afríku og bókaði heimili á Airbnb. Henni fannst spennandi að verða gestgjafi eftir þá upplifun.

„Ég fór strax heim, endurbætti heimilið og ákvað að skrá það á Airbnb,“ segir Juliette okkur. En hún fann fyrir efa áður en hún birti opinberlega skráninguna sína í janúar 2015. „Ég skipti nokkrum sinnum um skoðun … en Pamellah, fulltrúi gestgjafa, sannfærði mig um að prófa.“

Juliette segir að fræðslugögnin sem standi nú til boða, eins og samkomur gestgjafa og hópar á samfélagsmiðlum, hafi gert gestaumsjón enn auðveldari. Á þeim tíma treysti hún á einstaklingstengsl við aðra gestgjafa eins og Pamelluh til að fá svör við spurningum sínum og hjálp í gegnum ferlið.

Allt innan fjölskyldunnar

Juliette skráir fjölskylduheimilið á Airbnb. „Ég ól börnin mín upp í húsinu,“ segir hún. „Ég þekki hvert smáatriði á heimilinu, hvar það er hlýrra og hvað þar er aðeins svalara.“ Nú býður hún ánægð nýjar kynslóðir fjölskyldna velkomnar til sín.

„Ég er sérlega stolt af því að bjóða fjölskyldum með nýbura og börn hlýlegt heimili,“ segir Juliette. Auk þess er hún að kenna tvítugum syni sínum um frumkvöðlastarfsemi með því að hafa hann sem samgestgjafa sinn.

Opið viðmót byrjar á því hvernig gestgjafi þú ert

Juliette hefur lært ýmislegt um gestaumsjón með árunum og hún leggur sig alltaf fram um að mennta sig þegar hún tekur á móti gestum. Hér eru bestu tillögurnar hennar til að hafa opið fyrir öllum:

  • Taktu þátt í hópi gestgjafa. „Ekki fara af stað án þess að eiga þér bakland,“ segir Juliette. „Margir gestgjafar hafa verið í þínum sporum og geta hjálpað þér að átta þig á gestaumsjón, veitt ráð og dregið úr efasemdum. Það er miklu auðveldara að taka á móti gestum en það var áður fyrr.“
  • Rannsakaðu málið. „Notaðu úrræðin sem þér bjóðast,“ segir Juliette. „Airbnb veitir þér þessar upplýsingar en það er einnig mikið af öðrum úrræðum í boði. Í dag er miklu meira í boði en var áður.“
  • Aðlagaðu gestaumsjónina. Þegar þú byrjar að taka á móti gestum skaltu sjá fyrir þér hvert þú stefnir. „Skilgreindu hverju þú vilt ná fram á Airbnb,“ leggur Juliette til. „Hvernig vildir þú að tekið yrði á móti þér ef þú værir gesturinn? Hvað gerir þú best? Hvað getur þú gert öðruvísi? Hvernig viltu að gestir muni eftir þér? Búðu til áætlun.“
  • Gefðu aftur til samfélagsins. Ef þú hjálpar öðrum eru meiri líkur á því að þú bjóðir alla velkomna og sért virkur þátttakandi. „Þegar þú hefur náð undir þig fótunum og náð sérstöðu sem gestgjafi skaltu finna leiðir til að gefa af þér og styðja aðra gestgjafa,“ segir Juliette. „Þessa stundina styð ég við konur með gestaumsjón.“
  • Láttu öryggi vera forgangsmál. „Sem svartri konu skiptir mig miklu máli að finna til öryggis,“ segir Juliette. „Byggðu traust hjá gestum. Það er undirstöðuatriði svo að þú getir gætt þeirra.“ Juliette leiðbeinir gestum einnig með samgöngur á svæðinu. „Ég veit að það getur verið ógnvekjandi að ferðast ein eða jafnvel með öðrum á nýjum stað,“ segir hún. „Ég nýti þekkingu mína á borginni, heimili mínu og gestunum til að upplifunin sé eins örugg og hægt er.“

