Uppfærðu framboðsstillingar þínar

Tilgreindu dvalarlengd, fyrirvara, undirbúningstíma og framboðstímabil.
Airbnb skrifaði þann 9. jan. 2025
Síðast uppfært 9. jan. 2025
Uppfærðu framboðsstillingar þínar
Notkun dagatalsins
Uppfærðu framboðsstillingar þínar

Með framboðsstillingum Airbnb er auðvelt að stýra því hvenær og hvernig gestir bóka eignina þína. Þú getur nálgast þær í dagatalinu.

Framboðsstillingar og verðtól haldast oft í hendur. Þú gætir þurft að breyta framboðinu, eins og til dæmis að heimila lengri dvalir, ef þú vilt nýta þér ákveðin tól, eins og að bjóða mánaðarlegan afslátt.

Að breyta dvalarlengd

Með því að breyta dvalarlengd getur þú opnað dagatalið og stuðlað að því að skráningin birtist í fleiri leitarniðurstöðum. Gakktu úr skugga um að lágmarks- og hámarksdvöl hjá þér sé í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir.

  • Lágmarksdvöl: Með því að stytta lágmarksdvöl hjá þér höfðar þú til gesta sem bóka styttri gistingu og átt betra með að fylla upp í eyður í dagatalinu. Þú getur sérstillt lágmarksdvöl eftir tilteknum dögum vikunnar.
  • Hámarksdvöl: Með því að lengja hámarksdvöl hjá þér höfðar þú frekar til gesta sem bóka lengri dvalir og dregur þannig úr umstangi á milli bókana. Þú getur einnig heimilað bókunarbeiðnir fyrir dvalir sem fara umfram tilgreinda hámarksdvöl hjá þér. Þú kemur til með að geta yfirfarið og samþykkt þessar beiðnir.
  • Sérsniðin dvalarlengd: Með því að tilgreina sérsniðna dvalarlengd sem er styttri en lágmarksdvöl hjá þér fyrir tilteknar dagsetningar getur þú fyllt upp í eyður í dagatalinu.

Umsjón með framboði

Hve langan fyrirvara þarftu frá bókun gests til innritunar hans? Með hve löngum fyrirvara vilt þú leyfa gestum að bóka? Stilltu framboðið hjá þér til að fá þær bókanir sem þú sækist eftir. Gistinætur opnast sjálfkrafa miðað við stillingar þínar. Þú þarft ekki að breyta dagatalinu handvirkt.

  • Fyrirvari: Veldu á milli fyrirvara sem er samdægurs eða minnst einum, tveimur, þremur eða sjö dögum fyrir innritun. Þú getur einnig heimilað bókunarbeiðnir fyrir innritanir samdægurs sem þú munt geta yfirfarið og samþykkt handvirkt.
  • Fyrirvari samdægurs: Þú tilgreinir lokatíma til að bóka þegar þú heimilar gestum að bóka með innritun samdægurs. Þú getur valið hvaða tíma sólarhringsins sem er.
  • Undirbúningstími: Veldu hve margar nætur þú þarft að taka frá fyrir og eftir hverja bókun. Þú getur valið á milli engra nátta, einni nótt fyrir og eftir hverja bókun og tveimur nóttum fyrir og eftir hverja bókun.
  • Framboðstímabil: Með því að lengja framboðstímabilið hjá þér geta gestir bókað lengra fram í tímann sem verður til þess að skráningin þín birtist í fleiri leitarniðurstöðum. Þú getur valið á milli 3 mánaða, 6 mánaða, 9 mánaða, 12 mánaða og 24 mánaða frá deginum í dag.
  • Aðrar framboðsstillingar: Þú getur lokað fyrir inn- og útritanir gesta á tilteknum dögum vikunnar. Þannig lokast dagatalið fyrir komur og brottfarir ef þú veist að þú ert ekki laus þá daga. Þú getur valið ýmsa daga vikunnar en ekki alla því að það myndi koma alfarið í veg fyrir að gestir geti bókað eignina.

Samtenging dagatala

Með því að samstilla öll dagatölin sem þú notar við gestaumsjónina kemur þú í veg fyrir að margir gestir bóki sömu daga. Þessi tvíhliða tenging uppfærir sjálfkrafa bæði dagatölin þegar nótt er bókuð. Svona samtengir þú dagatöl þín:

  • Bættu uppgefnum hlekk fyrir dagatalið á Airbnb við hina vefsíðuna.
  • Fáðu hlekk sem endar á .ics frá hinni vefsíðunni og bættu honum við dagatalið þitt á Airbnb.

Þú stjórnar ávallt verði þínu og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Uppfærðu framboðsstillingar þínar
Notkun dagatalsins
Uppfærðu framboðsstillingar þínar
Airbnb
9. jan. 2025
Kom þetta að gagni?