Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  30. mars: Skilaboð til gestgjafa frá Brian Chesky, forstjóra

  30. mars: Skilaboð til gestgjafa frá Brian Chesky, forstjóra

  Hann tilkynnti fjögur framtaksverkefni til að hjálpa gestgjöfum, þar á meðal 250 milljón Bandaríkjadala stuðning.
  Höf: Airbnb, 30. mar. 2020
  19 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 30. apr. 2020

  Aðalatriði

  Kæri gestgjafi,

  Síðustu mánuðir hafa verið okkur öllum hrikalegir. Eins og mörg ykkar vakna ég fjarri vinum og samstarfsfólki á hverjum degi og velti því fyrir mér hvað heimurinn á í vændum. Þegar ég horfi á daglegar fréttir finn ég til með öllum löndum, samfélagshópum og fjölskyldum sem stærð og áhrif neyðarástandsins eru að færa í kaf.

  Ferðaiðnaðurinn er frosinn um allan heim við þessar aðstæður. Flugfélög hafa lent flotum sínum og landamæri eru lokuð. Flest okkar, þ.m.t. gestir okkar, eru í útgöngubanni að ráði stjórnvalda og getum ekki yfirgefið heimili okkar. Ferðalög, eins og við þekkjum þau, eru næstum ómöguleg.

  Þegar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir heimsfaraldri 11. mars stóðum við frammi fyrir vanda. Við vissum að ef við myndum leyfa gestum að afbóka og fá endurgreitt hefði það umtalsverðar afleiðingar á lífsviðurværi ykkar. Við vildum þó ekki að gestir og gestgjafar fyndu fyrir þrýstingi til stofna sér í hættu sem hefði enn verri áhrif á heilsu almennings. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við yrðum að leyfa gestum ykkar að afbóka og fá fulla endurgreiðslu, þar með talin öll gjöld okkar. Þessi ákvörðun var ekki tekin á viðskiptalegum forsendum heldur til þess að vernda heilsu almennings.

  Þótt ég telji okkur hafa farið rétt að með því að leggja áherslu á heilsu og öryggi þá þykir mér leitt að hafa sagt gestum frá þessari ákvörðun án þess að tala við ykkur, eins og samstarfsaðili ætti að gera. Við heyrum það sem þið hafið að segja og vitum að við hefðum getað verið betri samstarfsaðilar.

  Þótt ykkur hafi kannski ekki fundist það þá erum við samstarfsaðilar. Þegar rekstur ykkar verður illa úti verður rekstur okkar illa úti. Við vitum hve erfiður róður margra ykkar er núna og að orðin tóm duga ekki heldur þurfum við að taka til höndum og hjálpa.

  Hér eru dæmi um það sem við erum að gera til að hjálpa ykkur að komast í gegnum þennan ólgusjó.

  Við munum borga gestgjöfum 250 milljón Bandaríkjadali til að taka þátt í kostnaði af afbókunum vegna COVID-19.
  Þegar gestur afbókar vegna aðstæðna sem tengjast COVID-19, með innritun frá 14. mars til 31. maí, greiðum við þér 25% af því sem þú hefðir vanalega fengið miðað við afbókunarregluna hjá þér. Þetta á afturvirkt við um allar afbókanir tengdar COVID-19 á þessu tímabili. Airbnb ber þennan kostnað að fullu. Greiðslurnar hefjast í apríl. Gestir með bókanir gerðar 14. mars eða fyrr geta enn afbókað og fengið staðlaða endurgreiðslu eða ferðainneign sem jafngildir 100% af því sem þeir greiddu. Frekari upplýsingar má finna á Airbnb.com/250Msupport.

  Við erum að stofna 10 milljón Bandaríkjadala hjálparsjóð ofurgestgjafa.
  Hann er hugsaður fyrir ofurgestgjafa sem leigja út eigin heimili og þurfa aðstoð við að greiða leigu eða af húsnæðisláni sem og fyrir reynslumikla upplifunargestgjafa sem reyna að ná endum saman. Starfsfólk okkar stofnaði sjóðinn með 1 milljón Bandaríkjadala framlagi úr eigin vasa og Joe, Nate og ég lögðum persónulega fram 9 milljón Bandaríkjadali. Í apríl munu gestgjafar geta sótt um styrk upp á allt að 5.000 Bandaríkjadali sem ekki þarf að endurgreiða. Frekari upplýsingar má finna á Airbnb.com/superhostrelief.

  Við erum að gera förnum gestum auðveldara fyrir um að senda ykkur beinan fjárstuðning.
  Ótal gestir hafa sagt okkur hve ótrúlega þakklátir þeir eru fyrir sveigjanleika gestgjafa á Airbnb og að þeir vilji styðja ykkur fjárhagslega. Við erum að búa til leið fyrir gesti til að senda skilaboð og styrkja gestgjafa sem þeir hafa gist hjá. Við gerum ráð fyrir því að þetta byrji í apríl. Við vitum að margt smátt getur skipt sköpum við svona erfiðar aðstæður.

  Við höfum unnið saman til að koma inn stuðningi við gestgjafa á Airbnb í nýlegan örvunarpakka í bandarísku lagafrumvarpi vegna COVID-19.
  Með þessari löggjöf geta gestgjafar í Bandaríkjunum nú nýtt sér margar hjálparráðstafanir, þar á meðal styrki og lán fyrir lítil fyrirtæki og aðstoð vegna atvinnuleysis. Við þökkum ykkur innilega fyrir að hafa hringt og sent þingmönnum tölvupóst oftar en 105.000 sinnum.

  Við erum einnig að vinna að öðrum framtaksverkefnum sem við segjum ykkur betur frá á komandi vikum. Meðal þeirra hefur verið samvinna við sérfræðinga og faraldursfræðinga um hreinlætisviðmið svo að þið og gestir ykkar séuð ekki í hættu, ferðatryggingar fyrir ykkur og gesti ykkar og þjónusta til að auka eftirspurn og byggja aftur upp rekstur ykkar.

  Ég hef einsett mér að byggja samstarf okkar aftur upp. Við erum sterkust og best þegar við vinnum saman. Ég hef séð dæmi þessa undanfarið þegar við höfum unnið saman að því að hýsa viðbragðsaðila í framlínunni vegna COVID-19. Saman bjóðum við meira en 100.000 manns í heilsugæslu og fyrstu viðbrögðum húsnæði að kostnaðarlausu eða með afslætti. Yfir 40.000 ykkar hafa nú þegar lagt hönd á plóg. Þú getur slegist í hópinn á Airbnb.com/covid19relief.

  Undirstaða samstarfs er traust og traust þarf tíma til að byggja upp. Við vitum að við eigum verk fyrir höndum að byggja upp traust ykkar en það er forgangsmál hjá okkur sem við höfum einsett okkur að ná. Þegar ferðalög hefjast aftur, sem þau munu gera, hlökkum við til að taka aftur saman á móti milljónum gesta.

  - Brian Chesky

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Um upptöku af fréttum frá forstjóra: Myndskeiðið er til á brasilískri portúgölsku, frönsku, þýsku, ítölsku, japönsku, kóresku, rússnesku, einfaldaðri kínversku og spænsku. Þú getur valið tungumálið sem þú vilt með veljaranum neðst á síðunni. Samhliðatúlkun á gestgjafafréttum með Brian Chesky forstjóra er til að auðvelda samskipti en skal ekki teljast gild eða orðrétt skjalfesting á því sem fram fer. Upphafleg ræða Brian á ensku telst ein fullgild.

  Aðalatriði

  Airbnb
  30. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?