Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Hvernig Airbnb gætir öryggis gestgjafa

Sinntu gestaumsjón af öryggi með reglum okkar og vernd.
Airbnb skrifaði þann 1. des. 2025

Við erum þér innan handar á meðan þú tekur á móti gestum. Reglur okkar og þjónusta veita þér vernd svo lengi sem þú notar Airbnb í samskiptum, við bókun og við greiðslu.

AirCover fyrir gestgjafa

AirCover fyrir gestgjafa veitir gestgjöfum vernd frá A til Ö. Hún felur í sér ábyrgðartryggingu gestgjafa sem nemur allt að 1 milljón Bandaríkjadala. Verndinni fylgir einnig eignavernd gestgjafa upp að 3 milljónum Bandaríkjadala sem nær yfir listmuni, verðmæti, bíla, báta, önnur vélknúin ökutæki og báta sem lagt er eða geymd eru í eigninni þinni og fleira.

AirCover fyrir gestgjafa felur í sér öryggisráðstafanir eins og staðfestingu á auðkenni gesta áður en ferð hefst, til að tryggja að bókunaraðilar séu þeir sem þeir segjast vera. Við gerum bakgrunnsathugun á gestum sem bóka eftir því sem lög leyfa og athugum hvort gestir sem bóka séu á tilteknum vöktunar- eða viðurlagalistum. Tækni okkar til að skima bókanir hjálpar einnig til við að draga úr líkum á samkvæmum sem valda ónæði og eignatjóni.

Þjónustuver Airbnb

Þjónustuver Airbnb er opið allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, og býður aðstoð á 64 tungumálum.

  • Símanúmer og netaðstoð:Hringdu í okkur ef erindið er brýnt. Sendu okkur skilaboð ef erindið er ekki brýnt, t.d. ef um er að ræða uppfærslu á dagatalinu eða breytingu á verði.
  • Sérhæft þjónustuver fyrir ofurgestgjafa: Ofurgestgjafar fá sjálfkrafa samband við sérhæfðan starfsmann þjónustuvers Airbnb þegar þeir hafa samband við Airbnb.
  • Öryggisaðstoð allan sólarhringinn: Ef þú óttast um öryggi þitt hefur þú aðgang að sérþjálfuðum öryggisfulltrúum, dag sem nótt, með einu pikki úr appinu okkar.

Grunnreglur fyrir gesti

Airbnb gerir kröfu um að allir gestir fylgi grunnreglum. Þeir verða að ganga vel um eignina, fylgja húsreglum þínum, láta þig vita tímanlega ef eitthvað kemur upp á og skilja við heimilið í ástandi sem krefst ekki óhóflegra þrifa. Allir gestir þurfa að samþykkja þessar grunnreglur áður en hægt er að bóka. 

Ef gestur fylgir ekki grunnreglunum getur þú tilkynnt það með því að hafa samband við þjónustuver Airbnb, eða með því gefa viðkomandi lága einkunn í flokknum fyrir hreinlæti eða húsreglur í umsagnarferlinu. Gestir sem brjóta ítrekað gegn almennum húsreglum gætu verið frystir eða fjarlægðir af verkvangi Airbnb.

Samkvæmt grunnreglum eru húsreglur bindandi og þú getur greint gestum frá væntingum sem eiga sérstaklega við um eignina þína. Þú getur valið úr lista okkar yfir almennar húsreglur hvað varðar eftirfarandi atriði:

  • Gæludýr
  • Viðburði
  • Reykingar og rafrettur
  • Kyrrðartíma
  • Inn- og útritunartíma
  • Hámarksfjölda gesta
  • Myndatöku og kvikmyndun í atvinnuskyni

Ef þú ert með sérstakar leiðbeiningar sem koma ekki fram í almennu húsreglunum getur þú komið þeim á framfæri í viðbótarreglunum í skrángarstillingum. Þú gætir til dæmis beðið gesti um að loka og læsa öllum gluggum fyrir útritun.

Notendalýsingar og umsagnir gesta

Gestir sem ganga frá bókun eða taka þátt í ferð eru beðnir um að útbúa ítarlega notandalýsingu með ljósmynd og upplýsingum um sig svo að þú getir kynnst þeim betur fyrir dvölina. 

