Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Þjónustugjöld Airbnb gerð einfaldari

Hjá gestgjöfum sem nota eignaumsýsluhugbúnað verður breytt yfir í stakt gjald.
Airbnb skrifaði þann 22. ágú. 2025
Síðast uppfært 22. ágú. 2025

Við einföldum nú fyrirkomulag gjalda hjá okkur til að auðvelda gestgjöfum verðlagninguna. Kynntu þér hvaða breytingar eru í vændum og hvernig þú getur haldið útborgunum þínum óbreyttum.

Hvernig þjónustugjöld virka

Bæði gestgjafar og gestir greiða nú almennt þjónustugjöld. Þetta þýðir að þú setur verðið hjá þér en gestir þínir greiða hærra verð með inniföldu þjónustugjaldi.

Hinn 27. október verður breytt yfir í stakt gjald hjá gestgjöfum sem nota eignaumsýsluhugbúnað eða markaðsstjórnunarkerfi til að hafa umsjón með verði hjá. Staka gjaldið þýðir að gestir sjá og borga sama verð og gestgjafar setja inn hjá sér. Það er einfaldara að bjóða samkeppnishæft verð þegar verð hjá gestum er skýrt.

  • Skipt gjald: Í dag er 3% gestgjafagjald dregið frá verðinu til að reikna útborgun til þín.* Þar að auki greiða gestir 14,1%–16,5% þjónustugjald ofan á verðið sem þú ákveður. Þú færð sem dæmi USD 97 ef verðið hjá þér er USD 100, en gestir greiða um USD 115.
  • Stakt gjald: Frá og með 27. október verður 15,5% þjónustugjald dregið frá verðinu sem þú setur til að reikna útborgun til þín. Staka gjaldið byggir á meðalþjónustugjaldi Airbnb á heimsvísu, sem er eins og stendur skipt milli gestgjafa og gesta. Ef þú breytir verðinu hjá þér sem dæmi í USD 115 til að vega upp á móti staka gjaldinu, færðu greidda USD 97,18 og gestir þínir greiða USD 115.

Í báðum tilvikunum haldast tekjur þínar og verð gesta óbreytt.

Að yfirfara verð

Skoðaðu hvort þú viljir gera einhverjar verðbreytingar hjá þér til að taka mið af nýja gjaldfyrirkomulaginu.

  • Aðlagaðu verðið hjá þér: Þú þarft að breyta verðinu hjá þér ef þú vilt að útborganir til þín, og kostnaður gesta, haldist óbreytt. Eins og sýnt er hér að ofan vinnur þú þér inn USD 97,18 með því að breyta verðinu úr USD 100 í USD 115 og gestir þínir greiða USD 115.
  • Haltu verðinu óbreyttu: Ef þú breytir ekki verðinu lækka tekjur þínar fyrir hverja gistinótt og verð hjá gestum lækkar líka. Ef þú hefur verðið til dæmis áfram USD 100 færð þú USD 84,50 á nótt þegar 15,5% gjaldið hefur verið dregið frá og gestir þínir greiða USD 100.

Ef þú ákveður að breyta verðinu hjá þér skaltu nota eignaumsýsluhugbúnaðinn og breyta því 27. október. Gakktu síðan úr skugga um að verðið, þ.m.t. afslættir og kynningartilboð, birtist rétt með hugbúnaðinum og á öðrum verkvöngum sem þú notar.

Ef þú vilt gera breytingar fyrir 27. október þarftu að opna greiðsluhluta aðgangsins á Airbnb og breyta í stakt gjald þar.

Hvað er innifalið í þjónustugjöldum Airbnb

Þjónustugjöld hjálpa til við að standa straum af kostnaði við vörur og þjónustu Airbnb, þar á meðal greiðslumeðhöndlun, markaðssetningu og þjónustu við viðskiptavini. Gjaldbreytingar okkar yfir í stakt gjald eru hluti af skuldbindingu Airbnb um aukið gagnsæi í verðlagningu.

Frekari upplýsingar um þjónustugjöld Airbnb.

*Gjaldið er hærra hjá sumum. Til dæmis hjá gestgjöfum með skráningar á Ítalíu og í Brasilíu.

Þjónustugjöld eru reiknuð sem hlutfall af gistináttaverði hjá þér sem og öðrum gjöldum, til dæmis ræstingagjaldi, sem þú leggur á. 

Skattar eru innifaldir í heildarverðinu sem gestum er sýnt í sumum löndum og á sumum svæðum. Heildarverð að meðtöldum sköttum er alltaf birt áður en gengið er frá greiðslu.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
22. ágú. 2025
Kom þetta að gagni?