Fullnýttu notandalýsingu gestgjafa
Gestir hafa sagt okkur að þeir vilji vita hverjir deila heimilinu með þeim áður en þeir ganga frá bókun á herbergi. Þú getur notað notandalýsingu gestgjafa til að kynna þig fyrir gestum og greina frá væntingum.
Hvað er notandalýsing gestgjafa?
Gesturinn sér notandalýsingu þína sem gestgjafa þegar hann sér þig á Airbnb. Nafn þitt, árafjöldi sem gestgjafi, stjörnueinkunn og fjöldi umsagna frá gestum birtast efst. Þar á eftir fylgja allar persónulegar upplýsingar sem þú vilt bæta við, svo sem starf þitt, áhugamál, tungumál sem þú talar, skemmtilegar staðreyndir, nafn gæludýrsins þíns og hvað er sérstakt við að gista í eigninni þinni.
Hluti notandalýsingar þinnar sem gestgjafi gæti birst gestum í leitarniðurstöðum fyrir herbergi. Þar er hægt að pikka á myndina af þér til að skoða notandalýsinguna í heild sinni. Gestir geta einnig skoðað notandalýsinguna frá skráningunni þinni.
Fylgdu þessum ábendingum um ljósmyndun til að koma vel fyrir.
Hvernig styður notandalýsing mín sem gestgjafi við gesti?
Notandalýsing gestgjafa hjálpar þér að byggja upp samband við gesti. Tengsl geta myndast ef þið deilið til dæmis sameiginlegu áhugamáli, starfi eða tónlistarsmekk.
„Gestgjafinn þarf ekki að vera besti vinur minn en mér ætti að líða vel með að dvelja á sama stað og hann,“ segir Stacey, gestur með aðsetur í Oklahoma City. „Notandalýsingin skapar tengingu við einstaklinginn og slær tóninn fyrir heimsóknina.“
Þegar ítarlegri upplýsingar eru fyrirliggjandi fyrir bókun eiga gestir einnig betra með að átta sig á því hvort eignin henti þeim, sem sparar bæði þér og þeim tíma og orku. „Það minnkar þörfina á skilaboðum fram og til baka og bókanir verða enn einfaldari þar sem spurningum mínum hefur þegar verið svarað,“ segir Stacey.
Chris, ofurgestgjafi í Macon, Georgíu, notar notandalýsingu sína sem gestgjafi til að brjóta ísinn í samskiptum við gesti. „Ég læt lítið fyrir mér fara og þetta hefur hjálpað mér að opna mig meira,“ segir hann.
Í notandalýsingu sinni tekur Chris fram að hann sé fyrrverandi íþróttamaður sem spilaði bandarískan fótbolta í tveimur háskólum sem voru stofnaðir fyrir svarta nemendur. Þar tekur hann einnig fram að hann:
- Eyði of miklum tíma í að spila golf
- Sé fæddur á níunda áratugnum
- Bjóði gestum upp á kaffiaðstöðu
Með því að gefa þér tíma til að veita gestum nánari upplýsingar áður en þeir bóka herbergi hjá þér, eykur þú líkurnar á því að fá gesti sem deila áhugamálum þínum og venjum.
Eins og gesturinn Stacey bendir á: „Ef ég les að gestgjafinn „eyði of miklum tíma“ í að syngja karaókí, veit ég að hann reiknar við öðruvísi gestum en gestgjafi sem„ eyðir of miklum tíma“ heima hjá sér að hámhorfa á Netflix.“
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
