Vertu öruggur gestgjafi með reglum okkar og vernd

Við setjum viðmið fyrir gesti, bjóðum upp á AirCover fyrir gestgjafa og erum þér alltaf innan handar.
Airbnb skrifaði þann 20. okt. 2020
5 mín. lestur
Síðast uppfært 26. mar. 2024

Aðalatriði

Mörg ykkar hafa sagt okkur hvað ykkur finnst gaman að deila eign ykkar og tengjast fólki frá öllum heimshornum. Það væri auðvitað ómögulegt ef þú myndir ekki finna fyrir stuðningi á meðan þú tekur á móti gestum.

Við skiljum að þú þurfir á Airbnb að halda til að styðja við þig í þeim undantekningartilfellum að eitthvað fari úrskeiðis. Hér eru nokkur tól, reglur og eiginleikar til að taka áhyggjulaust á móti gestum.

Vernd frá A til Ö fyrir gestgjafa

Víðtæk gestgjafavernd okkar á Airbnb einkennir okkur og stuðlar að því að halda samfélaginu öruggu.

  • AirCover fyrir gestgjafa: Við bjóðum vernd frá A til Ö fyrir alla gestgjafa á Airbnb. Með AirCover fyrir gestgjafa fylgir vernd til að staðfesta auðkenni gesta áður en ferð hefst, ásamt tækni sem skimar bókanir til að draga úr líkum á truflandi samkvæmum og eignatjóni. Verndinni fylgir einnig ábyrgðartrygging gestgjafa upp að 1 milljón Bandaríkjadala og eignavernd gestgjafa upp að 3 milljónum Bandaríkjadala sem nær yfir listmuni, verðmæta muni, bíla sem lagt er í stæði, báta og önnur ökutæki.
  • Grunnreglur: Grunnreglur fyrir gesti eru viðmið sem hægt er að framfylgja og allir gestir verða að fara eftir. Samkvæmt grunnreglunum þurfa gestir að ganga vel um eignir gestgjafa, fylgja húsreglum, láta vita tímanlega komi eitthvað upp á og skilja við heimilið þannig að ekki þurfi að þrífa óhóflega mikið.
  • Afbókanir gestgjafa: Þú mátt leggja mat á umsagnir um gesti og skilaboðaþræði ásamt því að hætta við bókun, hafir þú gilda ástæðu til að gruna að samkvæmi verði haldið. Þú munt þurfa að senda þjónustuverinu gögn því til sönnunar. Allar afbókanir verða að samræmast reglum okkar gegn mismunun.

Tól til að gefa þér betri stjórn

Hluti af því að taka á móti gestum er að stilla væntingar til að koma í veg fyrir að atvik eigi sér stað. Hér eru nokkrir eiginleikar sem við höfum útbúið til að hjálpa þér að vekja áhuga réttu gestanna:

  • Dagatals- og bókunarstillingar: Láttu gestina vita hvað hentar þér, t.d. hversu margir geta gist í eigninni í einu. Veldu hve margar nætur gestir geta gist, hve langt fram í tímann þeir geta bókað og hve langan fyrirvara þú þarft á milli gistinga. Frekari upplýsingar um val á bókunarstillingum
  • Afbókunarreglur: Í afbókunarreglunni sem þú velur kemur skýrt fram hve mikinn fyrirvara gestir þurfa að hafa ef þeir vilja afbóka og fá endurgreitt að fullu. Frekari upplýsingar um val á afbókunarreglu
  • Húsreglur: Þú getur sérsniðið almennar húsreglur hjá þér — til dæmis bann við reykingum, rafrettum eða gæludýrum — og hjálpað þannig gestum að skilja væntingar þínar og hvort eignin henti þeim. Húsreglurnar birtast á fjórum stöðum: Á skráningarsíðunni, á staðfestingarskjánum þegar gestir bóka eign, í tölvupóstinum um hverju á að pakka fyrir ferðina og komuleiðbeiningunum sem gestir fá fyrir ferðina. Með grunnreglum fyrir gesti má framfylgja öllum þeim reglum sem koma fram í almennu húsreglunum.
  • Viðbragðstól: Ef þér finnst bókunarbeiðni óþægileg getur þú valið að hafna henni svo lengi sem höfnunin brýtur ekki í bága við reglur okkar gegn mismunun.

