Ábendingar til að einfalda gestaumsjón yfir háannatímann
Með því að skipuleggja þig fyrir háannatímann getur þú sparað þér tíma og boðið fimm stjörnu gistingu. Hafðu þessar ábendingar í huga þegar þú ert með margar bókanir í röð á dagskrá.
Einföld útritun
Gestir gera ráð fyrir því að útritunin gangi auðveldlega fyrir sig. Leitaðu leiða til að halda útritunarferlinu eins einföldu og mögulegt er.
- Styttu verkefnalistann. Gestir vilja helst að útritun sé fyrirhafnarlítil. Útskýrðu það mikilvægasta sem þarf að gera fyrir brottför, eins og hvernig eigi að læsa eigninni.
- Gefðu skýrar leiðbeiningar. Láttu leiðbeiningar fyrir útritun fylgja með komuleiðbeiningunum. Airbnb sendir gestum útritunarleiðbeiningar sjálfkrafa kvöldið fyrir útritun.
- Sendu þakkarskilaboð. Þú getur boðið gestum að koma aftur og sagt að þú kunnir að meta athugasemdir þeirra. Þú gætir til dæmis spurt hvað gestinum þætti vænt um að sjá næst þegar hann kemur í heimsókn.
Undirbúningur þegar stutt er á milli bókana
Þegar gott skipulag er á ræstingum gengur undirbúningur á milli gesta betur fyrir sig.
- Útbúðu gátlista. Með því að fylgja sömu skrefum fyrir hverja innritun getur þú komið í veg fyrir að nokkuð gleymist.
- Vertu með aukarúmföt. Þú gætir haft aukarúmföt og -handklæði við höndina til að þurfa ekki að þvo þvott jafn oft milli bókana.
- Nýttu þér heimsendingarþjónustu. Með því að panta hreinsivörur og aðrar nauðsynjar eins og salernispappír og sápu reglulega minnka líkur á að þessar vörur klárist.
- Settu saman aðstoðarteymi. Komdu þér upp varaáætlun fyrir ræstingar og viðhald eða fáðu samgestgjafa til liðs við þig til að aðstoða við frágang og þrif á milli gesta.
„Gátlisti heldur mér við efnið og tryggir að ekkert fari fram hjá mér,“ segir Robin, ofurgestgjafi í Mount Barker, Ástralíu. „Upplifun mín og gesta minna verður betri þegar ég man eftir öllum smáatriðunum.“
Áhersla á árstíðabundin þægindi
Vektu athygli á skráningunni þinni með því nefna árstíðabundin þægindi sem eru í boði í eigninni.
- Uppfærðu myndirnar þínar. Yfir sumarið gætir þú sýnt gestum sundlaugina, grillið, hengirúmið eða aðgengi að ströndinni. Á veturna gætir þú sýnt arinninn, heita pottinn eða aðgengi að skíðabrautinni.
- Teldu upp öll þægindi í boði. Gestir leita oft að eignum á Airbnb með þeim þægindum og eiginleikum sem þeir sækjast eftir. Gakktu úr skugga um að skráningarsíðan sé fullfrágengin.
- Uppfærðu skráningarlýsinguna. Vandaðar skráningar lýsa nákvæmlega því sem gestir geta búist við að sjá, heyra og upplifa meðan á dvölinni stendur.
„Við bætum við nýjum þægindum á hverju ári — einhverju sérstöku til að fá aftur gesti sem hafa gist áður,“ segir Fred, ofurgestgjafi í Placencia, Belize. „Við höfum bætt við garðskála, stjörnuathugunarstöð og barsvæði við vatnið.“
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
