Samfélagsefling í kjölfar skógareldanna

Nú þegar uppbyggingarstarfið hefst heldur fólk um alla Los Angeles áfram að sýna hvert öðru stuðning.
Veita styrk

Samfélagsefling í kjölfar skógareldanna

Nú þegar uppbyggingarstarfið hefst heldur fólk um alla Los Angeles áfram að sýna hvert öðru stuðning.
Veita styrk
Samsett mynd með þriggja manna fjölskyldu og hundi þeirra, móður og syni og pari sem stendur fyrir utan heimili.
Altadena

Benn-fjölskyldan

Benn-fjölskyldan, þekkt sem tónlistarfjölskylda Altadena, hefur búið á svæðinu frá sjötta áratug síðustu aldar og kemur reglulega fram á bæjarskemmtunum. Tvö heimili sem þau höfðu átt svo kynslóðum skipti urðu eldsvoðanum í Eaton að bráð. Ellefu fjölskyldumeðlimir gátu dvalið saman í eign á Airbnb á meðan verið var að ná áttum. „Það skipti öllu máli að komast í húsnæði á þessum tíma, sérstaklega þar sem sum okkar eiga við hreyfihömlun að stríða og við erum líka með lítil börn,“ sagði Loren Benn, sú elsta af sjö börnum Benn-hjónanna. Benn-fjölskyldan ætlar sér að snúa aftur til Altadena til að endursameinast samfélagi sínu.
Ellefu manna fjölskylda með börn, foreldra og ömmur og afa stendur og situr saman í bakgarði á sólríkum degi.
„Það er eitt að missa heimili. En að finnast maður hafa misst hluta arfleiðar sinnar er allt annað,“ sagði Loren.
Altadena

Eshele og Brayden

Eshele er meðferðaraðili og fjölskylda hennar hefur búið í Altadena kynslóðum saman. Hún, sonur hennar Brayden og chihuahua-hundurinn þeirra, King Tut, misstu heimili sitt til 17 ára. Þau nýttu sér inneignir Airbnb.org til að dvelja hjá Inessu, gestgjafa á Airbnb. Þrátt fyrir missirinn og erfiða tíma fyrir samfélagið hefur Eshele haldið áfram að veita geðheilbrigðisþjónustu.
Móðir í grænni peysu og sonur hennar í svartri peysu standa og faðma hvort annað á meðan chihuahua-hundur stendur fyrir framan þau.
„Það hefur skipt sköpum að hafa einhvern nálægt sem lítur eftir manni og lætur mann líða sem hluta af fjölskyldunni,“ sagði Eshele.
Altadena

Kevin, Bridget og Copi

Kevin og Bridget eru listamenn og ljósmyndarar sem búa í Altadena ásamt 10 ára syni sínum Copernicus og hundinum Galaxy. Fjölskyldan missti heimili sitt og stóran hluta verka sinna en þeim er mest umhugað um að hlúa að samfélaginu. Þau gista án endurgjalds í eign á Airbnb á meðan þau eru að ná áttum.
Maður með myndavél, kona með hund í fanginu og sonur þeirra standa saman á verönd fyrir fram stucco-hús.
„Við reynum bara að taka því rólega og hugsa um hvernig við getum tekist á við framhaldið,“ sagði Kevin.
Thousand Oaks

Sanam og fjölskylda

Sanam tók á móti átta manna áhöfn slökkviliðsmanna frá Ventura og fjórum hundum þeirra, jafnvel eftir að fjölskylda hennar missti nokkrar af leigueignum sínum í greipar skógareldanna. Börn hennar, 3, 5, 6 og 9 ára, hjálpuðu til við innkaup í Costco til að færa slökkviliðsmönnunum mat og vistir til að þeir hefðu næga orku til verksins. 
Kona með sítt, dökkt hár situr með dóttur sína í fanginu á sólríkri verönd með grænum gróðri.
„Það var svo gefandi að geta hjálpað fólki að ná orkunni aftur upp til að halda áfram að berjast við eldinn,“ sagði Sanam.
Palm Desert

Jimmy

Gestgjafinn Jimmy, fæddur og uppalinn í Palm Desert hefur sameinað samfélag sitt til að veita gestum sem eiga um sárt að binda vegna skógareldanna í Los Angeles stuðning. Fyrstu vikuna tók hann á móti níu fjölskyldum sem höfðu neyðst til að yfirgefa heimili sín. Hann safnaði styrkjum fyrir eina fjölskyldu sem misst hafði heimili sitt í formi gjafakorta fyrir veitingastaði og kaffihús á svæðinu.
Brúnhærður maður í dökkum gallabuxum situr á sólstól fyrir framan stucco-hús með þykkblöðunga í garðinum.
„Ég fann svo mikið til með þeim að hafa misst heimili sitt með öllu og þurfa að flytja fyrirvaralaust. Ég vil að þessu fólki líði vel á heimili mínu og finni fyrir því að samfélagið í hverfinu taki þeim opnum örmum,“ sagði Jimmy.
Long Beach

Kaitlyn

Kaitlyn, gestgjafi á Long Beach, lagði sitt af mörkum til að hjálpa gestum sem eiga um sárt að binda vegna skógareldanna, þar á meðal einni fjölskyldu með móður sem var komin 39 vikur á leið þegar þau misstu heimili sitt í Altadena. Kaitlyn færði gestum góðgerðarvörur og umönnunarpakka og heldur áfram að eiga í samskiptum við gestgjafanetið sitt til að styðja við fleira fólk sem þarf á húsnæði að halda.
Brúnhærð kona með sítt hár og í hvítri skyrtu situr á grænum sófa fyrir framan vegg með fiskaveggfóðri.
„Að tveimur vikum liðnum mun lífið halda áfram að hafa sinn vanagang en þetta fólk mun enn standa í sömu sporunum. Það þarfnast enn gríðarlega mikillar aðstoðar,“ sagði Kaitlyn.

Fleiri frásagnir frá Los Angeles

„Það sem drífur mig áfram er að skapa aðstæður þar sem fjölskyldu minni líður vel svo að þau geti byrjað að einbeita sér að því sem er framundan og tekið fyrstu skrefin áfram, hvernig sem það kann að líta út.“

— Loren, gestur Airbnb.org frá Altadena, CA

„Það var mikill léttir að geta fundið til öryggis og hafa samastað á meðan algjör óvissa ríkti um ástand heimils okkar.“

— Cate, gestur Airbnb.org frá Topanga, CA

Veittu styrk í dag

100% bein fjármögnun á húsnæði

Styrkir nýtast að fullu til að fjármagna neyðarhúsnæði fyrir fólk í neyð.

Airbnb veitir líka styrk

Airbnb stendur straum af öllum rekstrarkostnaði Airbnb.org og tekur engin þjónustugjöld fyrir gistingu.

Gestir gista endurgjaldslaust

Gestgjafar opna heimili sín, margir með afslætti. Styrkir hjálpa til með eftirstöðvarnar.