Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig Airbnb styður þig sem gestgjafa

  Finndu úrræði, fulltrúa gestgjafa og fleiri leiðir Airbnb til að hjálpa nýjum gestgjöfum að byrja.
  Höf: Airbnb, 10. maí 2021
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 16. júl. 2021

  Aðalatriði

  • Gestgjafahópar deila eigin upplifun

  • Reglur Airbnb vernda þig sem gestgjafa

  • Búðu til skráninguna þína og byrjaðu að fá gesti

  Ef þú ert nýr gestgjafi gætir þú haft nákvæmar spurningar um á hverju ætti að byrja og hvernig þú tekur á móti gestum. Þú getur treyst því að Airbnb fjárfesti í árangri þínum í gegnum allt ferlið, allt frá því að ákveða að bjóða gistingu til þess að ná rekstarmarkmiðum.

  Við höfum varið meira en áratug í að þróa gagnleg úrræði, þar á meðal handbækur um uppsetningu árangursríkrar skráningar, sérsniðna kosti skilaboða, vettvang gestgjafa og fleira.

  Með þessi tól í boði getur þú fundið til öryggis þegar þú heldur í vegferð þína sem gestgjafi.

  Lærðu af því besta í samfélagi gestgjafa okkar

  Gestgjafar okkar geta gefið nokkur af bestu ráðunum varðandi stofnun og rekstur með heimagistingu. Svona tengist þú hratt gestgjöfum í nágrenni við þig og um allan heim:

  • Með vefnámskeiðum í beinni útsendingu* og einkasamtölum við fulltrúa Airbnb,** fá væntanlegir gestgjafar mikilvæg ráð og ábendingar varðandi gestaumsjón
  • Netvettvangar á borð við félagsmiðstöðina og staðbundnir hópar á Facebook gera gestgjöfum kleift að miðla þekkingu sinni, skiptast á sögum og veita hvatningu og stuðning
  • Úrræðamiðstöðin okkar er full af greinum, leiðbeiningum og myndskeiðum með innsýn frá árangursríkum gestgjöfum—allt frá því að skrifa grípandi titil fyrir eign til þess að fá borgað
  „Ég er hrifin af því hvernig hópurinn okkar [á Facebook] kemur fjölbreyttu fólki saman í sameiginlegum tilgangi en enn betra er samfélagstilfinningin sem hópurinn gefur okkur sem erum í raun einyrkjar,“ segir Merrydith úr ráðgjafaráði gestgjafa á Airbnb frá Hobart í Ástralíu.

  Njóttu góðs af gestgjafavernd og stuðningi Airbnb

  Aðstoðarfulltrúar okkar eru við allan sólarhringinn í síma, með tölvupósti og í skilaboðakerfinu til að svara spurningum hratt og veita aðstoð við að leysa úr vandamálum sem geta komið upp.

  Hér eru nokkur dæmi um annað sem við tökum að okkur til að veita ykkur vernd, hvatningu og aðstoð:

  • Gestgjafaábyrgðin okkar verndar gegn eignatjóni upp að 1.000.000 Bandaríkjadölum fyrir flestar bókanir
  • Gestir þurfa að gefa Airbnb upp auðkennisupplýsingar, þar á meðal fullt nafn sitt, fæðingardag og -ár, símanúmer, netfang og greiðsluupplýsingar fyrir bókun
  • Við sjáum einnig til þess að viðmiðum gesta sé framfylgt og að gestgjafar fylgi samfélagsreglum okkar á borð við reglur gegn mismunun

  „Gestgjafaábyrgðin var ein ástæða þess að ég ákvað að byrja á Airbnb af því að ef tjón verður eða vandamál kemur upp þá hef ég eitthvað að grípa til,“ segir Dennis frá London, Englandi.

  Hafðu umsjón með gistirekstrinum með þessum tólum

  Við höfum einsett okkur að hlusta á gestgjafa okkar og læra af þeim. Við höfum í gegnum árin þróað marga nýja og gagnlega eiginleika til að ná árangri og hafa það gott í gistirekstri, þar á meðal:

  • Kynningartólin okkar, sem gagnast gestgjöfum að auka athygli á skráningum sínum með kynningartilboðum fyrir nýjar skráningar, afslætti vegna fyrirframgreiðslu og lægra vikuverði
  • Endurbætt innhólf með sérsniðnum hraðsvörum (sem kölluðust áður vistuð skilaboð) og tímasettum skilaboðum sem gera endurtekin verkefni sjálfvirk og auðvelda samskipti sem sparar gestgjöfum tíma
  • Tækifærisflipinn sem gefur innsýn í bókanir og ábendingar sem eiga sérstaklega við um staðinn svo að auðveldara sé að laga sig að breyttum ferðaáherslum

  Að verða gestgjafi getur verið yfirþyrmandi ákvörðun og því vinnum við með frábærum gestgjöfum í samfélaginu okkar að því að styðja ykkur í gegnum allt ferlið. Njóttu gestgjafahlutverksins!

  *Vefnámskeið um „kynningu á gestaumsjón“ eru nú í boði í Þýskalandi, í Frakklandi, á Ítalíu, á Spáni, á Bretlandi og í Bandaríkjunum.

  **Vefnámskeið og fulltrúar Airbnb eru ekki í boði alls staðar.

  Aðalatriði

  • Gestgjafahópar deila eigin upplifun

  • Reglur Airbnb vernda þig sem gestgjafa

  • Búðu til skráninguna þína og byrjaðu að fá gesti
  Airbnb
  10. maí 2021
  Kom þetta að gagni?