Úrræði fyrir stjórnendur

Vinsæl viðfangsefni
Svona verður þú bókunaraðili
Þú þarft að nýskrá þig sem bókunaraðila ef þú bókar ferðir fyrir starfsfólk samtaka þinna eða einstaklinga frá öðru fyrirtæki eða samtökum. Hér er að neðan er tveimur mismunandi leiðum til að gera það lýst
1. valkostur: Uppsetning notandalýsingar Opnaðu bókunarheimildir notandalýsingar þinnar. Flettu niður að aðilum sem þú getur bókað fyrir og veldu „bæta við ferðalangi“. Sláðu inn netfang tiltekins aðila til að óska eftir heimild til að bóka og hafa umsjón með viðskiptaferðum viðkomandi sem fær síðan sendan tölvupóst til að samþykkja (til að gera það verður viðkomandi að vera með aðgang að Airbnb). Þú færð síðan staðfestingu á því að þú getir bókað fyrir hönd umrædds aðila. 2. valkostur: Heimildir stjórnanda Biddu stjórnanda eða stjórnendur stjórnborðsins um að uppfæra hlutverk þitt í bókunaraðila. Það veitir þér heimild til að bóka fyrir alla notendur samtakanna, svo lengi sem lén samtakanna og vinnunetfang viðkomandi sem tengt er tilteknum aðgangi að Airbnb sé hið sama.Yfirlit á stjórnborð Airbnb vegna vinnu
1. skref: Að opna stjórnborðið
Þú getur opnað stjórnborðið með því að skrá þig inn á aðgang þinn að Airbnb. Smelltu á notandamyndina þína efst í hægra horninu og veldu Airbnb vegna vinnu. Veldu opna stjórnborðið. 2. skref: Notkun stjórnborðsins Stjórnborð Airbnb vegna vinnu skiptist í sex flipa: Ferðir, skýrslugerð, reikninga, fólkið, stillingar og tilkynningar. Ferðir Flipinn „ferðir“ gefur yfirlit á yfirstandandi, staðfestar og loknar ferðir tiltekins starfsmanns sem bókaðar hafa verið af hálfu starfsfólks eða annarra ferðalanga með tilskilda heimild. Hver ferð birtir nöfn eða nafn ferðalangs, upplýsingar um áfangastað ásamt ferðadagsetningum. Skýrslugerð Flipinn fyrir „skýrslugerð“ gefur yfirlit á fjölda bókaðra gistinátta, heildarkostnað og meðalverð á nótt hjá fyrirtækinu. Þú getur einnig flutt út skýrslur á CSV-sniði frá þessum flipa. Reikningar Farðu yfir reikninga ferða sem starfsfólk eða aðrir með tilskilda heimild bóka. Hver liður sýnir reikningsnúmer, dagsetningu, gjalddaga og greiðsluupphæð. Fólkið Finndu, bættu við og fjarlægðu starfsfólk eða aðra viðurkennda notendur af aðgangi fyrirtækisins. Settu upp teymi innan samtakanna og úthlutaðu greiðslumátum til viðeigandi teyma. Stillingar Uppfærðu aðgangsupplýsingar, greiðslumáta, starfsmannaaðgang og stillingar fyrir tilkynningar. Tengdu stjórnborðið þitt við þjónustuveitendur sem sinna varúðarskyldu ásamt verkfærum og samþættingum fyrir bókanir og ferðastjórnun á Netinu. Flipinn fyrir starfsmannaaðgang gerir þér kleift að bæta við viðbótarlénum fyrir fyrirtækjanetföng sem starfsmenn þínir nota. Sem umsjónarmaður fyrirtækis þíns getur þú bætt við greiðslumáta fyrir fyrirtækið og starfsfólk fyrirtækisins getur skuldfært ferðir sínar á sameiginlegt fyrirtækjakreditkort. Þú getur einnig bætt við greiðslumátum fyrir tiltekin teymi og úthlutað mismunandi greiðslumáta fyrir hvert teymi. Tilkynningar Yfirfarðu aðgangsstöðu starfsfólks, beiðnir um hlutverkaskipti og nýjar teymisbeiðnir.Uppsetning reglna
Uppsetning reglna
1. skref: Innskráning Skráðu þig inn á airbnb.com og veldu notandamyndina þína, efst í hægra horninu. Smelltu síðan á „stjórnborð fyrirtækis“. Opnaðu flipann fyrir „bókunarreglur“ frá stjórnborðinu. 2. skref: Kveiktu á tilkynningum fyrir ferðareglur Veldu tegund gistingar sem þú vilt kveikja á tilkynningum fyrir. Þegar því er lokið færð þú tilkynningu með tölvupósti þegar einhver bókar gistingu sem stemmir ekki við fyrirliggjandi stillingar. Ef þú valdir til dæmis bara „öll eignin“ og „hótelherbergi“, færð þú tilkynningu ef gestur bókar gistingu í sér- eða sameiginlegu herbergi. Þessi tilkynning mun berast þér um leið og bókun er gerð. Hafðu í huga að gestir geta bókað, þrátt fyrir stillingarnar.. Í tölvupóstinum getur þú farið yfir ferðaáætlun viðkomandi og jafnvel fellt niður bókunina ef þörf krefur.
Alþjóðlegur styrktaraðili Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra
© 2023 Airbnb
© 2023 Airbnb