Úrræði fyrir bókanir

Vinsæl viðfangsefni
Svona finnur þú og bókar gistingu
Þegar þú leitar að skráningu mælum við með eftirfarandi ábendingum til að finna vel metna og áreiðanlega eign fyrir væntanlega dvöl þína:
Finndu gistingu með góðum einkunnum Sláðu inn ferðaupplýsingar efst á síðunni:- Staðsetning: Sláðu inn borg, heimilisfang eða kennileiti
- Veldu dagsetningar og fjölda gesta sem ferðast
Svona notar þú þægindasíur
Byrjaðu á grunnatriðunumhefja leitina með því að velja áfangastað, inn- og útritunardagsetningar ásamt fjölda gesta. Þegar þú hefur fengið niðurstöður grunnleitarinnar getur þú bætt við síum. Viðbótarsíur Smelltu eða pikkaðu á vinsælar síur eins og tegund eignar eða verð frá leitarniðurstöðunum eða veldu fleiri síur til að fá lista yfir allar síur í boði. Við leggjum okkur sífellt fram um að einfalda þér að finna það sem þú leitar að og munum halda áfram að bæta og breyta síum með tímanum. Hér er listi yfir suma valkosti sem gætu átt við um það sem þú leitar að:
Til að fá sem nákvæmustu niðurstöðurnar skaltu ávallt - Tegund eignar: Veldu úr atriðum eins og heilli eign eða sérherbergi
- Verð: Notaðu stikuna til að finna skráningar á því verðbili sem þú leitast eftir
- Sveigjanleiki við afbókun:Sýnir gistingu sem býður upp á sveigjanlegar afbókanir
- Herbergi og rúm: Veldu þann fjölda herbergja, baðherbergja eða rúma sem þú þarft fyrir ferðina þína
- Hraðbókun: Finndu eignir sem þú getur bókað án þess að þurfa að bíða eftir samþykki gestgjafa
- Þægindi: Veldu þægindin sem þú vilt hafa til staðar meðan á dvölinni stendur, svo sem eldhús eða sjónvarp
- Aðstaða: Veldu aðstöðu á borð við líkamsrækt eða sundlaug
- Aðgengi: Veldu tiltekna aðgengiseiginleika sem þú þarft á að halda til að geta farið um eignina á þægilegan og öruggan hátt
- Hverfi: Veldu bæjarhlutana sem þú hefur mestan áhuga á þar sem það er í boði
- Tungumál gestgjafa: Veldu gestgjafa sem tala tungumál sem þú talar.
- Húsreglur: Leitaðu að gistingu þar sem gæludýr eru leyfð
Svona finnur þú gistingu sem uppfyllir aðgengisþarfir
Þegar þú hefur valið áfangastað, tilgreint inn- og útritunardagsetningar ásamt fjölda gesta, getur þú bætt við fleiri síum sem samsvara aðgengisþörfum þínum.
Veldu „fleiri síur“ á leitarsíðunni. Flettu að aðgengishlutanum og ýttu á „veldu eiginleika gistiaðstöðunnar“. Veldu síurnar sem eiga við um leitina þína. Ábending: Til að leitarniðurstöðurnar verði sem nákvæmastar er gott að velja mikilvægustu aðgengiseiginleikana og yfirfara hverja skráningu til að ganga úr skugga um að hún uppfylli þínar þarfir. Leitarniðurstöðurnar koma til með að sýna skráningar með þeim aðgengissíum sem þú hefur valið. Opnaðu tiltekna skráningu til að lesa skráningarlýsinguna, umsagnir frá fyrri gestum eða skoða myndir. Flettu niður til að yfirfara myndirnar í aðgengishlutanum. Hér eru ábendingar og dæmi um gagnlegar spurningar til að spyrja gestgjafann ef þú ert í vafa með eitthvað:- Mundu að upplýsa gestgjafann um nákvæm mál fyrir eftirfarandi hluti sem þú gætir þarfnast:
- Breidd dyra að inngangi eignarinnar, svefnherbergi og baðherbergi.