Þjónustuver fyrir gestgjafa

Jafnvel með þessum viðmiðum og stillingum ganga hlutirnir ekki upp í einstaka tilvikum. Ef eitthvað kemur upp á bjóðast þér nokkrar leiðir til að fá aðstoð frá Airbnb:

  • Netspjall: Aðstoð Airbnb á Netinu er fljótlegasta leiðin til að fá hjálp vegna vandamála sem eru ekki áríðandi eins og að uppfæra dagatal eða breyta verði.
  • Sérhæft þjónustuver fyrir ofurgestgjafa: Ef þú ert ofurgestgjafi getur þú nýtt þér sérhæft þjónustuver og notið aðstoðar sérfræðings hvenær sem þú þarft.
  • Símanúmer bráðaþjónustu á staðnum: Við vitum að gestir sem ferðast á óþekktum slóðum vita kannski ekki hvernig þeir geti haft samband við bráðaþjónustuna á staðnum. Því höfum við sett neyðarhnapp í appið. Þessi hnappur tengir þig beint við lögreglu og neyðarþjónustu á staðnum meðan á bókun stendur.
  • Neyðarsími: Sértu með yfirstandandi bókun í Bandaríkjunum og upp koma aðstæður þar sem öryggi þitt er í hættu getur þú fengið skjóta aðstoð frá sérfræðingi í gegnum appið okkar.

Mikilvægt er að við eflum traust svo að samfélag Airbnb geti dafnað og við vonum að þessi vernd og eiginleikar hjálpi okkur að ná því fram. Þakka þér eins og alltaf fyrir að vera gestgjafi.

Eignavernd gestgjafa, sem heyrir undir AirCover fyrir gestgjafa, ábyrgðartrygging gestgjafaog ábyrgðartrygging upplifana, gilda hvorki um gestgjafa sem bjóða gistingu eða upplifanir í Japan, þar sem japanska gestgjafatryggingin og japanska upplifunartryggingin gilda, né gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel LLC. Gestgjafaverndin í Kína gildir fyrir gestgjafa sem buðu gistingu eða upplifanir á meginlandi Kína. Hafðu í huga að öll tryggingarmörk eru sýnd í Bandaríkjadölum.

Ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana eru vátryggðar af utanaðkomandi tryggingarfélögum. Ef þú býður gistingu í Bretlandi eru ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana vátryggðar af Zurich Insurance Company Ltd. og gerðar upp án nokkurs viðbótarkostnaðar fyrir gestgjafa í Bretlandi af Airbnb U.K. Services Limited, tilnefndum fulltrúa Aon U.K. Limited, sem er með heimild og undir eftirliti fjármálaeftirlitsins (FCA). Skráningarnúmer Aon hjá FCA er 310451. Þú getur staðfest upplýsingarnar með því að skoða fjármálaþjónustuskrána eða með því að hafa samband við FCA í síma 0800 111 6768. Reglur hvað varðar ábyrgðartryggingu gestgjafa og ábyrgðartryggingu upplifana samkvæmt AirCover fyrir gestgjafa sæta eftirliti breska fjármálaeftirlitsins (FCA). Aðrar vörur og þjónusta eru ekki eftirlitsskyldar vörur í umsjá Airbnb UK Services Limited. FPAFF407LC

Eignavernd gestgjafa er ekki vátrygging og tengist ekki ábyrgðartryggingu gestgjafa. Samkvæmt eignavernd gestgjafa færðu endurgreiðslu vegna tiltekins tjóns sem gestir valda á heimili þínu og eigum ef gesturinn greiðir ekki fyrir tjónið. Samningsbundnar skyldur Airbnb samkvæmt eignavernd gestgjafa falla undir vátryggingu sem Airbnb kaupir fyrir skráningar á eignum í Washington-fylki. Þessir skilmálar eignaverndar gestgjafa gilda fyrir gestgjafa með skráða búsetu eða starfsstöð utan Ástralíu. Ef skráð búseta gestgjafa eða starfsstöð er innan Ástralíu er eignavernd gestgjafa háð skilmálum eignaverndar gestgjafa fyrir ástralska notendur.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

Airbnb
20. okt. 2020
Kom þetta að gagni?