Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Að setja sér verðstefnu

Breyttu framboði þínu og bjóddu afslætti í samræmi við eftirspurn gesta.
Airbnb skrifaði þann 1. des. 2020
Síðast uppfært 14. júl. 2025
Að setja sér verðstefnu
Samkeppnishæf verðstefna
Að setja sér verðstefnu

Með því að endurskoða verð og framboð reglulega getur þú aukið samkeppnishæfni þína og náð tekjumarkmiðum þínum. Hér eru nokkrar leiðir til að móta sér verðstefnu.

Endurskoðaðu reglulega

Nokkur atriði eru mikilvægust við verðlagningu og ákvörðun um framboð.

  • Opnaðu fleiri gistinætur: Þannig birtist skráningin þín oftar í leitarniðurstöðum. Þú færð ábendingar um það hvernig þú opnar dagsetningar sem stillingar koma í veg fyrir að sé hægt að bóka. Ef lágmarksdvöl hjá þér er til dæmis 5 nætur og þú ert með 4 óbókaðar nætur milli bókana birtist ábending um að stytta lágmarksdvöl fyrir þær nætur.
  • Uppfærðu framboðsstillingarnar hjá þér: Þetta hjálpar þér að taka á móti gestum þegar þér hentar. Þú getur auðveldlega breytt dvalarlengd, fyrirvara, undirbúningstíma og fleiru.
  • Skoðaðu verðábendingar og áþekkar skráningar: Þessi tól hjálpa þér að bjóða samkeppnishæft verð eftir degi eða árstíð sem og fyrir sérviðburði. Þú sérð hvork verðábendingar ná áþekkar skráningar ef þú notar snjallverð.

„Mér finnst gott að skoða sambærilegar skráningar til að bera saman verð, ganga úr skugga um að ég sé ekki með of lágt eða hátt verð hjá mér og finna gullna meðalveginn,“ segir Karen, ofurgestgjafi í Nelson, Kanada.

Þegar þú breytir verðinu hjá þér skaltu hafa í huga að viðbótargjöld og annar kostnaður bætist við heildarverðið sem gestir greiða.

Búðu þig undir lágannatímann

Það getur komið fyrir að jafnvel vinsælustu eignirnar fari í gegnum lágannatíma með færri bókunum. Hér eru nokkrar leiðir til að láta skráninguna þína skara fram úr.

  • Bjóddu afslátt: Dagatalið gæti fyllst fyrr með færri gestaskiptum ef þú býður viku- eða mánaðarafslátt. Afsláttur fyrir bókanir á síðustu stundu getur höfðað til gesta sem bóka 1–28 dögum fyrir innritun.
  • Styttu fyrirvarann hjá þér: Þú getur stuðlað að fleiri bókunum með því að heimila gestum að bóka með styttri fyrirvara. Stilltu fyrirvarann sem þú þarft fyrir undirbúning. Þú getur einnig leyft bókanir samdægurs.
  • Heimilaðu styttri gistingu: Með því að stytta lágmarksdvöl hjá þér höfðar þú til gesta sem vilja komast í stutt frí. Þú getur stillt lágmarksdvöl miðað við innritunardag.

„Ég tek tvímælalaust eftir aukningu á skammtímagistingu,“ segir Jimmy, ofurgestgjafi í Palm Springs, Kaliforníu. „Fólk hefur ekki endilega skipulagt ferðir á síðustu stundu en tveir dagar geta verið gott frí. Það er sveigjanleikinn sem höfðar til fólks.“

Fullnýttu annasöm tímabil

Þú getur nýtt þér ýmis verkfæri Airbnb til að fá sem mest úr háannatímum. Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur nýtt þér.

  • Fylgstu með frídögum og sérviðburðum: Uppfærðu framboð og verð fyrir stóra tónleika, hátíðir, íþróttaviðburði og fleira til að fá fleiri bókanir og hærri tekjur. Dagatalið þitt sýnir flesta hátíðisdaga og helstu viðburði á svæðinu.
  • Bjóddu forkaupsafslátt: Lækkaðu verðið hjá þér fyrir bókanir gerðar 1 til 24 mánuði fram í tímann til að ná til gesta sem skipuleggja sig fram í tímann.
  • Lengdu framboðstímabilið hjá þér: Ef þú býður meira en þriggja mánaða lágmarkið mun skráningin þín birtast oftar í leitarniðurstöðum. Þú getur opnað dagatalið allt að 2 ár fram í tímann.

„Stundum bókar fólk sumarfríið sitt hjá mér einu ári fram í tímann eða sex mánuði fram í tímann fyrir jólin,“ segir Anne, ofurgestgjafi í Tarragona, Spáni. „Fólk sem bókar með góðum fyrirvara afbókar yfirleitt ekki. Góður fyrirvari er einnig mikilvægur vegna þess að hann veitir þér vissu.“

Þú stjórnar ávallt verði þínu og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.

Gestgjafar fengu greitt fyrir að taka þátt í viðtölum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Að setja sér verðstefnu
Samkeppnishæf verðstefna
Að setja sér verðstefnu
Airbnb
1. des. 2020
Kom þetta að gagni?