Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Fáðu sem mest út úr vaxandi eftirspurn eftir lengri gistingu

  Það sem vita þarf um aukna langtímagistingu.
  Höf: Airbnb, 18. sep. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 27. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Leit að langtímagistingu hefur aukist frá síðasta ári

  • Fleiri gestgjafar bjóða nú langtímagistingu til að finna nýjar tekjuleiðir, draga úr vinnuálagi og mæta eftirspurn gesta

  • Þér bjóðast ný verkfæri til að byrja að bjóða langdvöl

  Umhverfi ferðaþjónustunnar hefur breyst verulega. Nú eru fjarvinna og fjarnám orðin algeng og margir ákveða að búa tímabundið, vinna og læra annars staðar. Þess vegna uppfæra margir gestgjafar skráningar sínar til að heimila lengri dvöl sem varir í 28 nætur eða lengur.

  Lestu áfram til að komast að því hvort það henti þér að bjóða langtímagistingu:

  Lagaðu þig að breyttum horfum

  Vegna breyttra ferðahorfa er engin furða að langtímagisting er að aukast. Í ágúst fjölgaði þeim sem leituðu sér að lengri gistingu um meira en 50% miðað við síðasta ár* og margir gestgjafar sem hafa fengið færri bókanir vegna COVID-19 hafa sett sér stefnu varðandi lengri gistingu til að fá áfram gesti. Meira en 80% gestgjafa á Airbnb samþykkja langtímagistingu** og Airbnb kynnti nýlega nýjan hluta fyrir „langdvöl“ svo að gestir finni eignina sem hentar þeirra þörfum.

  Evan, ofurgestgjafi í Charlotte í Norður-Karólínu, hefur tekið eftir aukningu á lengri gistingu undanfarna mánuði sem hefur hjálpað honum að fá áfram gesti á þessum óvissutímum.

  „Ég veit ekki hvort við hefðum komist í gegnum COVID-19 án þess að hafa langtímagistingu,“ segir Evan. „Við höfðum upp í meira en kostnað á tíma þegar það var óvíst hvort við gætum staðið straum af honum. Ég verð að halda rekstrinum gangandi þar til ástandið verður eðlilegra svo að núna vil ég frekar lengri gistingu og meiri nýtingu. Þetta er áreiðanleg leið til að halda mér á floti.“

  Sinntu grunninum

  Það er tiltölulega auðvelt að opna fyrir langtímagistingu með því að breyta hámarkslengd gistingar í stillingunum. Þar sem gestir gista lengur er mælt með því að bjóða í eigninni upp á eldhús, þráðlaust net og aðrar nauðsynjar (svo sem salernispappír, sápu, handklæði, rúmföt og kodda). Einnig er gott að nefna í lýsingu að langtímagisting sé leyfð ásamt hraða á þráðlausu neti, reglum um gæludýr og ítarlegri lýsingu á herbergjum og rúmum.

  Íhuga mánaðarafslátt

  Gestir sem eru að bóka lengri gistingu leita yfirleitt að skráningum með afslætti. Lækkun á gistináttaverði skráningarinnar kann að hljóma sem mótsögn en ef hún er vanalega tóm 20% af tímanum (sé hún t.d. bókuð 24 daga á mánuði) getur 20% afsláttur fyrir lengri dvöl orðið til þess að tekjurnar verða svipaðar með einni gistingu. Miðað við stöðuna í mars 2020 er gefinn afsláttur af dvöl í mánuð eða lengur fyrir um helming skráninga í heiminum og þessar skráningar eru merktar sérstaklega.

  Sparaðu tíma og peninga

  Á undanförnum mánuðum hefur Laurie, ofurgestgjafi í nágrenni við Salt Lake City í Utah, einnig tekið eftir aukinni eftirspurn eftir lengri gistingu vegna þess að „fólk vinnur heiman frá og áttar sig á því að það getur komist út og unnið annars staðar frá“.

  Með því að bjóða lengri gistingu sparar Laurie tíma við ræstingar, samskipti við gesti og umsýslu: „Við eyðum miklu meiri tíma og peningum í ræstingar vegna COVID-19 sem má draga úr með lengri gistingu. Við sjáum auk þess sjálf um skráninguna svo að það er notalegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að skipta jafn oft um gesti. Sérstaklega þegar við erum á ferðalagi eða í fríi.“

  Skipuleggðu viðhald á eigninni fram í tímann

  Laurie nefnir að lengri gisting geti einnig haft áhrif á viðhald og notkun eignarinnar sem aðrir gestgjafar ættu að taka tillit til við ákvarðanir sínar um gestaumsjón. „Gestir sem dvelja langdvölum búa í húsinu, elda máltíðir sínar og verja tímanum þar—svo að slit getur orðið meira,“ segir Laurie.

  Þó svo að notkun langtímagesta á eigninni kunni að vera öðruvísi hefur Evan tekið eftir því að þeir eru ekki jafn kröfuharðir: „Þetta er mun minna umstang heilt yfir og viðskiptavinirnir krefjast minni vinnu. Langtímagestir eru þolinmóðari og kurteisari þegar ef eitthvað fer úrskeiðis.“

  Myndaðu tengsl við gesti

  Samkvæmt Laurie er annar ávinningur, sem er ekki jafn augljós, af því að bjóða lengri gistingu að hægt er að mynda tengsl við gesti sína (jafnvel þótt nándarmarka sé gætt). „Okkur gefst betra tækifæri til að hitta gesti okkar sem er gefandi og hjálpar okkur yfirleitt að fá betri einkunnir.“

  Byrjaðu að bjóða langtímagistingu

  Ef þú hefur áhuga á því bjóða langtímagistingu í þinni eign bjóðast þér ýmsar stefnur og ný verkfæri til að byrja með. Þ.m.t.:

  *Byggt á alþjóðlegum innanhússgögnum Airbnb þegar fjöldi leitaraðila sem slógu inn 28 nætur eða fleiri frá 1. ágúst 2020 til 31. ágúst 2020 er borinn saman við sama mánuð 2019.
  **Byggt á alþjóðlegum innanhússgögnum Airbnb eins og staðan var 30. mars 2020.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Leit að langtímagistingu hefur aukist frá síðasta ári

  • Fleiri gestgjafar bjóða nú langtímagistingu til að finna nýjar tekjuleiðir, draga úr vinnuálagi og mæta eftirspurn gesta

  • Þér bjóðast ný verkfæri til að byrja að bjóða langdvöl

  Airbnb
  18. sep. 2020
  Kom þetta að gagni?