- Pláss í kringum rúmið
- Pláss í kringum baðherbergið
- Eru einhverjar tröppur til að komast inn í svefnherbergi eða baðherbergi eignarinnar á aðalhæðinni?
- Getur þú lýst leiðinni frá götunni/gangstéttinni að aðalinnganginum? Eru einhverjar tröppur, brattar brekkur, möl o.s.frv.?
- Er hægt að færa til húsgögn (sófa- eða hliðarborð, bekki o.s.frv.) þannig að meira pláss sé til að fara um?
- Er næg lýsing fyrir sjónskerta gesti við inngang eignarinnar?
- Ertu með stafræna útgáfu af ferðahandbókinni þinni og reglum?
Svona bókar þú fyrir hönd annarra
Þegar þú hefur valið skráningu opnar þú greiðslusíðuna.
1. skref: Veldu vinnuferð á greiðslusíðunni Þú verður að tilgreina að bókunin sé fyrir vinnuferð þegar þú bókar fyrir hönd einhvers annars. Veldu hnappinn „er þetta vinnuferð?“ 2. skref: Að bóka eign fyrir hönd einhvers annars Veldu „bæta við“ fyrir neðan „bóka fyrir hönd einhvers annars“ til að leita að tilteknum ferðalangi. 3. skref: Að leita að nafni ferðalangs Notaðu leitarstikuna til að finna tiltekinn ferðalang meðal samtaka þinna með því að slá inn nafn eða netfang. Ef nafn eða netfang ferðalangs birtist ekki, eða viðkomandi er ekki í samtökunum þínum, velur þú „bæta við nýjum ferðalangi“. 4. skref: Að staðfesta ferðalang Þegar þú hefur fundið eða bætt við ferðalangi smellir þú á „vista“ til að bæta viðkomandi við bókunina. Í sumum tilfellum gætu ferðalangar þurft að ljúka uppsetningu á notandalýsingu sinni á Airbnb, veita þér samþykki til að bóka fyrir sína hönd eða átt eftir að stofna aðgang að Airbnb. Engar áhyggjur, þú getur gengið frá bókuninni í millitíðinni og við leiðbeinum þér og ferðalanginum varðandi restina. 5. skref: Að ganga frá bókuninni Ferðalanginum hefur nú verið bætt við bókunina. Gakktu frá bókuninni með því að velja „staðfesta og greiða“ 6. skref: Bókunarstaðfesting Þegar ofangreindum skrefum hefur verið lokið mun þér berast bókunarstaðfesting í skilaboðum. Þér berst einnig staðfesting með tölvupósti. Ef ferðalangurinn sem þú bókar fyrir á eftir að ljúka viðbótarskrefum munum við láta þig vita um framvindu mála og senda viðkomandi áminningu um að ljúka uppsetningu notandalýsingarinnar.Dæmi um skilaboð til gestgjafa
Halló gestgjafi,
Ég vona að þú hafir það gott. Ég starfa sem ferðaskipuleggjandi og tel að heimilið þitt henti VIP gesti okkar fullkomlega. Gætir þú staðfest eftirfarandi upplýsingar fyrir mig? Eru byggingarframkvæmdir í nágrenninu sem gætu valdið ónæði meðan á dvölinni stendur? Getur þú sagt mér í hve mikilli fjarlægð heimilið er frá staðnum sem gesturinn kemur til með að sækja? Allar spurningar sem viðkoma sérþörfum gestsins. Til dæmis: Er eldhúsið búið öllu sem þarf til eldamennsku? Eru gæludýr leyfð? Er sjálfsinnritun í boði í eigninni? O.s.frv. Mér er ánægja að svara öllum þeim spurningum sem þú kannt að hafa. Með kveðju, Ferðaskipuleggjandi
Alþjóðlegur styrktaraðili Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra
© 2023 Airbnb
© 2023 Airbnb