Þú getur treyst því að umsagnir gesta séu byggðar á raunverulegri upplifun þar sem gestgjafar og gestir geta aðeins gefið umsögn að bókun lokinni. Þú getur einnig spurt gesti spurninga og greint frá væntingum hvenær sem er áður en dvölin hefst.

Ef þú býður hraðbókun getur þú valið að bjóða hana aðeins gestum sem hafa lokið að minnsta kosti einni gistingu án þess að eitthvað hafi komið upp eða án lágra einkunna. Ef þú vilt frekar staðfesta bókunarbeiðnir handvirkt getur þú opnað notendalýsingar gesta og lesið umsagnir áður en þú samþykkir tiltekna bókun.

Þú getur alltaf fellt niður bókun ef þú telur þig hafa gilda ástæðu til að gruna að samkvæmi verði haldið, svo lengi sem þú fylgir afbókunarreglu gestgjafa. Ef þú hefur slæma tilfinningu fyrir tiltekinni ferðabeiðni getur þú hafnað henni, svo lengi sem þú fylgir reglum okkar gegn mismunun.

Viltu meiri aðstoð?

Skráðu þig í gestgjafaklúbbinn á staðnum til að komast í samband við aðra gestgjafa.
Finna gestgjafaklúbbinn þinn

AirCover fyrir gestgjafa felur í sér eignavernd gestgjafa, ábyrgðartryggingu gestgjafa og ábyrgðartryggingu upplifana og þjónustu sem gilda hvorki um gestgjafa sem bjóða gistingu eða upplifanir í Japan, þar sem japanska gestgjafatryggingin og japanska upplifunartryggingin gilda, né gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel LLC. Öll tryggingarmörk eru sýnd í Bandaríkjadölum.

Ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana og þjónustu eru vátryggðar af utanaðkomandi tryggingarfélögum.

Zurich Insurance Company Ltd. er vátryggjandi vegna ábyrgðartrygginga gestgjafa og upplifana fyrir gestgjafa sem bjóða gistingu, upplifanir eða þjónustu í Bretlandi. Airbnb U.K. Services Limited, tilnefndur fulltrúi Aon U.K. Limited — sem er með heimild og undir eftirliti fjármálaeftirlitsins (FCA) — sér um tryggingarnar og gengur frá samningum gestgjöfum í Bretlandi að kostnaðarlausu. Skráningarnúmer Aon hjá breska fjármálaeftirlitinu (FCA) er 310451. Þú getur staðfest upplýsingarnar með því að skoða fjármálaþjónustuskrána eða með því að hafa samband við FCA í síma 0800 111 6768. Ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana og þjónustu samkvæmt AirCover fyrir gestgjafa lúta eftirliti breska fjármálaeftirlitsins (FCA). Aðrar vörur og þjónusta eru ekki eftirlitsskyldar vörur í umsjá Airbnb UK Services Limited, FPAFF609LC.

Ef þú ert gestgjafi sem býður gistingu, upplifanir eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) þá er spænska útibú Zurich Insurance Europe AG, vátryggjandi fyrir ábyrgðartryggingu upplifana og þjónustu. Airbnb Spain Insurance Agency S.L.U. (ASIASL), óháð vátryggingastofa undir eftirliti aðalskrifstofu vátrygginga- og lífeyrissjóða (DGSFP) og skráð á Spáni með númerinu AJ0364 í skrá yfir vátryggingamiðlara hjá DGSFP, annast frágang og samningsgerð trygginga án nokkurs viðbótarkostnaðar fyrir gestgjafa innan EES. Þú getur staðfest þessa skráningu á skrá DGSFP yfir tryggingamiðlara og þú getur nálgast allar upplýsingar um ASIASL hér.

Eignavernd gestgjafa er ekki vátrygging og tengist ekki ábyrgðartryggingu gestgjafa. Samningsbundnar skyldur Airbnb samkvæmt eignavernd gestgjafa falla undir vátryggingu sem Airbnb kaupir fyrir skráningar á eignum í Washington-fylki. Þessir skilmálar eignaverndar gestgjafa gilda fyrir gestgjafa með skráða búsetu eða starfsstöð utan Ástralíu. Ef skráð búseta gestgjafa eða starfsstöð er innan Ástralíu er eignavernd gestgjafa háð skilmálum eignaverndar gestgjafa fyrir ástralska notendur.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
1. des. 2025
Kom þetta að gagni?