Endurbætur skráninga með tímanum
Líkt og heimilið þitt getur skráningarsíðan þín einnig notið góðs af reglulegum endurbótum. Með því að lappa upp á myndirnar, þægindin og verðið, getur þú fangað athygli fleiri gesta og náð tekjumarkmiðum þínum.
Uppfærðu myndirnar
Sumir gestir eyða meiri tíma í að skoða myndir en að lesa skráningarlýsingar. Þeir gera einnig ráð fyrir því að eignin líti eins út og á myndunum á Airbnb.
Það er góð hugmynd að uppfæra myndirnar ef þú hefur nýlega breytt einhverju í eigninni þinni. Þú getur meðal annars:
- Útbúið myndaleiðangur með gervigreind. Hjálpaðu gestum að átta sig á skipulagi eignarinnar með myndleiðangri. Sérsniðin gervigreindarvél Airbnb raðar ljósmyndum af eigninni samstundis eftir 19 tegundum herbergja og rýma. Þú getur yfirfarið myndleiðangurinn og bætt tilteknum upplýsingum við hvert herbergi. 
- Bætt við myndlýsingum. Skrifaðu myndatexta sem undirstrikar það sem hvert herbergi eða rými býður upp á, eins og t.d. espressóvél í eldhúsinu eða mjúk handklæði á baðherberginu. 
- Tekið vel samsettar myndir. Stilltu símann eða myndavélina þannig að kveikt sé á myndnetinu og gættu þess að upplausnin sé góð. Það gæti verið gott að slökkva á flassinu og nota frekar náttúrulega birtu. Miðaðu við blöndu af víðmyndum, myndum úr miðlungs fjarlægð og nærmyndum. Fáðu fleiri ábendingar til að taka góðar myndir á eigin spýtur 
- Keypt þjónustu sérfræðings. Ef ljósmyndunarkunnátta þín er ekki upp á marga fiska gæti verið góð humynd að ráða fagmann til verksins. Airbnb gæti boðið upp á ljósmyndaþjónustu á þínu svæði. 
Bættu við upplýsingum
Skráningarsíðan þín er staðurinn þar sem gestir kynnast heimilinu þínu. Með því að veita nánari upplýsingar, eykur þú líkurnar á bókunum.
- Leggðu áherslu á vinsæl þægindi. Gestir leita oft að eignum með eldhúsi, þráðlausu neti og gjaldfrjálsum bílastæðum. Þeir geta einnig síað eftir gæludýravænum eignum og svefnfyrirkomulagi eins og rúmi í king-stærð.
- Gættu þess að allt virki. Gestir vænta þess að geta notað alla eiginleikana og þægindin í eigninni. Mundu til dæmis að taka það skýrt fram ef sundlaugin er ekki opin á öllum árstímum.
- Hafðu hlutina einfalda. Leggðu áherslu á að gefa raunhæfar væntingar og svara grunnspurningum. Láttu gesti vita af því sem þeir þurfa að vita af til að geta notið dvalarinnar í eigninni.
- Nýttu þér umsagnir gesta. Fór gestur fögrum orðum um veröndina hjá þér í umsögn sinni? Prófaðu að sýna hana á myndunum hjá þér. Sagði gestur þér að það hafi komið sér á óvart að eignin þín væri svona langt frá flugvellinum? Greindu skýrt frá staðsetningu þinni.
Bjóddu besta virðið
Skilningur á því hvað gestir greiða í raun fyrir gistinguna getur hjálpað þér að bjóða besta virðið. Heildarverðið felur í sér gistináttaverð, viðbótargjöld sem þú setur (vegna ræstinga, viðbótargesta eða gæludýra), þjónustugjöld Airbnb og skatta.
Samkeppnishæft verð getur aukið sýnileika skráningarinnar þannig að hún birtist ofar í leitarniðurstöðum. Reikniritið tekur helst mið af heildarverði og gæðum skráðar eignar, samanborið við álíka eignir í nágrenninu.
Gestir átta sig mögulega ekki á sumum kostnaðarþáttum sem þú tekur mið af við útreikning verðsins. Býður þú upp á viðbótarþægindi eins og lúxusbaðvörur eða streymisveitur? Tilgreindu það í skráningarlýsingunni til að gestir átti sig á því sem felst í verðinu.