Gerðu ferðahandbók til að gefa staðbundin ráð

Hjálpaðu gestum að kynnast staðnum með sérsniðinni stafrænni ferðahandbók.
Airbnb skrifaði þann 29. okt. 2019
2 mín. lestur
Síðast uppfært 6. des. 2021

Aðalatriði

  • Búðu til stafræna ferðahandbók til að veita svæðisbundnar ráðleggingar
  • Þú getur sent gestum ferðahandbókina þína við bókun svo að þeir geti skipulagt sig fyrir fram

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

Margir gestgjafar gefa gestum sínum staðbundnar tillögur eins og hvar sé gott að fá sér kaffi eða njóta eftirminnilegs kvöldverðar. Í stað þess að skrifa ábendingar fyrir hvern gest getur þú sparað þér tíma og orku með því að taka allar ráðleggingarnar fyrir gesti saman á einum stað í stafrænni ferðahandbók.

Gestir geta fengið aðgang að ferðahandbók þinni í ferðaflipanum og á skráningarsíðunni. Þú getur einnig sent þeim hana beint með því að nota tól okkar til að deila ráðleggingum. Svona geturðu gert sem mest úr ferðahandbókinni til að kynna áhugaverða staði nálægt þér og veita gestum ósvikna og einstaka upplifun.

Hvað er ferðahandbók?

Með ferðahandbók geturðu gefið gestum ítarlegar upplýsingar sem undirstrika gestrisni þína og það sem samfélagið á staðnum býður upp á. Þú getur búið til sérsniðna ferðahandbók á Airbnb sem gestir geta skoðað.

Þú ræður því hverju þú mælir með en það er gott að hugsa um hverju þú vildir vita af sem ferðalangur. Gestir kunna að meta uppástungur um veitingastaði, skoðunarferðir, einstakar verslanir og áhugaverðar útilífsupplifanir.

5 ábendingar til að setja saman framúrskarandi ferðahandbók

1. Notaðu fá orð. Veittu stuttar ráðleggingar svo að gestir geti rennt hratt yfir uppástungurnar. Kynntu svæðið eða upplifunina fyrir gestum og útskýrðu hvað býr að baki uppástungu þinni.
2. Sýndu persónuleika. Góð meðmæli byggja á persónulegri þekkingu og reynslu. Best er að mæla aðeins með stöðum sem þér þykir varið í af eigin reynslu.
3.
Nefndu sérstaka eiginleika. Mundu að nefna einstaka eða athyglisverða eiginleika eins og fallega útiverönd hjá veitingastað eða hvar versla má staðbundna framleiðslu.
4.Vertu með mynd. Ef þú getur skaltu láta mynd fylgja með af hverjum stað sem þú mælir með svo að ferðahandbókin verði áhugaverðari.
5. Uppfærðu hana reglulega. Mundu að yfirfara ferðahandbókina öðru hverju til að vera viss um að allar upplýsingar séu réttar og bæta við nýjum tillögum.

    Frekari upplýsingar um sérsamdar ferðahandbækur

    Ertu með meira en eina skráningu?

    Ferðahandbækur tengjast aðgangi gestgjafa en ekki stökum skráningum (sem hentar gestgjöfum sem bjóða mörg herbergi eða heimili). „Nú get ég útbúið eina ferðahandbók fyrir svæðið sem dugar fyrir allar þrjár skráningarnar mínar“ segir Ann, ofurgestgjafi í Sedgwick, Maine.

    Hvernig gestir skoða ferðahandbókina þína

    Gestir geta skoðað ferðahandbókina á skráningarsíðu þinni og notandasíðu auk þess sem þeir geta opnað ferðaflipann þar sem hún birtist sjálfkrafa þegar bókunin er staðfest.

    Þú gætir einnig deilt ferðahandbók þinni í skilaboðum til gesta. Þú getur auðveldlega gert þetta með því að pikka á táknið deila ráðleggingum í gestgjafainnhólfinu. Þetta tól gerir þér einnig kleift að mæla með blöndu sérvalinna, staðbundinna upplifana á Airbnb.

    Við vitum að þú gerir allt sem í valdi þínu stendur til að gera gistingu eftirminnilega. Við vonum að stafræna ferðahandbókin hjálpi þér að kynna gestum fyrir frábærri afþreyingu á staðnum.

    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Aðalatriði

    • Búðu til stafræna ferðahandbók til að veita svæðisbundnar ráðleggingar
    • Þú getur sent gestum ferðahandbókina þína við bókun svo að þeir geti skipulagt sig fyrir fram

    • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

    Airbnb
    29. okt. 2019
    Kom þetta að gagni?