Benn-fjölskyldan stendur saman í kjölfar skógareldanna


Benn-fjölskyldan er góðkunnug íbúum Altadena í Kaliforníu þar sem þau eru þekkt sem tónlistarfjölskyldan. Sjö börn Laurie og Oscars ólust upp við söng í skóla sínum, kirkju og á bæjarskemmtunum. Allt til dagsins í dag hafa þau haldið áfram að koma fram saman.
Benn-fjölskyldan hefur verið búsett í Altadena frá sjötta áratug síðustu aldar og var ein af fyrstu þeldökku fjölskyldunum til að festa kaup á heimilum á svæðinu. Börnin ólust upp við sömu götu og amma þeirra, afi, frænkur og frændar bjuggu. Þau tíndu ávexti í bakgörðum sínum.
„Við vorum ótrúlega heppin að hafa alist upp í slíku samfélagi þar sem fjölskyldur líkt og okkar gátu eignast og byggt upp heimili fyrir sig og komandi kynslóðir,“ sagði Loren Benn, elsta barn Laurie og Oscar.
„Það er eitt að missa heimili. En að finnast maður hafa misst hluta arfleiðar sinnar er allt annað.“
Þegar eldsvoðinn reið yfir Altadena varð heimili foreldra Loren eldinum að bráð, sem og heimili ömmu hennar og bróður. „Það er eitt að missa heimili. En að finnast maður hafa misst hluta arfleiðar sinnar er allt annað,“ sagði Loren.

Benn-hjónin misstu heimilið þar sem þau ólu upp sjö börn og fjölskyldan missti nokkur heimili til viðbótar í hverfinu.
Þegar Benn-fjölskyldan flúði heimili sitt voru þau viss um að þau myndu snúa aftur eftir nokkra daga. Oscar var með súrefniskút og þau gættu þess sérstaklega að forðast reykinn. Það kom fljótlega á daginn að þau kæmu ekki til með að snúa aftur heim og Loren sótti um neyðarhúsnæði í gegnum Airbnb.org og 211 LA. Ellefu meðlimir Benn-fjölskyldunnar, þar á meðal þrjú barnabörn Oscars og Loren, dvöldu í eign á Airbnb í rúmlega mánuð á meðan þau voru að átta sig á næstu skrefum.

Það var Benn-fjölskyldunni mikilvægt að vera nálægt hvert öðru þar sem þau eru vön samveru og stuðningsneti hvers annars í daglegu lífi. „Lífið tók aftur á sig eðlilega mynd þegar við komum hingað,“ sagði Laurie. Eitt kvöldið elduðu þau spaghettí. Þetta var í fyrsta sinn sem þau snæddu heimagerðan mat frá því að þau misstu heimili sín. Yngsta barnabarnið tók sín fyrstu skref á heimilinu.
„Við vitum að hlutirnir fara ekki aftur í sama horf en von okkar er sú að samfélagið verði um kyrrt og komist í gegnum þetta með okkur.“

Benn-fjölskyldan fann sér langtímahúsnæði fyrir næsta árið meðan á dvöl þeirra hjá Airbnb.org stóð. Þau ætla sér að snúa aftur til Altadena og ráðast í endurbyggingu bæði heimila sinna og gamla lífsins.
Leggðu þitt af mörkum
Vertu hluti af alþjóðasamfélagi sem veitir athvarf á neyðarstundu.
Frekari upplýsingarHver dvöl hefur sína sögu
Kynnstu fólkinu sem hefur þurft að líða fyrir hamfarir og þau sem hjálpuðu til.