Staður þar sem allir tilheyra

Sem svartur gestgjafi sem tekur reglulega á móti gestum alls staðar að úr heiminum veit Juliette hve mikilvægt er að allir finni að þeir séu velkomnir og tilheyri þar sem þeir eru. Síðustu sex árin frá því að hún varð gestgjafi hefur hún lært mikið um það hvernig tekið er vel á móti gestum. Hér eru bestu ráðin hennar um gestaumsjón:

  • Segðu sögu þína í skráningunni. Auðkenndu það sem gerir þig og eignina þína einstaka og segðu frá því í notandalýsingu gestgjafa og skráningunni á eigninni. „Nefndu allt sem gerir þig og eignina þína sérstaka og greindu skýrt frá því sem gestir mega búast við,“ segir Juliette. „Þetta er önnur leið til að mynda tengsl við þig.“
  • Bjóddu upp á hraðbókun. Það er mikilvægt fyrir Juliette að koma jafnt fram við alla gestina sína en fyrsta skrefið í því er að bjóða upp á hraðbókun. Jafnvel þótt gestgjafar sjá ekki myndir af notendum fyrr en bókun er frágengin byggir mismunun oft á skynjun; og fólk getur fengið kynþátt einhvers á tilfinninguna út frá atriðum eins og eiginnöfnum. Þessi skynjun hefur ekki áhrifa á bókunarferlið þegar hraðbókun er notuð.
  • Eigðu oft og snemma í samskiptum. „Ég byrja ferlið oftast á því að spyrja hvað gestir þurfa, á hverju ég megi eiga von, hvenær gestir koma, hvað ég get gert fyrir þá og hvernig ég get bætt upplifun þeirra,“ segir Juliette. Húsleiðbeiningarnar hennar fylla í götin. „Ég útvega gestum einnig leiðbeiningar fyrir eignina mína og til að koma í veg fyrir óvæntar uppákomur. Mikil samskipti geta komið í veg fyrir mörg vandamál.“
  • Taktu persónulega á móti fólki. „Ég lít sem svo á að allir gestir mínir séu einstakir,“ segir Juliette. „Ég hef merkimiða með nafni allra gesta og sé persónulega um hvern gest fyrir sig. Ég passa einnig að taka sjálf á móti gestunum mínum nema ég sé ekki á staðnum.“ Með því að taka jafn vel á móti öllum gestum er hægt að draga úr hlutdrægni, stuðla að því að allir séu velkomnir og passa upp á að öllum líði vel.
  • Fylgstu með þörfum gesta. „Ég tek á móti gestum úr öllum menningarheimum og með alls konar bakgrunn og þarfir, væntingar og upplifanir allra eru mismunandi,“ segir Juliette. „Ég hlusta á allt sem gestir segja og spyr út í það sem er mér óljóst.“ Hún tekur til dæmis oft á móti kenískum ferðalöngum sem búa í öðrum löndum og hafa komið heim í heimsókn. „Ég hjálpa þeim oft að kynnast Naíróbí upp á nýtt,“ segir hún.

Önnur úrræði til að hafa opið fyrir alla

Sem gestgjafi veistu hve mikilvægt er að takast á við og greina eigin hlutdrægni svo að þú getir áfram boðið öllum gestum þínum sömu gestrisni, sama hverjir gestirnir eru, hvaða gestirnir koma og hvernig gestirnir líta út.

Okkur langar því að deila nokkrum úrræðum sem okkur hefur fundist gagnleg í vegferð okkar til að ýta undir aðgerðastefnu og samstöðu hjá samfélagsmeðlimum.

Við viljum ræða frekar um að allt standi öllum opið og vonum því að þú birtir færslu um eigin upplifun sem gestgjafi á Airbnb í félagsmiðstöðinni okkar og þau úrræði og ábendingar sem hafa hjálpað þér að skapa rými þar sem allir eiga heima.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Ofurgestgjafi í Naíróbí, Keníu, veitir ábendingar til að ýta undir að gestaumsjón sé opin öllum

  • Skoðaðu lestrarlistann okkar til að halda áfram baráttunni gegn eðlislægri hlutdrægni

Airbnb
4. mar. 2021
Kom þetta að gagni?