Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Að sérsníða stillingar fyrir hraðbókun

Hraðbókun auðveldar gestum að bóka gistingu og gestgjöfum að samþykkja bókanir án þess að þurfa að fara handvirkt í gegnum þær og staðfesta hverja bókun fyrir sig.

Allir gestir verða að samþykkja húsreglurnar áður en þeir bóka og ef þér líst illa á tiltekna hraðbókun getur þú fellt hana niður. Þú þarft þó að sæta ákveðnum viðurlögum gestgjafa vegna afbókunar.

Viðbótarkröfur til gesta

Allir gestir uppfylla bókunarkröfur Airbnb en þér er velkomið að bæta við fleiri hvenær sem er úr hraðbókunarstillingunum:

 • Staðfesting á auðkenni: Notandi hefur farið í gegnum og lokið við staðfestingarferli auðkennis síns.
 • Snurðulaus ferðasaga: Afstaðin dvöl án vandræða eða slæmra umsagna.
 • Skilaboð fyrir bókun: Hafðu skilaboð tilbúin fyrir fram með spurningum sem þú berð undir gesti við bókun

Athugaðu: Til að bæta við kröfum til gesta við skráningu eignarinnar verður þú að bjóða hraðbókun.

Til að bæta við kröfum fyrir hraðbókun:

 1. Opnaðu skráningar og smelltu á skráninguna sem þú vilt breyta
 2. Undir bókunarstillingum smellir þú á „hvernig gestir bóka“
 3. Við hliðina á hraðbókun stillir þú víxlhnappinn þannig að annað hvort sé kveikt eða slökkt á hraðbókun
 4. Ef þú kveikir á hraðbókun getur þú tilgreint kröfur til gesta
 5. Smelltu á vista

Fyrirvari

Til að koma í veg fyrir bókanir á síðustu stundu getur þú stillt bæði fyrirvara og undirbúningstíma milli bókana og við tökum þessa daga sjálfkrafa frá í dagatalinu þínu.

 • Samdægurs (með lokatíma)
 • Að minnsta kosti 1 dagur
 • Að minnsta kosti 3 dagar
 • Að minnsta kosti 7 dagar

  Lengd ferðar

  Komdu í veg fyrir bókanir sem eru of stuttar eða langar með því að stilla lágmarks- eða hámarkslengd ferðar. Ef þú setur ekki inn hámarkslengd stillum við sjálfkrafa 31 nátta hámarksdvöl.

  Var þessi grein gagnleg?

  Greinar um tengt efni

  Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
  Innskráning eða nýskráning