Að ákveða hvernig þú kýst að staðfesta bókanir
Þú getur samþykkt bókanir gesta á Airbnb á tvennan hátt: Sjálfkrafa með hraðbókun eða handvirkt með því að svara bókunarbeiðnum sem birtast í innhólfinu þínu. Mörgum gestum finnst hraðbókun vera einstaklega þægileg, sem sparar gestgjöfum einnig tíma og getur jafnvel orðið til þess að fleiri bóki hjá þeim.
Hvað er hraðbókun?
Hraðbókun er stilling sem gerir gestum kleift að bóka samstundis lausar dagsetningar í dagatalinu þínu. Þú þarft ekki að fara yfir og samþykkja hverja bókunarbeiðni fyrir sig.
Allir gestir þurfa að samþykkja húsreglurnar hjá þér og fullnægja kröfum Airbnb þegar þeir bóka. Eftir að þú hefur birt skráningu þína geturðu bætt við stillingum sem krefjast þess að gestir:
Séu með snurðulausa ferðasögu á Airbnb þar sem engar umsagnir eru undir þremur stjörnum og engin atvik hafa verið tilkynnt til þjónustuvers
Lesi og svari sjálfvirkum skilaboðum sem þú býrð til áður en bókun er gerð
Hvernig ganga bókunarbeiðnir fyrir sig?
Með bókunarbeiðnum getur þú stjórnað bókunum gesta handvirkt með því að nota innhólfið þitt á Airbnb. Þegar gestur sendir bókunarbeiðni hefur þú 24 klukkustundir til að samþykkja eða hafna henni áður en hún rennur út. Þú getur sett upp tilkynningar þannig að þú fáir örugglega beiðnirnar sem fyrst.
Þegar gestur óskar eftir bókun eru dagsetningarnar sjálfkrafa teknar frá í dagatalinu þínu til að koma í veg fyrir að nýjar beiðnir skarist á. Þessar dagsetningar haldast áfram fráteknar ef þú samþykkir bókunarbeiðnina eða leyfir henni að renna út. Því er mikilvægt að svara öllum beiðnum sem fyrst.
Hvaða valkostur hentar þér best?
Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga við ákvörðun um hvernig þú færð bókanir:
Hraðbókun
Gestum finnst gott að geta staðfest bókanir samstundis sem getur leitt til fleiri bókana
Hraðbókun samþykkir bókanir fyrir þig miðað við tilgreindar stillingar hjá þér
Þú þarft að uppfæra dagatalið þitt og samstilla það við önnur dagatöl sem þú notar
Bókunarbeiðnir
Gestir kunna að meta skjót svör og því er best að nota aðeins þennan valkost ef þú hefur almennt tök á því að svara tímanlega og alltaf innan sólarhrings
Með bókunarbeiðnum getur þú átt ítarlegri samskipti um sérreglur eða tiltekin sérkenni eignarinnar, svo sem brattan stiga sem liggur að eina innganginum
Þú mátt ekki hafna bókunarbeiðnum af ástæðum sem brjóta gegn reglum Airbnb gegn mismunun
Veldu þann kost sem hjálpar þér að komast hjá því að fella niður bókun hjá gestum af ástæðum sem hægt væri að koma í veg fyrir og gætu leitt til afbókunargjalda og annarra afleiðinga. Þú getur breytt vali þínu hvenær sem er í bókunarstillingunum.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.