Settu þér verðstefnu
Þú getur styrkt samkeppnishæfni með því að yfirfara verðið hjá þér reglulega. Hafðu eftirfarandi ábendingar í huga við þróun verðstefnu þinnar.
Atriði sem gott er að sinna reglulega
Skoðaðu hversu oft þú vilt yfirfara og breyta verðinu hjá þér. Hér eru nokkur atriði sem þú getur sinnt eftir þörfum hverju sinni.
- Opnaðu fleiri nætur: Opnaðu fyrir nætur í dagatalinu þar sem þú veist að þú getur tekið á móti gestum. Þannig er skráningin líklegri til að birtast ofar í leitarniðurstöðum sem eykur tekjumöguleika þína.
- Sérsníddu ferðalengdir: Leitaðu eftir bilum á milli bókaðra dagsetninga. Ef þessi bil eru styttri en tilgreind lágmarksdvöl hjá þér getur enginn bókað þessa daga. Með því að stytta lágmarksdvölina fyrir tilteknar dagsetningar er auðveldara að fylla dagatalið.
- Gerðu samanburð á álíka eignum: Þú átt auðveldara með að vera með samkeppnishæft verð ef þú skoðar verð hjá sambærilegum bókuðum og óbókuðum heimilum í nágrenninu.
„Mér finnst gott að skoða sambærilegar eignir til að bera saman verð, ganga úr skugga um að ég sé ekki með of lágt eða hátt verð hjá mér og finna gullna meðalveginn,“ segir Karen, ofurgestgjafi í Nelson, Kanada.
Þú getur einnig kveikt á snjallverði hvenær sem er til að aðlaga verðið sjálfkrafa að eftirspurn á staðnum hverju sinni. Þetta verðtól gagnast sérstaklega vel ef þú vilt halda áfram að fá sem mest út úr verðinu, án þess að þurfa stöðugt að fylgjast með því.
Undirbúningur fyrir lágannatíma
Það getur komið fyrir að jafnvel vinsælustu eignirnar fari í gegnum lágannatíma með færri bókunum. Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur nýtt þér við undirbúning fyrir lágannatímann og stuðla að því að skráningin þín skari fram úr.
- Bjóddu afslátt: Afslættir fyrir langdvalir eða vikulegar dvalir geta hjálpað þér að fylla upp í dagatalið og minnka umstang á milli bókana. Afsláttur fyrir bókanir á síðustu stundu getur höfðað til gesta sem bóka 1–28 dögum fyrir innritun.
- Styttu fyrirvarann hjá þér: Þú getur stuðlað að fleiri bókunum með því að heimila gestum að bóka með styttri fyrirvara. Heimilaðu fyrirvara allt fram til sama dags og innritun fer fram, eftir því hve mikinn tíma þú þarft til að undirbúa eignina fyrir komu gesta.
- Heimilaðu styttri gistingu: Með því að stytta lágmarksdvöl hjá þér höfðar þú til gesta sem bóka styttri gistingu. Þú getur sérstillt lágmarksdvöl eftir tilteknum dögum vikunnar.
„Ég tek tvímælalaust eftir aukningu á skammtímagistingu,“ segir Jimmy, ofurgestgjafi í Palm Springs, Kaliforníu. „Þetta eru ferðir á síðustu stundu sem fólk hefur ekki endilega skipulagt sérstaklega, þannig að tveir dagar henta vel undir gott frí. Það er sveigjanleikinn sem höfðar til fólks.“
Undirbúningur fyrir háannatíma
Þú getur nýtt þér ýmis verkfæri Airbnb til að fá sem mest úr háannatímum. Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur nýtt þér.
- Bjóddu forkaupsafslátt: Náðu til gesta sem skipuleggja sig með góðum fyrirvara með því að bjóða afslátt af bókunum sem gerðar eru 1–24 mánuðum fram í tímann. Afsláttur sem nemur 3% eða meira birtist gestum sérstaklega í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðu þinni. Afsláttarverðið birtist við hliðina á upphaflega verðinu hjá þér sem er yfirstrikað.
- Bjóddu sérsniðið kynningartilboð: Kynningartilboð eru frábær leið til að auka bókanir í ákveðnum tilvikum. Afsláttur sem nemur 15% eða meira birtist gestum sérstaklega á skráningarsíðunni og í leitarniðurstöðum. Þú þarft að uppfylla ákveðin skilyrði til að geta boðið kynningartilboð, eins og að hafa fengið minnst eina bókun á undanförnu ári.
- Auktu framboðstímabilið hjá þér: Þú getur opnað fyrir dagsetningar í dagatalinu þínu allt að tvö ár fram í tímann. Skráningin þín kemur þannig til með að birtast í fleiri leitarniðurstöðum og einnig í styttri niðurstöðulista þegar færri eignir eru lausar.
„Stundum bókar fólk sumarfríið sitt hjá mér einu ári fram í tímann eða sex mánuði fram í tímann fyrir jólin,“ segir Anne, ofurgestgjafi í Tarragona, Spáni. „Fólk sem bókar með góðum fyrirvara afbókar yfirleitt ekki. Góður fyrirvari er einnig mikilvægur vegna þess að hann veitir þér vissu.“
Þú stjórnar ávallt verði þínu og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.
Gestgjafar fengu greitt fyrir að taka þátt í viðtölum.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.