Fellibylurinn Helene
Uppbygging í kjölfar fellibylsins breytir ókunnugum í hetjur
Old Fort í Norður-Karólínu er fallegur smábær við hlíðar Blue-Ridge fjallanna. Á hefðbundnum degi seytlar lækur fyrir neðan yfirbyggðar brýr þar sem hjólreiðafólk og göngugarpar kanna þjóðskóginn Pisgah í nágrenninu.
„Ef þú hefur búið hér lengi getur þú ekki einu sinni farið út í búð án þess að hitta 20 manns sem þú þekkir,“ segir Melissa sem búið hefur í bænum allt sitt líf og þekkir hér um bil alla íbúa hans.
Melissa opnaði allar þrjár eignir sínar á Airbnb að kostnaðarlausu fyrir heimafólki sem misst hafði heimili sín og sjálfboðaliðum.
Þann 26. september 2024 gekk fellibylurinn Helene yfir með úrkomu sem mældist upp á tæpa 40 cm á þremur dögum. Litlir lækir breyttust í ólgandi ár sem lyftu heimilum af grunnum sínum og rifu upp tré sem höfðu staðið kynslóðum saman. Aurskriður flæddu niður fjallshlíðar og grófu niður bíla, slógu út ragmagns- og farsímaturna og lokuðu aðgengi að heilu hverfunum þar sem jafnvel nágrannar komust ekki á milli húsa.

Fellibyljirnir Helene og Milton ollu skemmdum á yfir 73.000 heimilum í vestanverðri Norður-Karólínu.
„Það er í raun ekki hægt að lýsa tilfinningunni þegar heimurinn í kringum þig breytist á einu augnabliki,“ segir Melissa.
Í dæmigerðum anda Old Fort létu viðbrögð samfélagsins ekki standa á sér. „Hér eiga allir Gator eða Mule buggybíl til að keyra á um og innan 30 mínútna var fólk mætt með keðjusagir og verkfæri til að rýma.“ Melissa hefur verið gestgjafi á Airbnb í átta ár. Hún á og hefur umsjón með þremur eignum á Airbnb á svæðinu. Einni í Old fort, annarri í Asheville og þeirri þriðju í Black Mountain. „Ég elska vesturhluta Norður-Karólínu og ekkert veitir mér meiri gleði en að láta fólki líða sem best, hvort sem það er hér í fríi eða til að leggja samfélaginu lið við uppbygginguna.“
Fellibyljirnir Helene og Milton ollu skemmdum á yfir 73.000 heimilum í vestanverðri Norður-Karólínu.
„Það er í raun ekki hægt að lýsa tilfinningunni þegar heimurinn í kringum þig breytist á einu augnabliki.“
Frá því að fellibylurinn dundi á hefur Melissa opnað heimili sín í gegnum Airbnb.org fyrir 24 hópum sjálfboðaliða og 13 fjölskyldum sem áttu ekki í önnur hús að venda sökum fellibylsins.
„Á hverjum degi má sjá hópfærslu þar sem einhver lætur vita að kirkja viðkomandi eða góðgerðasamtök séu á leiðinni með nægan mat til að fæða 2.000 manns,“ sagði hún. „Sumir eru enn án rafmagns eða vinnu.“
Melissa og einn gesta hennar, Amanda, vingast við Miss Joyce sem búið hefur í bænum til margra ára
„Við höfum getað tekið á móti nokkrum íbúum frá svæðinu sem misstu heimili sín og öðrum sem voru án vatns, rafmagns og nettengingar.“
Amanda, sjálfboðaliði frá Jamestown, NC, mætti í eign Melissu með fullan bíl af bleyjum, þurrmjólk og neyðarbirgðum til að dreifa út. Það sem hófst sem einföld gisting varð að fjölskylduverkefni. Amanda kom með börn sín, Avis, 13 ára og Briggs, 10 ára í næstu ferðir og breytti þannig leigueign Melissu í hjálparmiðstöð.
Old Fort á enn langt í land nú þegar þrír mánuðir eru liðnir frá fellibylnum Helene. Eignir Melissu hafa reynst leiðarljós vonar í gegnum þetta allt og veitt fólki skjól og samastað við uppbyggingu ástkærs heimabæjar hennar. „Við höfum getað tekið á móti nokkrum íbúum frá svæðinu sem misstu heimili sín og öðrum sem voru án vatns, rafmagns og nettengingar. Okkur tókst meira að segja að koma upp Starlink-sendi sem hjálpaði mikið. Síðan tókum við að sjálfsögðu á móti fjölda sjálfboðaliða sem komu frá öðrum ríkjum til að veita aðstoð.“
Fjölskylda Amöndu tók þátt í sjálfboðastarfinu.
Viðbrögð barnanna létu ekki á sér standa. Avis skrifaði hvatningarskilaboð sem fylgdu með matarsendingum á meðan Brigg varð „heiðursstarfsmaður mánaðarins“ í úthlutunarmiðstöðinni þar sem hann heilsaði hverjum einasta bíl í röðinni. „Ég hef aldrei séð hann leggja svona hart að sér,“ rifjaði Amanda upp. „Þetta markaði tímamót.“
Dagarnir einkenndust af vinnu og runnu saman í eitt. „Við fórum á fætur í dagrenningu. Við vorum komin af stað um leið og dagsbirtan lét kræla á sér og unnum stundum að því að afhenda matarsendingar fram til klukkan níu að kvöldi,“ sagði Melissa.
Börn Amöndu, Avis og Briggs, komu Miss Joyce á óvart með stuðningsskilaboðum.
Í miðri eyðileggingunni fann Melissa vonina á óvæntum stöðum. Eins og þegar Avis neitaði að fara og faldi sig í húsinu til að vera nálægt Miss Joyce, öldruðum íbúa sem hún hafði vingast við eða þegar Amanda sagði henni hvernig Briggs ætti það til að vakna klukkan sex að morgni og spyrja: „Erum við að fara til Melissu? Hvað ætlum við að gera í dag?“
Reynslan sannfærði hana enn frekar að ákvörðun hennar um að opna heimili sitt fyrir ferðalöngum væri rétt. „Það er ótrúlegt að utanbæjarmanneskja hafi lagt allt þetta af mörkum til samfélagsins okkar,“ sagði hún. „Þau urðu fljótt líkt og hluti af fjölskyldu okkar.“
Nú þegar mánuðir eru liðnir frá óveðrinu hafa birgðar- og matarúthlutanir þróast yfir í innihaldsrík vináttubönd.

Leggðu þitt af mörkum
Vertu hluti af samfélagi meira en 60.000 gestgjafa
sem útvega neyðarhúsnæði á ögurstund.
Hver dvöl hefur sína sögu
Kynnstu fólkinu sem hefur þurft að líða fyrir hamfarir og þau sem hjálpuðu til.
1 af 1 síðum